Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaArnar segir gott sparnaðarráð að kunna að segja nei við sjálfan sig endrum og sinnum
Þessi misserin er Arnar Þór Kristjánsson með
annan fótinn í Bandaríkjunum þar sem hann
stundar nám í hreyfimyndagerð og hinn í
Reykjavík þar sem hann vinnur sem versl-
unarstjóri til að framfleyta sér í náminu. Hann
segist vera of mikill nirfill til að reykja.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Ég deili íbúð með pabba og bróður mínum.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum
Við pössum að eiga alltaf hefðbundnu mat-
vælin: brauð, egg, salt, pipar og mjólk (bæði
kúamjólk og hrísmjólk). Svo má reyndar ekki
gleyma skyldueign íslenska heimilisins; tor-
tillakökum.
Hvað fer fjölskyldan með í mat og
hreinlætisvörur á viku?
Mjög misjafnt. Heimilismenn haga sínum inn-
kaupum hver í sínu lagi fyrir utan nauðsynja-
vörur eins og egg og brauð. Fimmtán þúsund
krónur vikulega í mesta lagi. Það bætist svo
við það sem er eytt í máltíðir utan heimilisins
(við erum uppteknir menn).
Hvað er það sem freistar þín
helst í matvörubúðinni?
Ég er mjög veikur fyrir flestum kjöt- og fiski-
vörum, sérstaklega krydduðu grillkjöti og
plokkfiski. Svo á ég til að vera helst til gráð-
ugur í bakaríinu/kökuhillunum og nammideild-
inni.
Hvernig sparar þú
í heimilishaldinu?
Ég er nískur á réttu stöðunum. Ég drekk lítið
áfengi, yfirleitt bara bjór, og er of mikill nirfill
fyrir reykingar. Svo kaupi ég líka föt aðallega á
útsölum og flóamörkuðum. Það skilar sér í því
að ég á t.d. oftar lausapening en ella, eins og
fyrir t.d. bíómiðum, tónleikum og ég get leyft
mér fleiri hamborgara og kaffihúsaferðir.
Hvað vantar helst á heimilið?
Peningaskáp. Ef peningarnir fylgja með er það
ekki verra.
Eyðir þú í sparnað?
Já, það er nokkuð sem ég neyðist til að gera,
þótt svo ég sé alltaf að reyna að gera betur. Ég
hef haft það fyrir vana að leggja a.m.k. 25% af
mánaðartekjum eftir skatta í einhvers konar
sparnað í banka. Núna og næstu mánuði legg
ég svo 50-60% af laununum mínum eftir skatta
í sparnað fyrir skólavistinni úti, sem er ekki
ókeypis.
Skothelt sparnaðarráð?
Vera meðvitaður um eyðsluna, t.d. safna kvitt-
unum fyrir öllum innkaupum yfir vissri upp-
hæð, fylgjast með hverri krónu og vera tilbú-
inn að segja nei við sjálfan sig endrum og eins.
Skera niður þar sem hægt er að skera niður.
Það fer allt á útsölu einhvern tímann.
ARNAR ÞÓR KRISTJÁNSSON TEIKNARI
„Það fer allt á útsölu
einhvern tímann“
Arnar þarf að leggja mikið fyrir til að fjármagna
námið sitt vestanhafs.
Aurapúkinn er mikið jólabarn en
samt um leið hagsýnn og spar-
samur. Hann áttaði sig snemma á
því að það er ekkert sniðugt að
gefa, eða þiggja, of margar gjafir.
Raunar lýsir það tillitssemi og
þroska á krepputímum að færa
jólagjafakaupin í tal við vini og ætt-
ingja og sammælast um að sleppa
gjafakaupunum. Margir hafa mun
þarfari hluti við peningana að gera
en að eltast við gagnkvæmar jóla-
gjafaskyldur.
Síðan gerir Púkinn allranánustu
ættingjum og maka, sem taka ekki í
mál að sleppa gjöfinni, þann greiða
að semja óskalista. Þannig tryggir
púkinn að hann fái í jólagjöf eitt-
hvað sem hann raunverulega þarf
og vill, og tryggir líka að gefandinn
þarf ekki að eyða of miklum tíma
eða peningum í að gleðja Púkann
þegar kemur að því að opna pakk-
ana á aðfangadagskvöld.
púkinn
Aura-
Samið um
jólaútgjöldin
M
argir eiga sér þann draum að eignast hraðskreiðan sportbíl,
búa í glæsilegu húsi og geta látið eftir sér spennandi ferðalög
á framandi slóðir. Sumir sjá jafnvel í hillingum að eiga eins
og eitt íþróttalið líkt og milljarðamæringarnir sem skrifað
er um í blöðunum.
En hvað kostar draumurinn? Og hvað þarf
mikið til að láta villtustu draumana
rætast?
Fjármálaritið Forbes skoðaði
þessi mál á dögunum. Niðurstöð-
urnar eru áhugaverðar, og sumum
gæti þótt það sláandi að uppgötva bæði
hvað lífsstíll fólks getur breyst með því að
bæta einu núlli fyrir aftan tekjurnar, og
eins hvað lífsstíll hinna ríku og frægu
getur virst langt utan seilingar fyrir
venjulegan launamann.
Öðrum getur þótt gott að fá skýrari
mynd af hvað þarf til svo að veraldlegu
draumarnir rætist. Eða hvernig
er hægt að ná markmiðunum án
þess að vita hvar marklínan ligg-
ur? Eru ekki draumarnir eitthvað
sem við eigum að stefna að?
Margt hægt fyrir milljón dali
Forbes fær út að fyrir milljón dali, um
120 milljónir króna, sé hægt að hafa
það nokkuð gott. Einbýlishús á
ágætum stað í Flórída kostar u.þ.b.
40 milljónir króna og fyrir afganginn
af auðnum mætti kaupa Tesla Mod-
el S lúxusbíl, lítinn skemmtibát, ör-
litla eyju lengst úti í Kyrrahafi, fast
sæti á góðum stað á leikvangi Dall-
as Cowboys og 25 klst. flug í einka-
flugvél, með klink afgangs til að fara
í eyðimerkurferðalag í Marokkó.
En með 10 milljónir dala í bank-
anum, 1.200 milljónir króna, verða valkostirnir enn áhugaverðari. Fyrir
þá fjárhæð mætti kaupa veglegt hús í Kaliforníu, Lamborghini-sportbíl í
bílskúrinn, smásnekkju, eyju í Belize, Cessnu-flugvél, svítu hjá New York
Yankees í eitt leiktímabil og fjármagna eitt stöðugildi hjá góð-
gerðarsamtökum.
Með nokkra milljarða
Við 100 milljóna dala markið, 12.000 milljarða
króna, er fátt sem ekki er hægt að eignast.
Léttur leikur er að kaupa tvö einbýlis-
hús af bestu gerð á eftirsóttum stöð-
um í Bandaríkjunum, eignast Bugatti
Veyron ofursportbíl á litlar 312 millj-
ónir króna, meðalstóra snekkju á
milljarð, og Learjet 45 einkaþotu á
1,4 milljarða – en ekki hvað.
Að kaupa paradísareyju rétt hjá Ba-
hamaeyjum er leikandi létt fyrir „litl-
ar“ 430 milljónir og lítið banda-
rískt hafnaboltalið í annarri deild
ætti ekki að kosta nema 900 millj-
ónir króna Á góðgerðarsviðinu er
hægt að setja mark sitt á heila borg
eins og Barry Diller og Diane Von
Furstenbeg sem létu 35 milljónir
dala, 4,2 millarða króna, af hendi
rakna til High Line-garðsins í
New York.
Upptalning Forbes heldur
áfram upp í 500 milljónir, milljarð og
10 milljarða dala, en þegar komið
er út í slíkar öfgar fara aukanúllin
að skipta litlu séð frá sjónarhóli
okkar meðal- og lágtekjufólksins
á jörðu niðri. Húsin verða bara
stærri og dýrari, káetunum og
þyrlupöllunum fjölgar á snekkj-
unni, og hægt að koma fleiri far-
þegum fyrir í einkaþotunni.
SPORTBÍLINN, HÚSIÐ OG BÁTURINN KOSTA SITT
Hvað kostar að láta alla
draumana rætast?
HVAÐ ER HÆGT AÐ LEYFA SÉR MEÐ MILLJARÐ KRÓNA TIL AÐ EYÐA? FORBES SKOÐAÐI Á DÖGUNUM
HVAÐ HÆGT ER AÐ KAUPA ÞEGAR MENN ERU KOMNIR Í HÓP MEÐ MILLJÓNA- OG MILLJARÐAMÆRINGUM HEIMSINS.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Sumum getur þótt niðurdrepandi og öðrum hvetjandi að sjá hvað kostar
að lifa eins og rika og fræga fólkið. Blessunarlega eru peningar ekki allt.