Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 61
nóg heldur liðsfélagar hans líka. Leikurinn við Plzen var topp-
slagur um efsta sæti í B-riðli Evrópudeildarinnar og menn nýt-
ast ekki liðum sínum uppi í stúku. Nú var tími til að þroskast
og slaka kannski aðeins á, þökk sé íslenska dómaratríóinu.
Oftast brotið á honum
Nú er Costa allt annar. Hann reyndar rífur kjaft og talar mjög
niður til andstæðinga sinna. Er hálfgerður snillingur í að koma
andstæðingum úr jafnvægi með óvægnum athugasemdum en
skapið er allt annað. Hann lætur ekki lengur reka sig af velli
fyrir einhvern óþarfa. Hann hefur reyndar verið bókaður þrisv-
ar fyrir að taka smásyrpur inni á vellinum. Þá er oftast brotið á
honum af öllum leikmönnum La Liga-deildarinnar. Trúlega eru
90% af þeim brotum hefnibrot. 14 sinnum hefur Ronaldo fengið
aukaspyrnu það sem af er ári, Messi 10 sinnum en Costa 34
sinnum. Á síðasta tímabili fiskaði hann 14 gul og fjögur rauð á
andstæðinga sína, geri aðrir betur.
Ekki bara maraþonhlaupari
Einn maður sem naut góðs af því að vera frammi með Costa
var téður Falcao. Costa bjó til ógrynni af færum fyrir hann auk
þess sem varnarmenn andstæðinganna eyddu mestu púðri í að
reyna að þagga niður í framherjanum. Hann er hins vegar ekki
þessi týpíska falska nía sem er svo í tísku í fótboltaheiminum í
dag. Hann hleyp-
ur úr sér lungun
í hverjum leik og
berst þar til yfir
lýkur. En það má
samt ekki
gleyma að Costa
er góður í fót-
bolta. Hann er
ekki bara mara-
þonhlaupari með
mikið skap. Hann
er svo miklu
meira. Hann er
ábyggilega eini
framherji heims-
ins sem mælir
ekki árangur
sinn í skoruðum mörkum heldur hversu mikið varnarmenn hata
að spila á móti honum. Það er pínu sérstakt verður að segjast
en það er heldur ekkert venjulegt við Spánverja-Brassann
Diego Costa.
Spánn eða Brasilía?
Allt bendir til að Costa muni spila með Spáni frekar en Brasilíu
á HM næsta sumar. Það er Stóri Phil, Luiz Felipe Scolari,
stjóri Brassa, allt annað en kátur með, sem er svolítið kald-
hæðnislegt þar sem Scolari taldi bæði Pepe og Deco á að spila
fyrir Portúgal frekar en Brasilíu þegar hann stýrði landsliði
Portúgals. „Það eru öðruvísi dæmi því þeir voru aldrei í liði
Brasilíu. Mér finnst bara skrýtið að menn geti valið sér lands-
lið. Erum við á leiðinni aftur til sjöunda áratugarins þegar
Puscas og di Stefano spiluðu með Spáni en ekki sínum heima-
löndum?“ Vicente Del Bosque, þjálfara Spánar, langar að hafa
Costa í liðinu sínu og er alveg tilbúinn að fara í slag við Bras-
ilíu. Bæði lið vantar framherja. Brasilíumenn treysta á Fred, Jo
og Pato til að létta pressunni af Neymar og Spánverjar eiga
Torres. Sá dísilbíll fer nú vonandi að hitna eftir mörkin í Meist-
aradeildinni en hann er enginn Costa. Aðrir eru varla fram-
herjar – meiri tíur en níur –enda gæti Del Bosque vel spilað
leikkerfið 4-6-0.
Costa var orðaður við Liverpool en sagði nei og hélt tryggð við Atlético.
Kristinn Jakobsson veifar rauða spjaldinu á Costa.
Skjáskot/youtube
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61