Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Ferðalög og flakk H vað er öruggara í fjallaferðum en að vera með Fífl sér við hlið? Þá er ég ekki að tala um nein venjuleg fífl, heldur meðlimi í FÍFL, Félagi ís- lenskra fjallalækna. Þar í hópi eru sérfræð- ingar í öllum mögulegum greinum lækninga, þannig að verði fjallgöngumenn fyrir hnjaski eru þeir alltént í góðum höndum. „Þarna eru skurðlæknar, hjartalæknar, smitsjúkdómalæknar og augnlæknar. Allur er varinn góður. Samt er geðlæknirinn yfirleitt vinsælasti maðurinn í ferðum félagsins, ekki síst verði hópurinn innlyksa í fjallakofa í vondu veðri,“ segja Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augn- læknir sem eru í forsvari fyrir félaginu ásamt téðum geðlækni, Engilberti Sigurðssyni. Það var Gunnar Guðmundsson lungnalækn- ir sem stofnaði félagið í byrjun aldarinnar og átti hugmyndina að nafninu. FÍFL var þó fá- mennt fyrst um sinn. Árið 2005 flutti Tómas Guðbjartsson heim frá útlöndum og sýndi hann starfseminni strax mikinn áhuga. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á útivist, ekki síst fjallaferðum og meðan ég var læknanemi og unglæknir vann ég sem fjallaleið- sögumaður með erlenda ferðamenn,“ segir hann. Svakalegur meðvindur Tómas kveðst strax hafa fundið fyrir miklum áhuga innan stéttarinnar og jafnt og þétt fjölgaði í félaginu sem er nú með 150 manns á skrá. Þar af teljast á milli 40 og 50 virkir félagar. „Við fengum svakalegan meðvind. Áhugi á útivist hefur örugglega aldrei verið meiri en þessi síðustu ár og það hefur gefið FÍFL byr undir báða vængi,“ segir Tómas. Ólafur Már kom inn í félagið fljótlega á eftir Tómasi. Hann er líka forfallinn fjalla- maður, auk þess að vera liðtækur ljósmynd- ari og myndatökumaður. „Eftir að Óli kom inn í félagið þurfum við ekki lengur að lýsa því í orðum fyrir fólki hversu stórfenglegt það er að vera á fjöllum. Nú sýnum við bara myndirnar, m.a. á heimasíðu okkar www.fifl- .is. Þær margfalda áhrifin af frásögninni og eiga stóran þátt í vinsældum ferðanna,“ segir Tómas. FÍFL hefur staðið fyrir ferðum á fjölmörg fjöll gegnum tíðina, svo sem Herðubreið, Miðfellstind og Þverártindsegg. Venjulega er farið í stórar ferðir að vori og hausti og smærri ferðir þess á milli. Þá gengst félagið reglulega fyrir fjallafyrirlestrum í samvinnu við 66°N sem allt að eitt þúsund manns hafa sótt hverju sinni. Fyrsta Fíflið Ólafur Már og Tómas segja félagsmenn í stöðugri leit að nýjum áskorunum. Í maí á þessu ári fóru þeir á Sveinstind, annan hæsta tind landsins. Fáfarna leið sem Sveinn Páls- son læknir og náttúrufræðingur gekk fyrstur manna undir lok átjándu aldar. Spurðir hvort ekki megi með góðri samvisku kalla Svein fyrsta Fíflið kinka Ólafur Már og Tómas hlæjandi kolli. „Þetta þótti að minnsta kosti fífldjarft á þeim tíma,“ segir Tómas og bætir við að félagar þeirra á fjöllum séu farnir að kalla þetta „læknaleiðina“. Á þriðja tug Fífla fór á tindinn í frábæru veðri í vor og tók ferðin tæplega fimmtán klukkustundir í það heila. Aðalfundur FÍFL er vitaskuld haldinn á fjöllum, nánar tiltekið á Eyjafjallajökli. „Það fer eftir veðri hversu hratt aðalfundarstörf ganga fyrir sig,“ segir Ólafur Már sposkur. Spurður hvort ekki sé erfitt að eiga við fund- arskjölin þarna uppi svarar hann: „Það er eitthvað minna um skjöl á þessum fundum. Við erum aðallega með upplýsingarnar í koll- inum.“ Á síðasta aðalfundi var samþykkt að verða sér úti um búnað til að geta skipulagt ennþá stærri ferðir. Nóg að hafa farið til læknis Ekki eru bara læknar í FÍFL, heldur líka vinir og vandamenn. „Við skilgreinum vini og vandamenn mjög frjálslega,“ segja þeir og jafnvel mun vera nóg að hafa farið til læknis til að fá inngöngu. Fíflin eiga líka marga vini á fjöllum, svo sem Mammut-stelpurnar, eins og Ólafur Már og Tómas kalla þær. Þessir hópar slá stund- um saman í ferðir og mega læknarnir þá hafa sig alla við til að halda í við stelpurnar sem eru í fantaformi. Á ýmsu hefur gengið í ferðum FÍFL og Tómas rifjar upp sögu af því þegar áburður á skíðin gleymdist heima. Gerði það gönguna upp í móti á hæstu tinda Tindfjallajökuls mjög erfiða. „Einn í hópnum var nýbyrjaður á lágkolvetnafæði og sprakk strax í fyrstu brekkunni. En það var ekki bara fæðið sem klikkaði heldur festist snjór undir skíðum hans. Þá brugðum við á það ráð að bera smjörið af samlokunum okkar á skíðin, en hann mátti ekki neyta brauðmetis. Hann komst aftur af stað og rennslið á skíðunum var ótrúlegt. Þannig að samlokurnar komu að góðum notum.“ Eðli málsins samkvæmt fer ekki hver sem er á fjöll. Fólk þarf að vera í býsna góðu formi. Ólafur Már segir það ágætt viðmið að geta gengið á Esjuna án þess að það sé meiriháttar átak. Því betra sem formið er þeim mun skemmtilegri verður ferðin. Álitnir landverðir Fíflin eru merkt félaginu í bak og fyrir og merki félagsins eru fjallstindar sem líkjast hjartalínuriti. Brögð eru að því að erlendir gestir á fjöllum telji félagsmenn landverði þegar þeir líta merkið augum. „Við erum ekkert að leiðrétta það. Getum alveg tekið að okkur smá aukagæslu á hálendinu,“ segir Tómas brosandi. Spurðir hvort læknar séu meiri fjallamenn en aðrar stéttir segjast þeir halda það. „Læknar eru almennt duglegir að hreyfa sig,“ segir Ólafur Már og Tómas bætir við að útivist sé góð tilbreyting frá stressinu á spít- alanum. „Við höfum flestir búið erlendis lengi, í borgum eða skógum, og saknað íslenskrar birtu og náttúru,“ segir Ólafur Már. „Þess vegna fáum við útrás þegar við komum heim.“ FJALLBRATTIR LÆKNAR FÍFLdirfska á fjöllum FÍFL ER FÉLAGSSKAPUR FÓLKS SEM ANN ÚTIVIST OG GENGUR REGLULEGA Á FJÖLL. HEITI FÉLAGSINS VÍSAR HVORKI Í FÍFLAGANG NÉ FÍFLDIRFSKU HELDUR ER ÞAÐ SKAMMSTÖFUN FYRIR FÉLAG ÍSLENSKRA FJALLALÆKNA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Skíði um hásumar. Ólafur Már Björnsson í essinu sínu á Snæfelli. Við rætur Snæfells í júlí 2013. Dagný Heiðdal, Tómas Guðbjartsson, Ólafur Már Björnsson og Þóra Þórisdóttir. Nýjasta æðið hjá meðlimum FÍFL er fjalla- skíði og hefur áherslan að undanförnu verið á slíkar ferðir. Menn ganga upp fjallið á skíðunum með sérstök skinn undir þeim og lausan hæl. Síðan eru skinnin tekin undan, hællinn festur og rennt sér niður. Tómas og Ólafur Már segja að þetta sé um margt skemmtilegra en hefðbundin ganga, auk þess sem það dreifir álaginu á líkamann bet- ur en að trampa upp í móti. Það að ganga niður fjall getur líka farið illa með hné, eins og margir þekkja. „Að renna sér niður fjall á skíðum er eitt- hvert mesta frelsi sem hægt er að hugsa sér. Þarna eru engar raðir í brekkunum, enginn troðningur,“ segir Tómas. Þá gengur þessi ferðamáti eðli málsins samkvæmt hraðar fyrir sig. „Blessaður vertu, við erum oft komnir niður með kaldan bjór í hönd áður en þeir sem fara gangandi komast á tindinn,“ segir Tómas hlæjandi. Um miðjan júlí skíðuðu nokkur FÍFL nið- ur norðurhlíð Snæfells (1833 m) í Vatnajök- ulsþjóðgarði og fékk hópurinn dásamlegt veður. Ólafur Már og Tómas muna varla annað eins veður en þeir voru berir að ofan og á stuttbuxum alla ferðina. Einnig var far- ið á skíðum í Öskju og Kverkfjöll og Birnu- dalstind í Vatnajökli, enda óvenjumikill snjór. „Ég var sextán daga fyrir austan í sumar og hef aldrei lent í eins góðu veðri á Íslandi. Eins og veðrið var ömurlegt hérna fyrir sunnan,“ segir Tómas og Ólafur Már bætir við að það sé einstök tilfinning að pakka tjaldi, prímus og skíðum á miðju sumri. Þeir segja mikið leitað til þeirra út af fjallaskíðaferðum og áhuginn fari greinilega mjög vaxandi. „Því miður hefur búnaðurinn verið dálítið dýr,“ segir Tómas, „en það mun lagast með auknu framboði. Engu að síður teljum við fjallskíði hverrar krónu virði.“ Fjallaskíði nýjasta æðið Tómas Guðbjartsson í hlíðum Snæfells. „Að renna sér niður fjall á skíðum er eitthvert mesta frelsi sem hægt er að hugsa sér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.