Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 33
FYRIR FJÓRA, 2-3 BRINGUR Affrystið bringurnar í ís- skáp.Takið þær úr ís- skápnum 2-3 klukku- stundum áður en þið eldið þær, þannig að þær nái stofuhita. Hitið ofninn í 200 gráður. Skerið síðan í bringurnar skinnmegin bæði í gegnum húðina og fitulagið alveg niður að vöðvanum. Saltið vel með Maldon-salti og nuddið því ofan í rásirnar sem þið eruð búin að skera. Leggið bringurnar á kalda pönnu með skinnhliðina niður, kveikið undir og steikið á háum hita þar til puran er orðin stökk og fín. Snúið þá bringunum við og steikið í 2-3 mínútur á hinni hliðinni. Það er auðvitað hægt að setja bringurnar á heita pönnu en puran verður stökkari með þessum hætti. Takið bringurnar af pönnunni, setjið í ofnfast form og setjið inn í ofninn í 8-10 mínútur. Takið út og leyfið bringunum að jafna sig undir ál- pappír í nokkrar mínútur. Skerið bringurnar í sneiðar. Þær eiga helst að vera bleikar. Saltið varlega með Maldon-salti. Þegar búið er að steikja bringurnar og setja þær inn í ofn eru kartöflur sem hafa verið forsoðnar og skornar í bita steiktar í andarfitunni sem er eftir á pönnunni. Saltið þær og piprið. RAUÐVÍNSSÓSA 3 skalottlaukar, saxaðir ½ dl balsamikedik 5 dl rauðvín 2½ dl andarsoð eða 2 msk. andarkraftur 2 timíanstönglar smjör Hitið smávegis smjör á pönnu og mýkið skalottlaukinn ásamt timíani í nokkrar mínútur. Hellið balsamediki út á og sjóðið alveg niður í kjarna. Setjið rauðvínið út í og sjóðið niður um 2⁄3. Setjið soðið (eða kraft- inn) út á og sjóðið aftur niður um helming ef þið hafið notað soð. Síið sósuna og sjóðið áfram í potti. Sósan á að vera orðin þykk og nokkuð sæt og góð. Ef ekki er bara að sjóða lengur. Bragðið til með salti og pipar. Pískið matskeið af köldu smjöri út í sósuna í lokin. Þegar andarbring- urnar eru búnar að hvíla sig í nokkrar mínútur eftir að þær komu úr ofninum eru þær skornar í þunnar sneiðar, það má salta þær örlítið og síðan bornar fram með rauðkáli, kartöflum og rauð- vínssósunni. Andarbringur með rauðvínssósu 27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Fyrstu ryðfríu pottarnir fráRösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnirmeðMultiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanumeinnig jafnt umpottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur 100 g dökkt súkkulaði með appelsínu (til dæmis Valor 70%) 25 g smjör 2 eggjarauður 2 eggjahvítur 2 msk. sykur 1,5 dl rjómi Skerið súkkulaði og smjör í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Takið af hitanum og hrærið eggjarauðurnar út í eina í einu. Stíf- þeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum og blandið þeim varlega út í eggjahræruna. Það er best að gera það með sleif eða sleikju. Þeytið síðan rjómann og bætið honum við blönduna. Setjið í glös eða bolla (passar í fjögur glös) og kælið í ísskáp í nokkra klukkutíma. Frönsk súkkulaðimús með appelsínuívafi Morgunblaðið/Rósa Braga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.