Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 23
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Körfuboltaþjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson fjallaði í vikunni umhóp fullorðinna einstaklinga sem öskruðu á 11 ára gamalt barn tilað trufla það á íþróttakappleik. Því miður er slík hegðun ekkert
einsdæmi og undirritaður heyrir reglulega sögur í svipuðum dúr. Í upp-
hafi ársins kom t.d. upp mál þar sem foreldri gerði lítið úr 10 ára stúlku
fyrir að nota sérstök íþróttagleraugu í hand-
boltaleik. Þrátt fyrir að flestir hafa vit á því að
ganga ekki svona langt þá er gott að rifja upp
hvaða hlutverki foreldrar eiga að gegna við
íþróttaiðkun barna.
Barnaíþróttir eru skilgreindar fyrir börn 12
ára og yngri. Það þarf varla að taka fram að
það er ekki við hæfi að foreldrar öskri niðrandi
athugasemdir til að brjóta niður börn sem eru
að taka sín fyrstu skref í heimi íþróttanna.
Hlutverk foreldra er fyrst og fremst að veita
barninu nærveru og hvatningu. Nærvera for-
eldra er lykilatriði fyrir íþróttaiðkun barna og margir unglingar sem
flosna upp úr íþróttastarfi nefna lítinn stuðning foreldra sem ástæðu
fyrir brottfalli.
Vellíðan barna á íþróttaæfingum er lykill að árangri, jafnt í íþróttum
sem og félagslegum. Ganga þarf úr skugga um að barninu líði vel, að
gleði ráði för og að iðkunin sé byggð á áhuga barnsins. Foreldar styðja
barnið sitt best með því að vera jákvæðir og áhugasamir gagnvart
íþróttaiðkun þess og börnin verða að finna fyrir því að þau standi ekki
ein.
Spurningar eins og „var gaman?“ er lykilspurning sem allir foreldrar
ættu að temja sér. Spurningar á borð við „skoraðir þú mörk?“ eða „náð-
irðu að sigra?“ eru ekki uppbyggjandi og ekki til þess fallnar að byggja
barnið upp sem iðkanda til frambúðar. Sigrar og sérstök afrek eru ekki
aðalatriðið í íþróttaiðkun barna, þeir þættir koma inn síðar. Slíkar
spurningar geta þvert á móti valdið barninu vanlíðan og sent því röng
skilaboð, jafnvel þó að barnið svari slíkum spurningum játandi.
Sumir foreldrar brjóta börn niður andlega með ósæmilegri hegðun á
íþróttaviðburðum. Aðrir brjóta niður íþróttaáhuga barna ómeðvitað.
Morgunblaðið/Kristinn
AÐ BRJÓTA
NIÐUR BÖRN
Heilbrigt líf
JÓN HEIÐAR
GUNNARSSON
Liðsfélagarnir kalla hana Hröbbu og hún er landsþekkt
fyrir afrek sín á handboltavellinum. Hún er lands-
leikjahæsti og markahæsti leikmaður kvennalandsliðs-
ins í handknattleik frá upphafi.
Hversu oft æfir þú á viku?
Fimm sinnum.
Hvernig æfir þú?
Yfirleitt 90 mínútna handboltaæfingar og oft mikið
tempó á æfingum. Svo lyftum við einu sinni í viku yfir
keppnistímabilið, mun oftar á undirbúningstímabili.
Henta slíkar æfingar fyrir alla?
Nei, ekki þá sem hafa ekki áhuga á handbolta.
Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað?
Æfa aukalega ef þeir ætla að ná árangri. Huga vel
að sálræna þættinum og umfram allt vera góður félagi
sem allir vilja hafa í liðinu sínu.
Hver er lykillinn að góðum árangri?
Að vera hluti af góðri liðsheild.
Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið?
Hef ekki hugmynd um það en mun seint verða
langhlaupari þar sem mér finnst einstaklega
leiðinlegt að hlaupa án bolta. Ég mun pottþétt
finna mér eitthvað annað að gera en hlaupa
eftir að ferlinum lýkur.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig
meira?
Að finna sér eitthvað skemmtilegt að
gera og fyrir svona félagsverur eins og mig
að finna sér einhvern skemmtilegan hóp
til að stunda hreyfingu með.
Líður þér illa ef þú færð ekki reglu-
lega útrás fyrir hreyfiþörfina?
Get sem betur fer slakað vel á inn
á milli en get ekki verið lengi án
hreyfingar og þarf helst alltaf að
finna eitthvað að keppa í. Get nán-
ast keppt í öllu.
Hvað er það lengsta sem hefur
liðið á milli æfinga hjá þér?
Það eru einhverjir mánuðir þeg-
ar ég var ólétt og nýbúin að eiga.
Hvernig heldurðu þér í formi
þegar þú ferð í frí?
Misjafnt. Undanfarin ár hef ég
glímt við álagsmeiðsl í hásinum
þannig að ég hef þurft að taka mér
frí inn á milli en þá tekur smátíma
að komast í gott stand aftur. Ann-
ars hef ég yfirleitt haldið mér í
standi með styrktarþjálfun.
Ertu almennt meðvituð/ur um
mataræðið?
Já, það hefur orðið mikil vit-
undarvakning varðandi mataræði
íþróttamanna, man ekki eftir að mataræði hafi verið
mikið rætt á mínum yngri árum.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi?
Ég er með frábæran danskan kokk í vinnunni, hana
Jytte, sem eldar svakalega góðan og hollan mat þannig
að ég stóla bara á hana.
Hvaða óhollustu ertu veik fyrir?
Er ekki allt gott í hófi? Líka súkkulaði?
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið?
Ekki fara út í öfgar.
Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig?
Nauðsynleg fyrir vellíðan.
Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik?
Hef nánast aldrei misst af leik allan minn feril, þeir
eru allavega mjög fáir.
Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur
orðið fyrir?
Ég er einstaklega lagin við að meiða mig í svefni og
vakna með furðulegustu meiðsl eins og að geta alls
ekki lyft upp hendinni eða varla stigið í fótinn en
þau hafa sem betur fer lagast mjög fljótt aftur.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfing-
ar?
Að vera að gera eitthvað allt annað en að
æfa.
Hver er besti samherjinn?
Get ekki nefnt einhverja eina þar sem mjög
margar koma upp í hugann. Hef verið mjög
heppin með samherja í gegnum tíðina.
Hver er fyrirmynd þín?
Mamma mín, sem er ofurkona.
Held í alvöru að það sé ekki til
duglegri kona í öllum heiminum.
Hver er besti íþróttamaður
allra tíma?
Jordan.
Skemmtileg uppá-
koma?
Gleymi seint þeg-
ar ákveðinn leik-
maður mætti
nakinn með fötin
sín í fanginu í lobbý-
ið á hótelinu sem við
vorum á í landsliðsferð
eftir að hafa verið gómuð að
næturlagi í lauginni. Ég hló
mjög mikið þá.
Skilaboð að lokum?
Settu þér markmið og náðu þeim, aldr-
ei gefast upp.
KEMPA VIKUNNAR HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR
Jytte sér um holla matinn
Morgunblaðið/Golli
Með því að borða heilkornsvörur, fremur en vörur úr fínunnu mjöli,
geturðu dregið úr líkum á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Heilkorn
inniheldur mikið af trefjum, vítamínum og steinefnum. Það er mett-
andi, gott fyrir meltinguna og heldur maganum í jafnvægi.
Heilkorn er hollara * „Forfeður þínir hefðu ekkiborið kennsl á ýmsarmatvörur nútímans, forðastu
slíkar vörur.“ – Michael Pollan.