Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 15
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 * Ég reyni alltaf aðskrifa bækur mínarþannig að eitthvað sé í húfi fyrir sjálfan mig sem höfund. Ég reyni að feta nýjar slóðir og vinna með viðfangsefni sem er ekki alveg sjálfsagt að fjallað sé um og nýti bókmenntalega aðferð sem er ekki of auðveld. inu. Í þessari aðalpersónu eru ýmsir þræð- ir sem byggjast á raunverulegu fólki og raunverulegum atburðum. Ég hafði lengi verið að leita að tækifæri til að skrifa um þetta þrennt: spönsku veikina, bíómenningu á fyrstu árum kvikmyndarinnar í Reykjavík og líf samkynhneigðra hér á landi. Ég fór að leita að persónu sem ég gæti sett inn í einhvern af þessum heimum. Á þessum tíma var ég að lesa indverska skáldsögu sem heitir Life Apart eftir indverskan höf- und, Neell Mukherjee. Í þeirri bók er sam- kynhneigður strákur og allt í einu áttaði ég mig á því að sagan sem ég vildi skrifa myndi virka ef persóna mín væri samkyn- hneigð. Allir þessir þrír heimar tóku að smella saman og aðalpersónan fór að synda eins og fiskur í vatni í söguefninu. Í jafnhrikalegu sögusviði og Reykjavík á dögum spænsku veikinnar skiptir miklu máli að vera með persónu sem er fulltrúi lesenda í þeim hryllingi og leiðir þá í gegnum draugahúsið. Samfélagið hefur hafnað þessum dreng þannig að hann verð- ur ekki fyrir sama áfalli og aðrir þegar þetta sama samfélag fer að gliðna og molna. Einmitt þetta gaf mér tækifæri til að skoða þennan tíma og hrikaleg örlög bæjarbúa úr fjarlægð um leið og dreng- urinn tengist öllum helstu atburðum þess- ara daga.“ Þegar bók eftir þig er nýkomin út kvíð- irðu þá viðtökum? „Ég hef alltaf haft gaman af því að stíga fram og kynna það sem ég er að gera. Ég lít á bækurnar sem eins konar gjörning. Fyrstu vikurnar eftir að bókin kemur út greinir maður ekki algjörlega á milli sjálfs sín og bókarinnar og er þess vegna örlítið kvíðinn og spenntur. Ef maður væri það ekki þá væri það eins og leikari sem miss- ir sviðskrekkinn og um leið er ekkert und- ir. Ég reyni alltaf að skrifa bækur mínar þannig að eitthvað sé í húfi fyrir sjálfan mig sem höfund. Ég reyni að feta nýjar slóðir og vinna með viðfangsefni sem er ekki alveg sjálfsagt að fjallað sé um og nýti bókmenntalega aðferð sem er ekki of auðveld. Þetta er eins og loftfimleikamaður sem sleppir rólunni og reynir að grípa í hendur samstarfsfélagans. Það er hins veg- ar ekki fyrr en um það bil hálfu ári eftir að bókin er komin út sem maður veit hvort manni hafi tekist að grípa í hendur félagans eða hvort maður er að falla niður í hart gólf sirkustjaldsins.“ Mánasteinn er stutt bók og snörp. Leit- astu yfirleitt við í verkum þínum að segja sem mest í sem fæstum orðum? „Hver bók velur sér sitt form, bæði stærð og frásagnarmáta. Þessi saga vildi segja sig í fáum orðum og knöppu máli. Mér hefur stundum fundist að því stærra sem viðfangsefnið er þeim mun meira spennandi er að þjappa því saman. Stór tíðindi segir maður alltaf í sem fæstum orðum.“ Ódýrir sendiherrar Þú ert forseti Íslandsdeildar PEN- samtakanna, alþjóðasamtaka rithöfunda, en þing samtakanna var nýlega haldið hér á landi. Skipti það máli að þingið var á Ís- landi? „Það skipti máli því þarna var vakin at- hygli á því máli sem PEN stendur fyrir, sem er tjáningarfrelsið í öllum sínum myndum. Þeim tilfellum fer fjölgandi þar sem rithöfundar, blaðamenn, bloggarar og söngvaskáld eru fangelsuð fyrir orð sín og sumir jafnvel teknir af lífi. Þetta er óþol- andi ástand fyrir alla þá sem unna lýðræði og skoðanafrelsi. Þessi mál voru rædd í Reykjavík í viku og Íslendingar heyrðu óminn af þeim umræðum. Það að þingið var haldið hér á landi rennir líka styrkari stoðum undir PEN-félagið á Íslandi sem er ekki stór hópur en góður og reynir að leggja sitt af mörkum til þessara mála.“ Nú eru niðurskurðartímar, hvaða áhrif heldurðu að niðurskurður til menningar- mála muni hafa fyrir listamenn og sam- félagið? „Ég tel að það sé mjög misráðið að skera niður í menningu vegna þess að hún er ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Í nokkur hundruð ár höfum við Íslendingar í krafti menningarlegrar auðlegðar gert til- kall til að sitja við sama borð og aðrar þjóðir í heiminum og til að svo verði þarf að styðja sæmilega við menningu. Það hef- ur lengi verið skilningur á nauðsyn þessa, samanber að rithöfunda- og listamannalaun eru 130 ára gamalt fyrirbæri á Íslandi. Þegar ég var að vinna að þessari nýju bók, sem gerist árið 1918, árið þegar Ís- land varð fullvalda ríki, las ég mér til um aðdragandann að fullveldisstofnuninni og samningaviðræðurnar sem áttu sér stað milli Íslendinga og Dana. Það var greini- legt í máli íslensku samningamannanna að þeir litu á menningu og menntun sem eitt af mikilvægustu málunum í samninga- viðræðunum og reyndu að tryggja að höf- undarréttur íslenskra listamanna og réttur þeirra til að starfa í Danmörku væri virtur og yrði óskertur eftir fullveldið. Þegar kemur að niðurskurði til lista hef ég áhyggjur af stöðu landsins frekar en stöðu einstakra listamanna eða einstakra listgreina. Fram að hruni nutum við góð- vildar umheimsins en glötuðum henni síðan. Ein meginástæðan fyrir því að okkur hefur tekist að endurheimta þá góðvild eru hinir ódýru sendiherrar sem íslenskir listamenn eru. Fjöldi rithöfunda, tónlistarmanna, kvik- myndargerðarmanna, dansara og leiklist- arfólks er á stöðugum ferðum um heiminn og flytur þau skilaboð að hér búi velviljað siðmenntað fólk sem er skapandi og gef- andi. Íslenskt menningarstarf hefur sýnt umheiminum að vandræðin hér á landi voru tímabundin og ekki eigi að dæma alla þjóðina út frá hruninu heldur beri að meta hana af þeim gjöfum sem íslenskir lista- menn færa heiminum. Bókamessan í Frankfurt sannaði til dæmis á glæsilegan hátt að við erum menningarþjóð. Í menn- ingunni eru engir að gera það sama, þar er stöðugt verið að skapa eitthvað nýtt. Engin þjóð kemur sér upp menningu á stuttum tíma. Menning verður til á löngum tíma og ef hún glatast þá tekur önnur þús- und ár að skapa nýja menningu.“ Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.