Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 49
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 en þegar klukkan sló níu var Silli enn að fikta við síðasta lagið þannig að við Stefán fórum niður á Bar 11 þar sem partíið var að tala við liðið sem var mætt. Svo kom Silli bara hálftíma síðar. Þá hlustuðum við af at- hygli því við höfðum ekki heyrt þetta áður – alveg eins og aðdáendurnir sem komu. Mér fannst þá og finnst enn engan veikan blett að finna á þessari plötu.“ Allir að róa í sömu átt Hljómsveitin Dimma nær þeim sjaldgæfa ár- angri að vera betri á tónleikum en á plötum, spilagleðin er mikil hjá þeim félögum sem smitast alla leið út í tónleikasal. „Dimma er eiginlega fyrsta hljómsveitin sem ég hef starfað við, og ég meina þetta á mjög já- kvæðan hátt, þar sem allir eru jafn kapp- samir um bandið. Allir eru að róa og stefna í sömu átt. Það er enginn að draga vagninn og enginn einn sem hinir fylgja. Allir liðs- menn eru í þessu af fullum krafti. Ég held að stóri hlutinn í þessari velgengi sé að það er engin önnur hljómsveit hér á landi sem hljómar svona. Þessar þrjár hljóm- sveitir sem hafa verið að syngja á íslensku og náð vinsældum, Skálmöld, Sólstafir og við, eru mjög ólíkar. Annað sem hefur hjálp- að okkur er að textarnir okkar eru mjög ein- lægir og heiðarlegir.“ Söngvarinn Stefán hefur fengið mikið hrós fyrir sinn söng sem þykir kraftmikill. Ingó dregur ekkert úr hrósinu. „Ég er alveg á því að við erum með besta rokksöngvara sem hefur komið fram hér á landi í áratugi. Stebbi er í flokki með Eika Hauks og Palla Rósinkrans. Það hjálpar okkur mikið auðvit- að að hafa svona rödd.“ Ingó hefur spilað þungarokk lengi og með mörgum hljóm- sveitum og þekkir því tímana tvenna í rokk- inu. „Skálmöld kom með plötuna Baldur, Sólstafir með Svarta sanda og fólk fór allt í einu að hlusta á íslenskt þungarokk og það á íslensku, það fann að standarinn var hár. Við hljómum samt öðruvísi en þessi bönd. Það er mikil stemning með íslensku þungarokki í dag og hefur verið í nokkur ár. Styrkurinn í þessum böndum er að það er enginn rígur á milli þeirra. Við höfum spilað með Skálmöld og Sólstöfum, Sólstafir og Skálmöld hafa spilað saman og svona mætti lengi telja.“ Bræðralagið er sterkt í rokkinu. Þungarokk í Hörpu „Silli kom með þessa hugmynd að spila í Hörpunni. Við ákváðum að fara bara alla leið með þetta, leigja dýrasta og flottasta salinn á landinu. Ef það væru bara mæður okkar sem kæmu þá yrðum við bara að súpa seyðið af því en ef þetta gengi upp þá væri það meira en geggjað. Við fengum kór með okkur og leigðum sprengjur og ég veit ekki hvað og hvað. Fengum afgangssprengjur frá Iron Maiden þegar þeir spiluðu hérna en notuðu ekki í Egilshöll. Þetta kostaði mikla peninga en þetta gekk upp að því leyti að húsið var fullt og mikil stemning. En við græddum ekkert á þessu – biddu fyrir þér,“ segir hann, hrist- ir hausinn og hlær. Veglegur DVD-diskur með tónleikunum kom síðan í búðir í byrjun október en Ingó og félagar tóku tónleikana upp og hafa verið að hljóðblanda í hjáverkum, þó ekki of mikið enda eins og áður segir er Dimma enn betri á sviði. „Það sem er ekki með tónlistar- mönnum í dag er sjónvarpið. Að Hljómskál- anum og Popptíví undanskildu þá er enginn vettvangur fyrir hljómsveitir að komast í sjónvarpið sem er svolítið slæmt. Það er ekkert lengur eins og þegar Kastljósið var að fá til sín hljómsveitir. Þetta snýst ekki um peninga hjá hljómsveitum heldur að koma sér á framfæri. Ef við ætluðum að vera ríkir þá værum við að gera eitthvað allt annað en að spila þungarokk. Þetta er mikil vinna fyrir lítil laun en þetta er hins vegar svo ofboðslega gaman. Dimma stendur undir sér en ekkert meir. Allt sem kemur inn, tón- leikar og miðasala og svo framvegis fer í hljómsveitina. Við erum allir í fullri vinnu með þessu.“ Ingó er töframaður og starfsmaður skilta- fyrirtækis auk þess að plokka gítarinn, Birg- ir er framkvæmdastjóri, Stefán vinnur á Iðjubergi, vinnustofu fyrir einhverfa, og Silli er hljóðmaður Sigur Rósar meðal annars. Ingó er ánægður með lífið þessa stundina enda gengur honum vel bæði tónlistarlega, í töfrunum og persónulega. „Eftir að ég flutti heim frá Svíþjóð … þetta hefur verið einn mest krefjandi tími sem ég hef upplifað en þetta er líka einn sá skemmtilegasti. Það réttlætir alla vinnuna á bak við tjöldin,“ seg- ir hann kátur. Ingó er með allt að sex töfra- skemmtanir á fjórum dögum og tónleikar bætast ofan á það. „Vinnuveitendur mínir eru mjög skilningsríkir. Maður þarf stundum að vera á tveimur stöðum í einu og því mið- ur get ég ekki töfrað mig á milli. Þarf að fara að læra það.“ „Sæll kollegi“ Talandi um töfrabrögð þá ákvað Ingó aðeins sex ára gamall að hann vildi verða töframað- ur. „Ég sá eitt töfrabragð og ég hugsaði: Vá, þetta er eitthvað sem ég vil læra að gera. Ég man meira að segja hvenær og hvar það gerðist. Það var verið að sýna brot frá HM töfra- manna í sjónvarpinu 1974. Þar kom hol- lenskur meistari fram og ég man að ég hafði aldrei séð neitt svona áður. Ég hugsaði með sjálfum mér: þetta vil ég gera en vissi ekki hvernig. Þegar ég var 10 ára var þetta búið að vera fast í hausnum á mér lengi og ég komst að því að það væri til töframaður hér á Íslandi, Baldur Brjánsson. Ég hafði komist yfir einhverja bók með spilagöldrum og æfði mig aðeins, fann númerið hans, hringdi í hann og sagði: „Ég er kollegi þinn og við þurfum að hittast fljótlega og bera saman bækur okkar.“ Honum fannst þetta skemmtilegt og við urðum góðir vinir og ég lærði mikið af honum. Ekki endilega töfra- brögð en hann hjálpaði mér með allt annað.“ Gítarinn fylgdi svo í kjölfarið. „Þegar ég var svona 13 ára og var í Fellahelli sá ég gítar sem allir máttu fá lánaðan. Ég hugsaði með mér að gítarinn væri gott verkfæri fyrir mig að æfa hraðann í fingrunum til að verða betri töframaður. Svo náði það mér al- gjörlega. Þetta er ekki jafn ólíkt og fólk heldur – töfrabrögðin og rokkið. Það er svo margt í þessu sem alveg eins. Maður er að segja sögu uppi á sviði og maður þarf að geta tengt við áhorfandann. Ég kem fram í sömu fötum bæði í rokkinu og töfrunum. Ég hef náð að sameina þetta í seinni tíð. Ég skemmti forsetanum í janúar og þá var ég bara í leðrinu, með gaddana og keðjurnar í hermannaskónum. Það truflaði engan. Fyrst ég var bókaður á staðinn þá vildu þeir fá mig en ekki Ingó í kjólfötunum.“ Búinn að slá í gegn Ingó á eina dóttur, Katrínu Jennýju sem fædd er 2008. Það lifnar yfir töframanninum og hann getur ekki haldið aftur af sér þegar hann ræðir um hana. „Mér fannst ég vera búinn að meika það í lífinu þegar hún fædd- ist. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að mér gengur svona vel núna því það er engin pressa lengur að meika það. Ég er gríðar- lega hamingjusamur og þá kemur allt annað af sjálfu sér. Ég veit samt að Dimma endist ekki að ei- lífu en á meðan þetta er, meðbyrinn og allt á blússandi siglingu, þá erum við að reyna að njóta þess í botn. Við æfum mikið þannig að við erum tilbúnir í hvert sinn sem við stígum á svið. Mér líður líka aldrei betur en uppi á sviði. Nema þegar ég er með dóttur minni, en að vera að gera eitthvað sem maður er góður í og gera það vel – það er ekkert sem toppar þá tilfinningu.“ Morgunblaðið/Rósa Braga * „Ég skemmti forset-anum í janúar og þávar ég bara í leðrinu, með gaddana og keðjurnar í hermannaskónum. Það truflaði engan. Fyrst ég var bókaður á staðinn þá vildu þeir fá mig en ekki Ingó í kjólfötunum.“ Þegar Ingó var 13 ára fékk hann lánaðan gítar og hugsaði með sér að gítarinn væri gott verkfæri að æfa hraðann í fingrunum til að verða betri töframaður. Ingó í ham á sviðinu í Hörpu. Sprengjurnar voru upphaflega pantaðar fyrir Iron Maiden. Morgunblaðið/Rósa Braga Olís Norðlingaholti Olís Álfheimum Olís Gullinbrú Olís Borgarnesi Olís Selfossi Olís Akranesi Olís Stykkishólmi Olís Skagaströnd Olís Dalvík Olís Neskaupstað Olís Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.