Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 38
Hvað er skemmtilegast við tísku? Endalausir mjöguleikar á samsetningu þar sem tjáningarfrelsið fær lausan taum. Mér finnst alltaf jafngaman að sjá fólk sem þorir að fara ótroðnar slóðir. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég er algjör tomboy í hjartanu og ég held það skíni alltaf smá í gegn. Með árunum er stíllinn orðinn ögn kvenlegri og sér- staklega eftir að ég eignaðist stelpurnar mínar þar sem ég fékk ofnæmi fyrir flat- botna skóm. Hvar kaupir þú helst föt? Upp á síðkastið hef ég aðallega keypt föt á netinu. Ég hef enga þolinmæði í búðarölt og finnst best að vera með sjálfri mér þegar ég geri upp hug minn varðandi flíkur. Ég sauma frekar mikið því oft finn ég hvergi flíkurnar sem hugann dreymir um. Eins veit ég ekkert leiðinlegra en að mæta manneskju í eins flík og þetta útilokar þann möguleika nokkuð vel. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég er algjör sökker fyrir Jean Paul Gaultier og Yves Sa- int-Laurent sjálfum, þeir eru flottastir. Eins hef ég alltaf rosalega gaman af Jeremy Scott, hann er alltaf með skemmtilegan húmor. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Haute Couture-fjaðrapels frá Jean Paul Gaultier. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Kitten-pinnahælar, ég fermdist á þannig skóm og þar með fylltist kvótinn fyrir þeim. Támjóir skór sem minna frek- ar á skíði en skó eru líka á bannlist- anum mínum. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Ég fékk gamla mokkakápu um dag- inn sem ég betrumbætti aðeins. Ég sé fram á að hún verði ofnotuð í vet- ur. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Gæði fram yfir magn, því vönduð flík endist ævina á enda. Hver er þín uppáhaldsárstíð og hvers vegna (varðandi tísku)? Veturinn. Fátt skemmtilegra en stórar yfirhafnir og höfuðföt. Hverju er mest af í fataskápnum? Skápurinn er troðinn af yfirhöfnum og ofan á honum eru staflarnir af höttum og derhúfum. Ásrún með tvíbura- dætrum sínum Indiönu og Oliviu Morgunblaðið/Rósa Braga Ásrúnu finnst skemmtilegt að klæðast stórum yfirhöfnumog höfuðfötum. HEF ENGA ÞOLINMÆÐI Í BÚÐARÖLT Vönduð flík endist ævina á enda ÁSRÚN TAYLOR ÁGÚSTSDÓTTIR NEMUR FATAHÖNNUN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS. ÁSRÚN SAUMAR FLEST FÖT SÍN SJÁLF OG FINNST SKEMMTILEGT AÐ ÚTFÆRA FLÍKUR EFTIR EIGIN HÖFÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Yves Saint Laurent Haute Cout- ure fjaðra- pels frá Jean Paul Gaultier er drauma- flík Ásrúnar. Dá- samlegur pels úr herralínu Jean Paul Gaultier. *Föt og fylgihlutir Grænir og brúnir tónar koma með vetrinum og áhrifa frá hermannafatnaði gætir »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.