Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Þ
á verðum við að hittast í
dag, ég er að fara til
Króatíu í fyrramálið,“
segir Anna Pála Sverr-
isdóttir, formaður Sam-
takanna 78, þegar ég hringi til að
ámálga viðtal við hana. Hún hlær
þegar ég spyr hvort hún sé að fara
að njósna fyrir Lars Lagerbäck og
karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir
umspilsleikina umtöluðu. „Nei,
reyndar ekki,“ segir hún. „Það er
samt fyndið að þú skulir nefna
þetta því ég hef haldið með Króöt-
um á öllum stórmótum í knatt-
spyrnu síðan 1996 og er því svolítill
vandi á höndum núna.“
Hún skellir upp úr.
Beðin að útskýra þetta nánar
kveðst Anna Pála hafa viljað synda
á móti straumnum. „Það héldu allir
Íslendingar með Dönum á EM 1996
og mig langaði að velja mér annað
lið. Króatar voru mjög góðir á þess-
um tíma og svo léku þeir í
skemmtilega ljótum búningum. Svo
einfalt er það. Önnur tengsl hef ég
ekki við landið. Ég hef aldrei komið
til Króatíu áður og hlakka mikið
til.“
Tilgangur ferðarinnar er að
sækja þing Evrópudeildar alþjóða-
samtaka hinsegin fólks, ILGA Eu-
rope, í Zagreb. „Þingið leggst af-
skaplega vel í mig en ég hef einmitt
lagt áherslu á það sem formaður
Samtakanna 78 að auka samskipti
við systursamtök okkar í öðrum
löndum. Fram að þessu hefur að-
alkrafturinn farið í að berjast fyrir
réttindum samkynhneigðra hér
heima en nú er tími til kominn að
horfa út í heim. Víða er á brattann
að sækja. Nægir þar að nefna ríki
eins og Rússland, sem hefur verið í
sviðsljósinu að undanförnu, Íran og
Úganda sem er þróunarsamvinnu-
land Íslands. Baráttan stendur
hræðilega í þessum ríkjum,“ segir
Anna Pála þegar við höfum komið
okkur makindalega fyrir á kaffihúsi
í miðborginni síðar sama dag.
Mikið verk óunnið
Spurð hvort þessi áhersla sé til
marks um það að björninn sé unn-
inn hér heima segir Anna Pála svo
alls ekki vera. „Þvert á móti má
færa fyrir því gild rök að bakslag
sé komið í réttindabaráttu hinsegin
fólks á Íslandi. Ekki misskilja mig.
Við stöndum sannarlega betur að
vígi en hinsegin fólk í flestum öðr-
um löndum en umræðan í kringum
Gleðigönguna í sumar var til marks
um það að enn er mikið verk að
vinna. Sem frægt er fór gangan fyr-
ir brjóstið á einhverjum og umræð-
an sem fylgdi í kjölfarið var í meira
lagi athyglisverð. Fólki fannst það
allt í einu vera í fullum rétti þegar
það beraði fordóma sína í garð hin-
segin fólks og veittist að grundvall-
armannréttindum okkar. Andinn í
umræðunni var þessi: „Þið eruð
komin að þeim mörkum sem við
setjum ykkur. Hingað og ekki
lengra!“ Þetta er vitaskuld ekki
ásættanlegt. Hinsegin fólk mun
ekki unna sér hvíldar fyrr en það
nýtur fullra mannréttinda eins og
aðrir í þessu þjóðfélagi.“
Heildarmyndin er góð, að mati
Önnu Pálu. Mun auðveldara er fyrir
fólk að koma út úr skápnum á Ís-
landi í dag en fyrir tíu árum, að
ekki sé talað um fyrir þrjátíu árum.
Hún segir eigi að síður merkilega
mikið um það ennþá að fólk sé
hrætt við að taka þetta mikilvæga
skref. Slíkar sögur heyri hún nær
daglega í sínu starfi sem formaður.
„Sem betur fer njóta langflestir
góðs stuðnings þegar þeir koma út
úr skápnum, það á til dæmis við um
mig, en því miður ekki allir. Það er
mjög frelsandi að taka þetta skref
og lífið verður svo miklu betra á
eftir. Þess vegna hvet ég alla sem
eru tvístígandi að láta slag standa.
Það er hræðilega sorglegt þegar
fólk lokast inni í skápnum – jafnvel
áratugum saman.“
Minningardagur transfólks
Verst er staða transfólks. „Trans-
fólk mætir ennþá miklum for-
dómum hér á landi. Þar er mest
vinna framundan. 20. nóvember
næstkomandi höldum við minning-
ardag transfólks en rannsóknir í
Bandaríkjunum og víðar sýna að
sjálfsmorðstíðni er mjög há í þeirra
hópi. Að mínu mati liggur ábyrgðin
hjá samfélaginu, fræða þarf fólk og
gera þá kröfu að það mæti hverjum
og einum einstaklingi á hans for-
sendum. Það á engin manneskja í
þessum heimi að þurfa að biðjast
afsökunar á sinni kynhneigð eða því
að hún hafi fæðst í röngum líkama.“
Anna Pála viðurkennir að þessir
fordómar teygi anga sína víða, með-
al annars inn í hinsegin samfélagið.
Spurð um birtingarmynd þeirra for-
dóma segir hún hana ekkert öðru-
vísi en hjá gagnkynhneigðum.
„Sumum þykir hagsmunir trans-
fólks og tvíkynhneigðra ekki endi-
lega fara saman við hagsmuni sam-
kynhneigðra. Aðrir vilja taka
slaginn á sínum forsendum, berjast
einir. Að mínu viti eru það mistök.
Við eigum öll að vinna saman;
hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og
transfólk og þau sem skilgreina sig
á annan hátt en þessir stærstu hóp-
ar. Hönd í hönd. Þannig náum við
mestum árangri í okkar baráttu
fyrir sjálfsögðum mannréttindum
og brjótum upp staðalmyndir. Sam-
tökin 78 eiga að vera sem breiðust
regnhlíf.“
Hún talar raunar fyrir samstarfi
þvert á samtök. Þannig eigi hinseg-
in fólk til dæmis heilmargt sameig-
inlegt með femínistasamtökum.
Markmiðin séu keimlík.
Ekkert að því
að prófa sig áfram
Enda þótt skilningur á tvíkyn-
hneigð, ellegar þverkynhneigð, sé
að aukast, að mati Önnu Pálu, segir
hún þann hóp ennþá mæta for-
dómum. Þess sé krafist að hann
velji „lið“. „Þetta er auðvitað fráleitt
sjónarmið og lítilsvirðing gagnvart
þessu fólki og tilfinningum þess,“
segir hún. „Það er alltaf auðvelt að
tilheyra norminu og sleppa við að
skilgreina sig sem öðruvísi. Það er
samt sem áður enginn glæpur að
prófa sig áfram varðandi kyn-
hneigðina, frekar en ýmislegt annað
í þessu lífi og heldur ekki varðandi
kynvitund, sem er orðið sem er not-
að um upplifun transfólks.“
Anna Pála bendir á, að
starfræktur sé nýr hópur innan
Samtakanna 78 sem hefur það hlut-
verk að skoða mál þessa hóps sér-
staklega.
Anna Pála segir afar óheppilegt
að bakslag sé nú komið í rétt-
indabaráttu hinsegin fólks. Ekki sé
langt síðan þessir hópar hafi verið
beittir kúgun og órétti í samfélag-
inu og þess vegna komi umræða
eins og sú sem átti sér stað í
tengslum við Gleðigönguna illa við
marga. Fólk endurupplifi jafnvel
mikla erfiðleika og mótlæti.
„Brýnt er að gæta þess að þetta
bakslag verði ekki varanlegt. Ég
hef engan áhuga á því að vera for-
maður Samtakanna 78 í bakslagi.
Samtökin munu að sjálfsögðu halda
sínu striki og ekki láta draga sig
niður á það plan að fara að munn-
höggvast við fólk sem elur á for-
dómum. Ábyrgð fjölmiðla er mikil í
þessu sambandi og það verður að
segjast eins og er að þeir stóðu sig
misvel í umræðunni sem gaus upp í
tengslum við Gleðigönguna.
Kreddufull viðhorf fengu alltof mik-
ið vægi á sumum stöðum og maður
hafði á tilfinningunni að einhverjir
vildu frekar bjóða upp á krassandi
fyrirsagnir en miðla upplýsingum. Í
framhaldinu spratt allskonar fólk
upp á samskiptamiðlum og fékk út-
rás fyrir fordóma sína. Mikill við-
bjóður kom fram. Þetta var þungt
tímabil fyrir margt hinsegin fólk og
aðstandendur þess.“
Á sama tíma og þetta moldviðri
gekk yfir var tilkynnt um komu
bandaríska prédikarans Franklins
Grahams til landsins vegna Hátíðar
vonar en hann er meðal annars
þekktur fyrir andstöðu sína við
hjónaband fólks af sama kyni.
„Sú skoðun Franklins Grahams
að fólk af sama kyni megi ekki gift-
ast vegna þess að Biblían geri ekki
ráð fyrir því heldur ekki vatni. Ætti
að styðjast alfarið við Biblíuna í
mannlegum samskiptum yrði að
banna ansi margt. Það sem gerir
þessa afstöðu ennþá alvarlegri er sú
staðreynd að Graham hefur heil-
mikil áhrif og boðskapur hans elur
á fordómum og jafnvel ofbeldi í
garð hinsegin fólks víða, til dæmis í
Afríku, þar sem umsvif stofnunar
föður hans, Billys Grahams, eru
mikil. Í Afríku trúa margir því eins
og nýju neti að hægt sé að lækna
samkynhneigð. Þessa fáfræði þarf
að uppræta en ekki kynda undir
henni,“ segir Anna Pála.
Þegar Graham kom til landsins
segir hún augljóst að hann hafi tón-
að málflutning sinn vísvitandi niður
enda hafi hann gert sér grein fyrir
Ísland er engin
hinsegin útópía
Anna Pála í Gleðigöngunni í sumar.
Morgunblaðið/Ómar
BAKSLAG ER KOMIÐ Í RÉTTINDABARÁTTU HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI OG EKKI
VERÐUR VIÐ ÞAÐ UNAÐ. HERÐA ÞARF RÓÐURINN. ÞETTA ER ÁLIT ÖNNU PÁLU
SVERRISDÓTTUR, FORMANNS SAMTAKANNA 78, SEM SEGIR MÖRGUM HAFA
SÁRNAÐ UMRÆÐAN Í TENGSLUM VIÐ GLEÐIGÖNGUNA Í SUMAR. ANNA PÁLA
SEGIR TRANSFÓLK SÉRSTAKLEGA EIGA UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA OG AÐ BARÁTTU
HINSEGIN FÓLKS MUNI EKKI LJÚKA FYRR EN BÚIÐ VERÐI AÐ EYÐA FORDÓMUM
OG MISMUNUN Í ÞESS GARÐ – UM HEIM ALLAN.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Viðtal