Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 16
*Ferðalög og flakkFélag íslenskra fjallalækna FÍFL lifir góðu lífi og andar reglulega að sér fersku fjallalofti »18 Haustið er skemmtilegasti árstíminn í New York. Veðrið minnir á íslenskt sumar, trén í Central Park skipta litum og um leið fer að lifna yfir leikhúsunum. Hér starfa ég hjá The Araca Group, sem framleiðir bæði leikrit og söngleiki á Broad- way. Um þetta leyti árs byrjum við að spá og spekúlera í þeim sýningum sem stendur til að frumsýna á nýju leikári, hvaða stykki eru líkleg til vinsælda og hverjir munu keppa um Tony-verðlaunin í vor. Í ár höfum við veðjað á Betrayal eftir Harold Pinter með Daniel Craig og Rachel Weisz í aðalhlutverkum. Það verður frumsýnt um helgina og ég er spennt að sjá hvernig til tekst. Þar að auki hlakka ég til að halda upp á tíu ára afmæli söngleiksins Wicked á hátíðarsýningu hinn 30. október. Þá munu listrænir stjórnendur, leikarar, framleiðendur og aðrir aðstandendur sýningarinnar koma saman og ég er viss um að stemningin í salum verður mögnuð þegar græna nornin fer á flug. Kveðja, Elín Sigríður Eggertsdóttir. Það er ekki síður fallegt í Central Park á haustin. Wicked verður 10 ára um helgina. Haust á Broadway PÓSTKORT F RÁ NEW YO RK „Það er eiginlega menningin, þ.e. fólkið, hvernig það býr, maturinn og ekki síst sagan þarna sem er svo merkileg,“ segir Lilja spurð að því hvað hafi upphaflega heillað hana við Möltu. Brúðkaupsferðin þeirra Ragnars var ekki fyrsta ferð þeirra hjóna til eyjunnar en fyrir nokkrum árum vann Ragnar þar um tíma. Hann hafði síðan kynnt Lilju fyrir eyjunni í styttri ferð og skipti engum togum að hún heillaðist af staðnum. Þegar kom að því að velja áfangastað fyrir brúðkaupsferð síðastliðið sumar, ákváðu þau að skella sér aftur til eyjarinnar. Lítil eyja og þéttbýl Að sögn Lilju hentar Malta sérlega vel til ferðalaga á heitari slóðir á þessum tíma árs, þ.e. um hásumar. Þótt hitinn haldist í kringum 30 gráður flesta daga er alltaf svolítil hafgola, sem kemur í veg fyrir að hitinn verði óbærilegur. Þau Ragnar flugu í gegnum Lundúnir en þaðan er tæplega þriggja klukkustunda flug til eyj- arinnar. „Þetta er samt ekki svo mikið ferðalag og alveg þess virði, enda eyjan lítil og maður tiltölulega fljótt kominn upp á hótel af flugvellinum,“ segir hún. Má með sanni segja að Malta sé lítil en eyjan er aðeins 316 km2. Tekur einungis einn dag að ganga yfir hana þvera á langveginn sem er 27 km, og enn styttri tíma að fara 14 kílómetrana á þverveginn. Þar búa hins vegar ríflega 400 þúsund manns, auk þess sem ferðamenn eru um ein og hálf milljón ár hvert. „Þú finnur samt ekki fyrir troðningi, eins merkilegt og það nú er, hvorki í umferð- inni, á ferðamannastöðum eða annars staðar,“ segir Lilja. Þess má hins vegar geta að umferð heimamanna getur oft verið æði skrautleg en Möltubúar eru m.a. þekktir fyrir „heimagerðar“ umferðarreglur sínar. Er gott að hafa þetta í huga, standi til að leigja sér far- artæki. Þá er líka vinstri umferð þarna líkt og í Bret- landi. Siglt, snorklað og snætt Fjölmargt er að sjá og gera á Möltu. Að sögn Lilju leigðu þau Ragnar sér t.d. vespu og óku um alla eyjuna. Tekur um 1,5 klukkustundir að aka hringinn í kringum hana. Gaman er að staldra við, ýmist við strendur eða fornminjar, til að snorkla eða jafnvel synda með höfr- ungum. Þá er líka skemmtigarðinn Popeye Village, til heiðurs Stjána Bláa, þar að finna. Lilja segir líka al- gengt að fólki fari í siglingar til nærliggjandi eyja eða leigi sér jafnvel bát, ýmist með skipstjóra eða ekki, í mislanga túra. Þetta gerðu hjónin og var m.a. siglt meðfram fögrum ströndum og inn í afviknar víkur, þar sem synt var í land og borðað á grófum en frábærum veitingastað. „Maturinn á Möltu er algjört lostæti og hreint ekki dýr miðað við gæði og verð víða annars staðar,“ segir hún. Matarhefð heimamanna einkennist m.a. af sjávarfangi og öðrum réttum í anda Miðjarð- arhafsins. Fjölmörg góð hótel og veitingastaði er að finna á Möltu og eins nærliggjandi eyjum. Gaman er líka að rölta um fornar slóðir, ekki síst gamla bæinn í höfuð- staðnum Valletta, þar sem er eins og maður hafi farið aftur í tímann. Þar má sjá virki og rústir frá tímum krossfara og gamlar göngugötur, enn iðandi af lífi. Gömul sandsteinshús, sem enn er búið í, prýða þar göt- urnar. Þrátt fyrir hrörlegt ytra byrðið er þar oftar en ekki glæsihýsi að finna fyrir innan. „Fólkið þarna er yndislegt, allir svo hjálpsamir og yfirhöfuð liðlegir. Maður upplifir sig mjög öruggan og bara svo velkominn,“ segir Lilja. Þess má geta að enska er annað tveggja opinberra tungumála á eyjunni. Bætir Lilja að endingu við að þau hjónin gætu vel hugsað sér að snúa aftur til Möltu með börn sín einn daginn enda eyjan kjörinn áfangastaður fyrir fjölskyldur, rétt eins og brúðhjón. BRÚÐKAUPSFERÐ Í MIÐJARÐARHAFINU Einstök menning og matur á Möltu MIÐJARÐARHAFIÐ HEILLAR MARGA OG HAFA ÓFÁIR ÍSLENDINGAR FERÐAST TIL LANDA Á BORÐ VIÐ ÍTALÍU, SPÁN OG GRIKKLAND. FÆRRI HAFA HINS VEGAR LAGT LEIÐ SÍNA TIL EYJUNNAR MÖLTU EN ÞAR ER EINNIG FJÖLMARGT AÐ SJÁ OG GERA. HJÓNIN LILJA BJÖRK OG RAGNAR FÓRU ÞANGAÐ Í BRÚÐKAUPSFERÐ SÍÐASTLIÐIÐ SUMAR. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Horft yfir sundlaugargarðinn á hótelinu sem hjónin dvöldust á í bænum St. Juli- ans. Þaðan sést víða til nærliggjandi svæða. Við höfnina í Valletta. Óvíða er byggð jafn þétt og á Möltu. Á Zest Restaurant, einum af uppáhalds- veitingastöðum Lilju og Ragnars á Möltu. Af virkisveggnum í Valletta. Saga Möltu nær allt aftur til 5.200 fyrir Krist. Lega eyjunnar hefur bæði skapað henni tækifæri og gert að skotmarki í gegnum árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.