Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 36
Í vélinni er líka hiristivörn, sem byggist á því að linsan er „fljótandi“
og skilar sér sem aukið ljósnæmi, þ.e. hægt er að taka myndir á lengri
tíma sem kemur á góðum notum í lítilli birtu.
Það virkar eilítið ruglandi að símanum fylgja fjögur myndavélaforrit,
staðlað forrit sem fylgir Windows Phone símum, tvö forrit frá Nokia,
Smart Lens og Smart Cam, og svo Nokia Camera sem sameinar Smart
Lens og Smart Cam. Fyrsta forritið verður virkt þegar kveikt er á
myndavélinni og dugar vel til að taka myndir almennt, en líka er
hægt að bæta við það ýmsum möguleikum (bæta við „linsum“).
Aðal myndaforritið er þó Nokia Camera þar sem hægt er að
stilla flest það sem mann dreymir um að geta stillt og ríflega það
ljósnæmi, ljóshita (hvítjafnvægi), hraða og tíma sem
stillt er með því að renna fingri yfir skjá-
inn - og jafnóðum sést hvaða breytingar
verða á væntanlegri mynd.
Ótaldir eru ótal skemmtilegir mögu-
leikar í forritinu, enda er það besta
myndaforrit sem ég hef séð í farsíma
sem verður að teljast viðeigandi í ljósi
þess að myndavélin er líka besta mynda-
vél sem ég hef séð í farsíma. Listaverð
er 129.995 kr.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Græjur og tækni
N
etgreiningarfyrirtækið Alexa Int-
ernet heldur úti mjög greinar-
góðum vef um netumferð. Þar
má sjá með góðu móti hvernig
umferð skiptist á milli ólíkra vefja, greina
hana nánar eftir löndum og sjá hvar hinir
ýmsu vefir eru í röðinni, en alls fylgist Alexa
með umferð á einar 30 milljónir vefsíðna.
Vefurinn nýtur talsverðs trausts, en Alexa er
dótturfyrirtæki netrisans Amazon. Það kem-
ur margt forvitnilegt í ljós þegar skoðað er
hverjar eru vinsælustu síðurnar á netinu og
jafnvel þegar þær eru bornar saman við það
sem mest er skoðað hér heima og annars
staðar. Margt bendir til að netnotkun Íslend-
inga sé frábrugðin því sem gerist og gengur
í kringum okkur.
Fátt kemur á óvart á toppnum
Það þarf engan að undra að mest heimsótta
vefsíða heims er leitarsíðan Google.com. Að
sama skapi ættu flestir að geta giskað á að
síðurnar þar á eftir eru Facebook og You-
Tube. Einhverjum kann að koma á óvart að
Yahoo vermir fjórða sæti listans yfir mest
sóttu vefi heims og hefur verið í sókn und-
anfarið. Það er hins vegar kínverska leit-
arvélin Baidu sem er í fimmta sæti, en henni
svipar um ansi margt til Google. Það er ekki
ólíklegt að Baidu.com eigi eftir að fara
hærra á þessum lista innan skamms, en not-
endum netsins í Kína fer stöðugt fjölgandi.
Ef við horfum hingað heim til Íslands hins
vegar þá er það Facebook sem flestir heim-
sækja. Í öðru og þriðja sæti er Google (.com
og .is) en Youtube vermir fjórða sætið. Vefur
Morgunblaðsins, mbl.is, er sá íslenski vefur
sem fær flestar heimsóknir og er í fimmta
sæti. Íslenskir vefir skipa svo næstu fimm
sæti þar á eftir, en í 11. sæti er Wikipedia.
Yahoo, sem er í fjórða sæti í heiminum, nær
einungis 15. sæti hér á landi. Yahoo hefur þó
lagt mikið í sölurnar til að fjölga notendum
undanfarið og býður nú meðal annars upp á
tölvupóst sem er að mestu sambærilegur við
Gmail, en býður notendum upp á eitt tera-
bæt í geymslupláss. Það má reikna með að
íslenskir notendur taki við sér og gefi Yahoo
meiri gaum í nánustu framtíð.
Bankar vinsælir á Íslandi
en Twitter ekki
Tveir af stóru viðskiptabönkunum ná inn á
topp 20 yfir vinsælustu vefi landsins, en
Landsbankinn situr í 21. sæti. Þess ber þó
að geta að í 21. sætinu er vefurinn einka-
banki.is. Það er netbanki Landsbankans og
er rekinn á sérléni, ólíkt netbönkum hinna
bankanna. Það má leiða að því líkur að sam-
anlögð traffík af vefjum Landsbankans
(landsbankinn.is (29. sæti), l.is og einkabank-
inn.is) myndi fleyta honum inn á topp 20.
Það vekur jafnframt athygli að bæði lénin is-
b.is (12) og islandsbanki.is (20) eru ofarlega,
en þau vísa bæði á sama vefinn. Ef þetta er
borið saman við þau lönd sem við erum
gjörn á að mæla okkur við, s.s. Bandaríkin,
Bretland og hinar Norðurlandaþjóðirnar,
kemur í ljós að einungis í Noregi og Svíþjóð
komast bankar inn á topp 20 og þá einungis
einn í hvoru landi. Í fljótu bragði er ekki
hægt að geta sér til um hvað veldur þessum
sérkennilega áhuga Íslendinga á netsíðum
bankastofnana.
Að undanskildum vef Facebook eru sam-
félagsmiðlar ekki áberandi í efstu sætum
mest sóttu vefja á Íslandi. Twitter, sem er í
10. sæti yfir mest sóttu vefi heims, er til að
mynda einungis í 43. sæti á Íslandi. Það er
jafnframt umtalsvert lægra en í samanburð-
arlöndunum sem nefnd voru fyrr (sjá töflu).
Þá eru vinsælir samfélagsmiðlar á borð við
Pinterest (39), Tumblr (33) og Instagram
(49) neðarlega á Íslandi, en Pinterest virðist
reyndar eiga undir högg að sækja alls staðar
á Norðurlöndum. Svo virðist þó sem Twitter-
notkun hér á landi sé óvanalega lítil. Það er
freistandi að skýra það með smæð sam-
RÝNT Í TÖLUR UM NETUMFERÐ
Íslendingar
áhugasamir um
fréttir og banka
VEFSÍÐUR BANKA KOMAST Á TOPP TUTTUGU YFIR MEST SÓTTU
VEFSÍÐUR Á ÍSLANDI OG FIMM AF TÍU MEST SÓTTU VEFSÍÐUM
LANDSMANNA ERU INNLENDIR FRÉTTAVEFIR. FACEBOOK ER MEST
SÓTTA VEFSÍÐAN EN TWITTER NÝTUR TALSVERT MINNI VINSÆLDA
HÉR Á LANDI EN ANNARS STAÐAR Á NORÐURLÖNDUNUM.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Mest sóttu vefir á Íslandi
1 facebook.com
2 google.com
3 google.is
4 youtube.com
5 mbl.is
6 visir.is
7 dv.is
8 pressan.is
9 ja.is
10 ruv.is
11 wikipedia.org
12 isb.is
13 bland.is
14 arionbanki.is
15 yahoo.com
16 linkedin.com
17 amazon.com
18 hun.is
19 vb.is
20 islandsbanki.is
Heimild:Alexa
Fimm af tíu vinsælustu vefjum
Íslands eru innlendir fréttavefir.
Það er hærra hlutfall en hjá
hinum þjóðunum. Mbl.is er
fimmti mest sótti vefur landsins.
Farsími er ekki bara farsími, heldur er hann notaður til óteljandiathafna, þar á meðal að taka myndir og nýr sími frá Nokia,Lumia 1020, státar af bestu myndavél sem til er í farsíma í dag.
Myndflagan í henni er hvorki meira en minna en 7.728 x 5.368 dílar,
eða ríflega 41 MP. Frummyndirnar sem sím-
inn skilar eru þó ekki „nema“ 34 MPm, en úr
þeim gerir hann svo 5 MP myndir. sem
eru talsvert betri en þær
myndir sem nokkur far-
símamyndavél önnur skilar.
Sérstakur örgjörvi vinnur
myndirnar eftir að búið er
að smella af og minnkar
þær í 5 MP, en þar sem
unnið er úr svo stórri
frummynd.
Síminn geymir bæði
minni útgáfu myndarinnar, 5 MP myndina, og þá
stóru 34 MP, og því hægt að skera úr myndinni
eftir á, ef svo má segja, „zooma“ inn á svæði í
henni og fá út mynd í miklum gæðum, ólíkt því
sem annars er með stafrænan aðdrátt.
LANGBESTA FARSÍMAMYNDAVÉLIN
FLESTIR FARSÍMAR AF BETRI GERÐINNI ERU MEÐ PRÝÐILEGAR MYNDAVÉLAR, EN ÓHÆTT AÐ SEGJA
AÐ MYNDAVÉLIN Í NÝJUM NOKIA-SÍMA, LUMIA 1020, TAKI SAMKEPPNINA Í NEFIÐ.
* Síminn heitir Lumia 1020, en ef“About“ er valið úr stilingum segir
að hann sé Lumia 909 sem var víst
vinnuheitið og vísaði þá í 808-
símann fysrta síminn sem notaði
PureView-tækni í myndavél. Þegar
kom svo að því að markaðssetja
símann fannst mönnum það rétt að
láta hann heita hærra númeri.
* Líkt og á öðrum Lumia símumfylgir með kortagrunnur og leiðsögn
sem virkar mjög vel. Nokia skákar
Android / Google í þvi að hægt er
að sækja landakort á símann, til að
mynda yfir þráðlaust net, og nota
þegar maður er utan netsambands
(og vill ekki borga milljónir fyrir 3G
gagnaflutning)
* Skjárinn er mjög góður 4,5“AMOLED, upplausnin 1.280 x 768
dílar, sem gefur 332 PPI; bjartur og
litir góðir líka og hann stendur sig
vel í sólarljósi. Örgjörvinn 1,5 GHz
tveggja kjarna Krait MSM8960,
vinnsluminnið 2 GB. Skjástýringin er
Adreno 225 örgjörvi, sá sami og
notaður er í Samsung Galaxy SIII til
að mynda.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar