Morgunblaðið - 23.11.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
REDKENONLY SALON
SALONVEH
HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI
S. 568 7305 • SALONVEH.IS
Haust/vetur 2013-2014 frá Haute Coiffure Francaise
HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU
VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Dagbók Jóhannesar úr Kötlum, úr
vináttuheimsókn hans og fleiri Ís-
lendinga til Kína árið 1952, hefur nú
verið gefin út á íslensku og kín-
versku. Bókin var gefin út í tilefni af
60 ára afmæli Kínversk-íslenska
menningarfélagsins (Kím). Félagið
var stofnað 20. október 1953, í kjöl-
far heimsóknarinnar, og voru út-
gáfuhátíð og tón-
leikar í Peking af
því tilefni þann
28. október síð-
astliðinn.
Auk Jóhannes-
ar úr Kötlum
tóku þátt í vin-
áttuheimsókninni
þau Þórbergur
Þórðarson, rit-
höfundur og
esperantisti,
Skúli Þórðarson, sagnfræðingur,
Nanna Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi,
Zophonías Jónsson, verkamaður og
Ísleifur Högnason framkvæmda-
stjóri.
Þýðing og útgáfa dagbókarinnar
var samvinnuverkefni íslenska
sendiráðsins í Peking og Háskóla er-
lendra fræða (BFSU) þar í borg. Ís-
lenska er kennd við háskólann. Út-
gáfuhátíðin var haldin í BFSU. Han
Zhen, rektor, og Ragnar Baldursson
sendifulltrúi ávörpuðu gesti. Arnþór
Helgason, vináttusendiherra og for-
maður Kím, flutti einnig ávarp líkt
og Xie Binbin, fulltrúi kínversku
nemendanna sem þýddu dagbókina
úr íslensku á kínversku.
Túlkurinn er enn á lífi
Þá tók einnig til máls frú Ying
Manru sem var túlkur íslensku vin-
áttusendinefndarinnar árið 1952.
Ying Manru er nú 85 ára gömul. Hún
lýsti kynnum sínum af íslensku
sendinefndinni og sagði að sér hefði
þótt miður að geta ekki lesið ljóð Jó-
hannesar úr ferðinni á sínum tíma
því þau voru á íslensku. Nú gæti hún
lesið þau rúmlega 60 árum síðar.
Hún las svo klökkum rómi þjóðhátíð-
arljóðið 1. október við mikla hrifn-
ingu viðstaddra. Við athöfnina lék
einnig kammertríó Guðrúnar Birgis-
dóttur, Selmu Guðmundsdóttur og
Martial Nardeau.
Gísli Hvanndal Ólafsson, fyrrum
sendikennari við BFSU, var ritstjóri
verksins. Þýðingarstarfið og undir-
búningur útgáfu bókarinnar tók
fjögur ár. Fyrstu íslenskunemend-
urnir við skólann þýddu bókina í
samráði við starfsmenn sendiráðs
Íslands í Peking.
Frásögn Jóhannesar þykir vera
nákvæmur og litríkur vitnisburður
um gestrisni Kínverja og hvernig
hópurinn upplifði Kína á fyrstu árum
Alþýðulýðveldisins. Einn kínversku
þýðendanna sagði bókina vera dýr-
mæta heimild um andrúmsloftið og
ástandið í þeim hlutum Alþýðulýð-
veldisins sem íslenska sendinefndin
heimsótti. Hann sagði að nemend-
urnir hefðu þurft að kanna ýmsar
heimildir til þess að skilja það sem
fjallað er um í dagbókinni, því þessu
tímabili hefðu verið gerð lítil skil í
kínverskum skólum.
Áhrifaríkt að hitta túlkinn
„Það sem snart mig mest við þessa
hátíð var að hitta túlkinn sem mundi
vel eftir ýmsu úr för sendinefndar-
innar. Hún kannaðist við tvö nöfn,
Nönnu Ólafsdóttur og „Mister Úr
Kötlum“ og framburðurinn var rétt-
ur,“ sagði Arnþór Helgason, formað-
ur Kím. Hann sagði það vera mjög
merkilegt að íslenska skyldi nú vera
kennd við BFSU í Peking. Ísland
væri eitt af fámennustu löndum
heims.
Arnþór ræddi við gestgjafana og
eins gamla vini sína í heimsókninni.
Þeir greindu m.a. frá baráttu Kín-
verja gegn mikilli mengun í mörgum
stærstu borgum landsins. „Sumir
halda því fram að með stefnubreyt-
ingunni, í ljósi þeirra vandræða sem
Kínverjar eru í vegna mikillar meng-
unar, sé kínverski Kommúnista-
flokkurinn sennilega orðinn stærsti
umhverfisflokkur heims,“ sagði Arn-
þór. Hann sagði Kínverjum vera
ljóst að eitthvað yrði að gerast svo
ekki færi illa.
Dagbók Jóhannesar úr
Kötlum þýdd á kínversku
Dagbókin segir frá hópi Íslendinga sem fór í vináttuheimsókn til Kína árið 1952
Ljósmynd/eigandi Svanur Jóhannesson
Vináttusendinefnd 1952 Jóhannes úr Kötlum er lengst til vinstri á myndinni. Hann hélt dagbók í ferð vináttu-
sendinefndar Íslendinga sem heimsóttu Kína 1952. Dagbókin var nýlega gefin út á íslensku og kínversku.
Ljósmynd/Aðsend
Túlkurinn Frú Ying Manru var túlkur íslensku vináttusendinefndarinnar
árið 1952. Hún las ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum klökkum rómi.
Arnþór
Helgason
Erlendur dýralæknir og járninga-
maður kom í vikunni með notuð
járningaáhöld, svuntu og vinnuskó
til landsins. Búnaðinn notaði hann
við sjúkrajárningar á Suðurlandi.
Matvælastofnun bendir á heima-
síðu sinni á að þetta er alvarlegt
brot gegn íslenskum lögum um
dýrasjúkdóma og varnir gegn
þeim.
Þegar ábendingin barst kannaði
héraðsdýralæknir strax hvort hún
ætti við rök að styðjast og reyndist
svo vera. Þá var maðurinn hins-
vegar farinn aftur af landi brott
með áhöldin.
Matvælastofnun hefur skrifað
hlutaðeigandi aðilum bréf og gert
þeim grein fyrir alvarleika málsins.
Þá hafa verið gerðar ráðstafanir
til að hindra útbreiðslu á mögulegu
smiti. Flutningur hrossa frá þjálf-
unarstöðinni, þar sem áhöldin voru
notuð, hefur verið takmarkaður og
allir hestar sem þar eru settir undir
aukið eftirlit.
Alvarlegt brot á
lögum um dýra-
sjúkdóma og varnir
Mývatnssveit | Jólasveinar eru
komnir í Dimmuborgir og verða
þar með dagskrá alla daga til jóla
og síðan um jólin fram á nýársdag.
Þeir halda sig mest á Hallarflöt en
sjást víðar. Meðal annars bjóða þeir
nú upp á fjölskylduvænan ratleik
alla daga. Á myndinni er það
Þvörusleikir sem tyllir sér hér í há-
sætið á Hallarflöt.
Góð stígandi hefur verið í heim-
sóknum til þeirra þessi ár sem liðin
eru frá því er þeir létu fyrst sjá sig í
Borgunum. Það er orðið mjög jóla-
legt í Mývatnssveit, verulegur snjór
yfir öllu og frostið töluvert suma
daga.
Jólasveinar
komnir í
Dimmuborgir
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Arnór Breki Ásþórsson og Róbert
Orri Laxdal úr félagsmiðstöðinni
Bólinu sigruðu í Rímnaflæði, rapp-
keppni á vegum Samfés, Samtaka
félagsmiðstöðva á Íslandi. Keppnin
fór fram í Miðbergi í Breiðholti í
gærkvöldi.
Þar stigu á svið ungir og efnileg-
ir rapparar úr félagsmiðstöðvum
hvaðanæva af landinu. Arnór Breki
og Róbert Orri fluttu lagið „Sein-
asta kvöldið“.
Rappað af list Arnór Breki Ásþórsson og
Róbert Orri Laxdal sigruðu í Rímnaflæði.
Sigruðu í Rímna-
flæði Samfés