Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Vesturlönd veita mikla fjármuni til að-stoðar í þróunarlöndum þótt ýmsumþyki lítið aðhafst. Það er sjálfstæð umræða hvort og þá hve mikið gagn eða ógagn slík fjárframlög gera. Það blasir þó við að ef slík framlög eru frá einni ríkisstjórn til annarrar hljóta þau að hafa sömu annmarka og önnur ríkisafskipti. Þetta á ekki síst við ef stjórnvöld í viðtökulandinu lúta ekki reglum og því aðhaldi sem lýðræðið þó veitir. Samanburður á framlagi einstakra ríkja til þróunarmála er stundum villandi því hann er eingöngu byggður á framlögum ríkjanna en ekki einstaklinga og frjálsra félagasamtaka. Ýmis sjálfstæð samtök safna fé til skyn- samlegra verkefna eins og skóla og heilbrigð- isþjónustu í þróunarlöndum. Það hlýtur að koma til álita að gefa almenningi á Vest- urlöndum fremur svigrúm til að styrkja slíka starfsemi en að ríkið reki stórar þróunarstofn- anir fyrir skattfé. Hver króna verður aðeins gefin einu sinni og það sem íslenska ríkið tek- ur af mönnum í skatta nýtist ekki í annað á meðan. Við eigum hins vegar einnig kost á því að rétta íbúum þróunarlanda hjálparhönd án þess að það kosti okkur bein fjárútlát. Ekkert bend- ir raunar til annars en að við myndum hafa góðan hag af því einnig. Íslenska ríkið leggur tolla á vörur sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta er alfarið ákvörðun Íslendinga. Íslenska ríkið beinir með öðrum orðum fólki frá því að kaupa vörur frá þróunarlöndunum og raunar einnig iðnvæddum löndum eins og Bandaríkj- unum, Kanada og Japan. Þetta þýðir að hvorki íslenskir neytendur né framleiðendur í þróun- arlöndunum njóta að fullu þess ávinnings sem hindrunarlaus viðskipti milli þeirra gætu gefið. Það er óskiljanlegt að mismuna til að mynda leikfangaframleiðanda eftir því hvort hann er staddur í Frakklandi eða Senegal með því að leggja 10% toll á þann síðarnefnda en ekki á hinn. Ofan á ýmsar vörur bætast svo einnig vörugjöld og svo að lokum næst hæsti virð- isaukaskattur í heimi. Þetta tíðka þó Vesturlönd almennt. Ísland er ekki eitt um það, en gæti gengið á undan með góðu fordæmi. Verslun og viðskipti eru besta þróunaraðstoðin. Ekki einungis vegna tekn- anna heldur einnig óbeint með því að efla þær grunnstoðir þjóðfélagsins sem svo sárlega vantar í mörgum þróunarríkjum, virðingu fyrir eignarréttinum og skilning á friðsamlegum við- skiptum með eignarheimildir. Besta þróunaraðstoðin * Menn eru almennt já-kvæðir í garð aðstoðarvið þróunarríkin. Flestir vilja jú hjálpa. Millifærsla frá einni ríkisstjórn til ann- arrar er hins vegar ekki besta hjálpin. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Vegaframkvæmdirnar á Álftanesi yfir Gálgahraun voru til umfjöllunar á samfélagsmiðlinum Facebook í vikunni. Sindri Freysson rithöf- undur sagði í stöðuuppfærslu í vikunni: „Til ham- ingju Vegagerð rík- isins: Á einu augnabliki tókst ykkur með hjálp lögreglunnar að þúsundfalda tölu þeirra sem vilja friða Gálgahraun.“ Baggalúturinn og fjölmiðlamað- urinn Bragi Valdimar Skúlason gerði handtöku Ómars Ragn- arssonar að umtalsefni: „Ég nenni ekki að vera með í þjóð sem hand- tekur Ómar Ragn- arsson,“ sagði hann í stöðuupp- færslu í vikunni. Fyrrverandi samstarfskona Óm- ars, þingkonan Elín Hirst, setti þessa stöðuuppfærslu á sinn vegg: „Að Ómar Ragnarsson minn kæri samstarfsmaður til margra ára og föðurlandsvinur yrði handtekinn á Íslandi hefði ég aldrei ímyndað mér fyrir að standa fast á skoðun sinni sem umhverfissinni. Þetta fer ekki vel í mig. Ekki endilega sammála en við verðum að leysa málin hér á landi í friði og með rökræðu. Þetta minnir á atburði á Söguöld.“ Andri Snær Magnason rithöf- undur lagði meðal annars þetta til málanna í vikunni: „Lögregla, her- menn og aðrir eru ekki bara að vinna vinnuna sína. Þeir eru menn með samvisku og lúta yfirstjórn með samvisku og vilja. Ekkert er verra en samfélag sem getur beitt lög- reglu þegar stjórnmálamenn vilja valta yfir fólk með valdi. Ef Vega- gerðin og Garðabær hafa klúðrað friðsamlegri lausn á máli og það er komið fyrir dómstóla – á lögreglan ekki að stuðla að eyðileggingu á náttúruverðmætum með því að fjarlægja og handtaka heiðarlegt fólk.“ AF NETINU Lúðrasveit Ohio-háskóla í Bandaríkjunum er engin venjuleg lúðrasveit. Yfir fjórar milljónir manna hafa nú skoðað myndband á Youtube þar sem sveitin líkir meðal annars eftir „tungl- gangi“ Michaels Jacksons í sérstakri 11 mín- útna syrpu tileinkaðri poppgoðinu sáluga. Með því að ganga eftir fyrirfram ákveðnum leiðum og blása í hljóðfærin um leið nær sveitin að láta sem goðið sjálft líði um íþróttaleikvanginn en alls taka 192 blásarar þátt. Syrpan var sett upp í hálfleik þegar ruðningslið Ohio-háskóla tók á móti liði frá Iowa. Myndbandið má skoða á Youtube með því að slá inn leitarorðið Ohio State Marching Band. Algengt er að lúðrasveitir eða svokallaðar „marching bands“ sýni listir sínar á ruðningsvellinum. Metnaðurinn í sýningum er þó ekki alltaf svona mikill. AFP Tunglganga Jacksons Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson fékk The Goslarer Kaiserring eða keisarahring þýsku borgarinnar Goslar í vikunni við hátíð- lega athöfn. Dómnefndin fór fögrum orðum um Ólaf og hans verk af þessu tilefni. Þá var tilkynnt í vikunni að Ólafur hlyti Eugene McDermott-verðlaunin sem MIT- háskólinn í Bandaríkjunum veitir. Verðlauna- féð nemur 100.000 dölum, um 12 milljónum króna, auk þess sem verðlaunahafinn fær vinnuaðstöðu í skólanum, sýningar eru kost- aðar á verkum hans og honum boðið að halda fyrirlestur. Verðlaunin eru veitt listamönnum sem þykja setja markið hátt og skara fram úr á sínu sviði. Í tilkynningu segir að listsköpun Ólafs nái að hafa áhrif á veruleikann og líf. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Gustavo Dudamel og Jeff Wall og I.M. Pei. Meðal þeirra sem fengið hafa keisarahring Gosl- ar eru Christo og Rosamunde Trockel. John Baldessari fékk hringinn á síðasta ári. AFP Ólafur heiðraður Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.