Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingNærvera foreldra er lykilatriði í íþróttastarfi barna og gleðin ætti að vera í fyrirrúmi »23 E lísabet Margeirsdóttir, næringafræðingur og Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, eru for- fallnir hlaupagarpar. Bók þeirra Út að hlaupa gefur ýmis ráð og veitir upplýsingar um mat- aræði, búnað, styrktaræfingar, meiðsli, keppnishlaup og fleira. „Ég var nýlega farin að hlaupa og var að leita að upplýsingum út um allt. Netið er varasamt og ég vildi nota viðurkenndustu upplýsingarnar,“ segir Karen. Hún hafði verslað sér nokkrar handbækur um hlaup og velti því fyrir sér hvort það væri ekki tilvalið að þýða eitt- hvað af því þar sem skortur væri á góðum upplýsingum um hlaup hér á landi. „Ég komst að því að það þyrfti að staðfæra svo margt og taka aðstæður á Íslandi inní reikninginn. Mér fannst engin ein þýðing eiga nægilega vel við. Síðan var mér bent á Elísabetu, sem er mjög virkur og góður hlaupari og næringafræðingur að auki“. Elísabet hafði sjálf gengið með þá hugmynd í maganum að einhverntíma myndi hún miðla reynslu sinni að hlaup- urum, sérstaklega til ungra kvenna. „Niðurstaðan var að ráðast í það að gera alhliða bók sem hentar öllum, bæði byrjendum og þeim sem eru lengrakomnir og fengum til liðs við okkur nokkra sér- fræðinga og áhugamenn um hlaup,“ segir Elísabet. Ólíkir hlauparar Elísabet byrjaði að hlaupa fyrir um 10 árum síðan og bjóst ekki við því að hún kæmi til með að hlaupa mara- þon á þeim tíma en hún hefur marga fjöruna sopið í þeim bransa. Karen er hins vegar svo gott sem nýliði í íþróttinni en hún fór að hlaup aárið 2011 eftir að hún eignaðist þriðja barnið sitt. „Mér fannst ég ekki alveg nógu mikil skvísa,“ segir Karen og hlær. „Ég kom mér af stað á skíðavélinni í ræktinni og fékk þar hugrekkið til að nálgast hlaupabrettið. Einn daginn ákvað ég að prófa að fara út og fann hvað þessi útivera er mikils virði“. Stöllurnar hafa ólíka nálgun á hlaupið. Karen hleypur til að kúpla sig frá umhverfinu og halda sér í formi en Elísabet er meiri keppnismanneskja. „Ég hleyp kannski fjórum sinnum í viku núna en ég var frekar öflug í sum- ar. Þá hljóp ég nokkur ofurmaraþon, enda fékk ég mögulega að kenna á því seinna um sumarið,“ segir El- ísabet og hlær. „Ég geri þetta meira til að losa mig við stress og mýkja mig eftir vinnudag. Ég held að það sé ólík nálgun okkar beggja og gagnkvæm virðing fyrir hvor annarri sem hafi hjálpað okkur heilmikið,“ segir Karen og bætir við að mikilvægt sé að fólki líði vel þegar það hleypur því það sé ein aðalástæða fyrir því að drífa sig af stað. „Bókin veitir manni hvatningu og hugmyndir að því að gera hlutina fjölbreytta“. Karen og Elísabet eru sammála um að útiveran og frelsið sem fylgir því að fara út að hlaupa sé ómetanlegt. Morgunblaðið/Kristinn EITT SKREF Í EINU Forfallnir hlaupa- garpar ELÍSABET OG KAREN UNNU SAMAN Á FRÉTTASTOFU STÖÐVAR 2 EN KYNNTUST EKKERT AF VITI FYRR EN HLAUPIÐ SAMEINAÐI ÞÆR. ÞÆR GÁFU NÝLEGA ÚT BÓKINA ÚT AÐ HLAUPA SEM ER LEIÐARVÍSIR FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Lengsta vegalengd sem þú hefur hlaupið? Karen: Run Keeper segir að það séu 45 kílómetrar en það er ekki löggilt hlaup. Lengsta löggilta hlaupið er hálf- maraþon. Elísabet: Það eru 120 km í frönsku Ölpunum. Uppáhaldshlaupaleið? Karen: Mér finnst dásamlegt að hlaupa í Heiðmörk og við Þingvelli. Þá er mjög gaman að segja frá gömlu Lyngdals- heiðinni. Elísabet: Reykjadalurinn Skemmtilegast við að hlaupa? Karen: Útiveran og það hvað öll heimsins vandamál og leið- indi virðast gufa upp og allt verður betra við hvern kílómetra. Elísabet: Frelsið sem fylgir því að geta hlaupið. Undarlegasta hlaupaleið sem þú hefur farið? Karen: Mér dettur ekkert í hug eins og er. Elísabet: Þegar ég tók þátt í utanvegahlaupi á Kanarí- eyjum og við hlupum um gamlan árfarveg. Skemmtilegasti hlaupafélaginn? Karen: Það fer eftir stund og stað. Skemmtilegt fólk er alltaf dásamlegt, annars er iphone-síminn félagi sem klikkar ekki. Hann getur bæði spilað góða tónlist og haldið utan um hlaupin. Elísabet: Margir frábærir en Helga Þóra Jónasdóttir er skemmtilegust. Draumaborgin fyrir maraþonhlaup? Karen: Ég myndi segja Berlín. Elísabet: Ég væri til í að ferðast til Japans og taka þátt í Tókýó-maraþoninu. Spurt og svarað...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.