Morgunblaðið - 23.11.2013, Qupperneq 6
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 20146
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
Polarolje
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera á
sterum án árangus. Reynt var að
skipta um fæði sem bar heldur ekki
árangur. Eina sem hefur dugað
er Polarolje fyrir hunda. Eftir að
hann byrjaði að taka Polarolje
fyrir hunda hefur heilsa hans tekið
stakkaskiptum. Einkennin eru horfin
og hann er laus við kláðann og
feldurinn orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Nýjar
umbúðir
– sama
innihald
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Listi fólksins á Akureyri, L-listi,
myndi bíða afhroð ef gengið yrði til
sveitarstjórnarkosninga nú, sam-
kvæmt skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar Háskóla Íslands
fyrir Morgunblaðið. L-listi fengi að-
eins 13,5% atkvæða og einn mann
kjörinn en fékk 45% í kosningunum
2010 og hreinan meirihluta, sex full-
trúa af ellefu í bæjarstjórn Akureyr-
ar.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 20,7%
atkvæða og þrjá menn kjörna, Björt
framtíð fengi 16% og tvo menn,
Vinstri græn sömuleiðis 16% og tvo
menn, Framsóknarflokkurinn 15,6%
og tvo bæjarfulltrúa, L-listinn sem
fyrr segir 13,5%, og Samfylkingin
11% og einn mann. Þessir flokkar
skera sig nokkuð úr í könnuninni.
Síðan koma Píratar með 2,1% at-
kvæða, Bæjarlistinn fengi 1,7% en
3,4% svarenda nefndu annan flokk
eða lista sem þeir myndu kjósa.
Bæjarlistinn dytti út
Yrðu þetta úrslit kosninga þá yrðu
miklar breytingar í bæjarstjórninni
og meirihlutinn kolfallinn. Minni-
hlutaflokkarnir hafa nú einn fulltrúa
hver en sjálfstæðismenn myndu
bæta við sig tveimur mönnum, VG og
Framsókn myndu bæta við sig einum
manni, hvor flokkur, en Samfylk-
ingin héldi sínum eina fulltrúa. Björt
framtíð bauð sem kunnugt er ekki
fram lista í síðustu kosningum og
kæmi ný inn í bæjarstjórn. Bæj-
arlistinn myndi hins vegar tapa sín-
um eina manni.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunarinnar er þriðji maður
sjálfstæðismanna síðastur inn og
næstur inn annar maður á L-
listanum. Hafa ber í huga að vikmörk
í könnuninni eru nokkur, eða 4 til
5,2% hjá þeim flokkum sem næðu inn
manni í bæjarstjórn.
Könnunin fór fram dagana 7. til 21.
nóvember sl. Spurt var: „Ef bæjar-
stjórnarkosningar væru haldnar á
morgun, hvaða flokk eða lista myndir
þú kjósa?“ Tvær leiðir voru farnar til
að ná til kjósenda. Annars vegar var
hringt í 350 manna tilviljunarúrtak
úr þjóðskrá meðal fólks 18 ára og
eldra. Hins vegar var send netkönn-
un til 325 manna úrtaks úr netpanel
Félagsvísindastofnunar. Alls fengust
405 svör frá svarendum á aldrinum
18-95 ára og var svarhlutfallið 61%.
Þegar afstaða svarenda er skoðuð
eftir kyni kemur í ljós að flestar kon-
ur styðja Vinstri græna, eða 20%, og
19% þeirra myndu kjósa Bjarta
framtíð. Um 13% karla myndu kjósa
þessa flokka hvorn um sig. Fleiri
konur en karlar ætla einnig að styðja
Samfylkinguna, eða 15% kvenna og
7% karla. Karlar eru hins vegar
áberandi fleiri í stuðningshópi Fram-
sóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins
og L-listans. Þannig segjast 17%
karla styðja Framsókn en 14%
kvenna. Hlutföllin hjá Sjálfstæðis-
flokknum eru 25% karla og 15% af
kvenkynssvarendum. 18% karla
segjast styðja L-listann en 8%
kvenna.
Skipt eftir aldri er stuðningur
unga fólksins á Akureyri áberandi
mestur við Bjarta framtíð og Sjálf-
stæðisflokkinn, eða 28% fólks á aldr-
inum 18-29 ára við hvorn flokk. Ald-
ursdreifingin er nokkuð jöfn í stuðn-
ingshópi flestra annarra flokka,
nema hvað Samfylkingin nýtur meiri
stuðnings eftir því sem ofar dregur í
aldurshópunum. Stuðningur við L-
lista er mestur hjá 30-59 ára kjós-
endum.
Í könnuninni var fólk spurt í leið-
inni hvað það hefði kosið í síðustu
þingkosningum. Ekki var spurt hvað
fólk hefði kosið í sveitarstjórn-
arkosningunum 2010. Samkvæmt
þessari greiningu er flokkshollustan
mest hjá sjálfstæðismönnum og
fylgjendum Bjartrar framtíðar.
Þannig ætlar 91% kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins síðasta vor að kjósa
flokkinn á Akureyri í næstu sveit-
arstjórnarkosningum. Hlutfallið hjá
Bjartri framtíð er 80%. Meiri hreyf-
ing er á fylgi við aðra flokka og þá
einkum til L-listans. Af kjósendum
Samfylkingarinnar í Norðaust-
urkjördæmi sl. vor ætla 24% að
styðja L-listann, 13% kjósenda
Framsóknar myndu merkja við L-ið
og 12% VG-manna. Þá eru 9% kjós-
enda Framsóknar frá í vor reiðubúin
að gefa Sjálfstæðisflokknum atkvæði
sitt.
Brýnustu verkefnin
Félagsvísindastofnun spurði jafn-
framt Akureyringa hvaða málaflokka
þeir teldu mikilvægasta. Spurt var:
„Hvert finnst þér vera mikilvægasta
pólitíska verkefnið sem sveitarfélag-
ið þitt stendur frammi fyrir um þess-
ar mundir?“ Líkt og í Reykjavík er
velferðar- og félagsþjónusta efst í
huga Akureyringa. Rúm 24% svar-
enda telja það vera mikilvægasta
verkefnið en skammt á eftir koma at-
vinnumálin, sem 22,4% telja brýnust.
Næst koma fjármál sveitarfélagsins,
16,4%, húsnæðismálin telja 11,3%
mikilvægust og 11% nefna skóla- og
tómstundamál.
Skipt eftir flokksmönnum þá eru
velferðarmálin efst í huga kjósenda
Samfylkingar, VG og Bjartrar fram-
tíðar, en atvinnumálin eru mikilvæg-
ust að mati framsóknar- og sjálf-
stæðismanna. Hjá L-listanum eru
það fjármál sveitarfélagsins sem
fylgismenn nefndu oftast.
L-listinn myndi bíða afhroð
Hreinn meirihluti L-listans í bæjarstjórn Akureyrar félli ef kosið yrði nú Könnun Félagsvís-
indastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sýnir miklar breytingar Velferðarmál efst í huga kjósenda
Píra
tar
Sjá
lfst
æð
isfl.
Fylgi stjórnmálaflokka á Akureyri
samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 7.-21. nóvember 2013
vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Bjö
rt f
ram
tíð
?
Ann
að
Svör alls: 405 Svarhlutfall: 61%
Nefndu einhvern flokk: 264
Veit ekki: 124 Skila auðu/ógildu: 13
Ætla ekki að kjósa: 5 Vilja ekki svara: 23
Fjöldi bæjarfulltrúa,
eftir síðustu kosningar.
Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 7.-21. nóv.
Fjöldi bæjarfulltrúa,
væri gengið til kosninga nú.
1 1
13,3%
10,4%
12,8%
9,8%
45%
8,7%
20,7%
16,0% 16,0% 15,6% 13,5%
11,0%
2,1% 1,7% 3,4%3 2
Sam
fylk
ing
1 1
List
i fó
lksi
ns
6 1
Vin
stri
-græ
n
1 2
Fra
ms
ókn
arfl
.
1 2
Bæ
jarl
isti
nn
Mikilvægustu verkefnin í sveitarfélaginu
Samkvæmt könnun 7.-21. nóvember 2013
Velferðar- eða félagsþjónusta
Atvinnumál
Fjármál sveitarfélagsins
Húsnæðismál
Skóla- og tómstundamál
Samgöngu- og skipulagsmál
Íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu
Umhverfismál
Önnur mál
24,4%
22,4%
16,4%
11,3%
11,0%
4,8%
4,5%
2,3%
2,8%
Akureyri
» L-listi fólksins vann mikinn
sigur í kosningunum 2010,
fékk 45% atkvæða og sex bæj-
arfulltrúa í hreinan meirihluta.
» Sjálfstæðisflokkur og Sam-
fylking biðu mikið afhroð,
fengu einn mann kjörinn hvor
flokkur, og VG og Framsókn
fengu sömuleiðis einn mann.
» Nýtt stjórnmálaafl, Bæjar-
listinn, fékk einn mann kjörinn
í bæjarstjórn en oddvitinn þar
var áður í Sjálfstæðisflokkn-
um.
» Bæjarstjóri á Akureyri frá
því í ágúst 2010 hefur verið
Eiríkur Björn Björgvinsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Oddur Helgi Halldórsson, guðfaðir L-listans á Akureyri, á tali við
oddvita framsóknarmanna, Guðmund B. Guðmundsson, á kosningavöku.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút-
vegs-, landbúnaðar og umhverfis- og
auðlindaráðherra, hefur ákveðið að
gefa síldveiðar frjálsar innan brúar í
Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu er
sagt frá því að vonast sé til þess að
veiðar þessar geti bæði bjargað
verðmætum og haft mögulegan fæl-
ingarmátt þannig að síldin gangi fyrr
út úr firðinum en ella.
Þá mun Hafrannsóknastofnun
hefja í næstu viku tilraunir með að
fæla síldina burt með sérstökum út-
búnaði sem gefur frá sér háhyrn-
ingahljóð, sem vitað er að síldin forð-
ast undir náttúrulegum kringum-
stæðum.
Ómögulegt að spá
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
á nytjastofnasviði Hafrannsókna-
stofnunar, segir ómögulegt að segja
til um það hvort sagan frá því í fyrra
muni endurtaka sig en þá drápust
um 50 þúsund tonn af síld í firðinum.
„Það veltur á svo mörgum þáttum.
Í fyrsta lagi hversu mikið af síld er
þarna, hversu lengi hún verður
þarna og síðast en ekki síst veðrinu.
Því meiri sem vindurinn er, því
meira súrefnisflæði er í sjónum. Í
logni getur það hins vegar gerst að
súrefnisupptakan verði ekki til stað-
ar og þá er hætta á dauða miklu
meiri,“ segir Þorsteinn.
Síldin kom inn í fjörðinn um há-
degisbilið í gær og að sögn Þorsteins
er ekki búið að mæla það magn sem
er í firðinum. Hann segir að Haf-
rannsóknastofnun áætli að fara í
leiðangur um landið til að mæla
stærð síldarstofnsins en ekki standi
til að fara sérstaka ferð í Kolgrafa-
fjörð nú. „Við erum hins vegar búnir
að setja upp mæla til að mæla magn
súrefnis í firðinum,“ segir Þorsteinn.
Með því megi sjá hvenær hættu-
ástand sé að skapast.
Veiðar frjálsar innan brúar
Óljóst hversu mikið er af síld í Kolgrafafirði Súrefnismagnið
mælt til þess að meta hættuástand Fæla með háhyrningahljóðum
Morgunblaðið/RAX
Síld Hætta er á umhverfisslysi.