Morgunblaðið - 23.11.2013, Side 30

Morgunblaðið - 23.11.2013, Side 30
KÓPAVOGUR DAGA HRINGFERÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rapparinn og tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson ólst upp á Vest- fjörðum, Danmörku og víða um Reykjavík en hann tengir hins vegar alltaf mest við Kópavoginn. „Ástæðan fyrir því að mér finnst Kópavogur vera nær mér er að þetta er staðurinn þar sem ég missti svein- dóminn, datt fyrst í það sem ungling- ur og allt fjörið. Um leið og maður byrjaði að þykjast ætla að verða ein- hver manneskja þá var það allt í Kópavogi,“ segir Erpur um þráðinn sem liggur á milli hans og bæjarins. Erpur bjó í Vesturbæ Kópavogs á unglingsárum og segir talsverðan vitleysisgang hafa verið á krökkunum í bænum á þessum tíma. „Það var svolítið mikið vesen. Brjóta rúður og kveikja í. Það var kveikt í skiptistöðinni og í Kárs- nesskóla, skólanum mínum. Í Þing- holtsskóla var alltaf verið að kveikja í flugeldum í skólanum og það voru slagsmál á milli hverfa. Yngri nem- endurnir voru teipaðir við ljósa- staura. Það voru allir að fá sér þegar ég var í grunnskóla og menn voru fullir. Það reyktu allir og kennararnir reyktu með nemendunum. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar var með reyk- ingaherbergi sem krakkarnir reyktu líka í,“ segir hann. Tímarnir eru hins vegar aðrir í dag og því tekur Erpur eftir þegar hann spilar fyrir krakka á þessum sama aldri. „Þetta er rosalega vel heppnað. Það drekkur enginn og reykir enginn. Grunnskólarnir eru bara orðnir held ég eins og þeir eiga að vera. Framfarirnar sem hafa átt sér stað eru svakalegar.“ Leiðindi mikilvæg listsköpun Rapp á íslensku átti vöggu sína í Kópavogi á sínum tíma og var meðal annars Erpur ásamt rapparanum Sesar A í fararbroddi. „Ef þú býrð í 101 Reykjavík leið- ist þér ekki. Þú ferð bara út og það eru kaffihús og alltaf eitthvað að ger- ast. Kópavogurinn er ekki alveg með þetta. Þegar fólki leiðist fer það að gera eitthvað skemmtilegt. Þannig gerist allt það flottasta. Allt það merkilegasta í Bandaríkjunum kem- ur úr skítafátækrahverfum, fullt af rokkurum hefur komið úr hjólhýs- unum. Í gettóunum eru aðstæður þar sem fólki leiðist. Það er einkennandi fyrir góða listsköpun. Þér þarf að leiðast og reyna að djassa hlutina upp,“ segir Erpur um Kópavog sem innblástur hiphoptónlistar. Manhattan Íslands Hamraborgin í Kópavogi hefur stundum legið undir ámæli fyrir að vera ljót og illa skipulögð. Erpur bjó þar á tímabili og er alls ekki sammála þessu. „Það er allt hérna; kaffihús, veitingastaðir, sjoppur, vídeóleigur, spilavíti og bensínstöð undir Hamra- borginni. Hvað geturðu beðið um meira? Það er ekki að ástæðulausu að menn kalla Hamraborgina Manhatt- an Íslands. Í raun og veru er lífið og menningin samt meira eins og Mont- martre í París; listamenn, mikil kaffi- húsastemning, líf í götunum og draumarnir. Það hefur tekist gríðar- lega vel að sameina allt það besta úr öllum helstu borgum heimsins en án alls þessa leiðinlega,“ segir Erpur. Í vor verða bæjarstjórnarkosn- ingar en síðustu ár hefur hinn pönk- aði Næstbesti flokkur átt fulltrúa í stjórn bæjarins. Erpi líst vel á þá uppástungu blaðamanns hvort ekki sé þörf fyrir hiphopstjórnmálaafl í Kópavogi. Hvernig bæjarstjóri yrði Erpur? „Fyrst af öllu yrði ég borgar- stjóri Kópavogs. Ég yrði gríðarlega laufléttur og myndi hressa bæjar- félagið þvílíkt upp. Menn mættu gera hvað sem er svo lengi sem þeir sköð- uðu ekki næsta mann. Kópavogur myndi vera eins og Kristjanía, súper- lýðræðislegur, eins og stórt sam- yrkjubú. Þetta yrði djassað gríðar- lega upp. Bærinn yrði að ofur- umhverfisvænu prójekti og það yrði gróður á þökunum í Hamraborginni með hengibrúm á milli húsa,“ segir Erpur stórhuga. Biður ekki um meira en Hamraborg  Erpur sér fyrir sér lýðræðislegt og umhverfisvænt samyrkjubú í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Erpur í Hamraborg, sem hann líkir við verk arkitektsins Gaudís. Líf og fjör Mannlíf og menning í Hamraborg er líkast Montmartre í París að sögn Erps þó að arkitektúrinn sé meira í anda Manhattan í New York. Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Jóhann Fannar Kristjánsson er 18 ára afreks- íþróttamaður í fimleikum. Morgunblaðið leit inn á æfingu hjá Gerplu, þar sem hann æfir tvisvar í viku. Jóhann er elstur þriggja systkina, en hann er með Downs-heilkenni. Spjall okkar Jóhanns byrjaði með öfugum formerkjum, því fyrsta spurning Jóhanns til mín var hvort ég væri „svona Manchester- maður.“ – „Já,“ svaraði ég undrandi, óvanur því að viðmælendur byrji spjall á að spyrja mig að nokkru. Þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á íþróttinni hef ég haft taugar til liðsins frá bernsku. „Hvernig vissir þú það?“ spurði ég í framhaldi. Jóhann brosti bara sposkur til mín. Púlari og Bliki Sjálfur er Jóhann mikill stuðningsmaður Liverpool. Hann horfir á alla leiki liðsins sem hann getur með föður sínum, Kristjáni Jóns- syni, sem hann segir að sé líka gallharður stuðn- ingsmaður Bítlaborgarliðsins. Ekki nóg með að liðsmenn Liverpool fái hvatningarhróp frá Jó- hanni, því hann er einnig mikill aðdáandi heima- liðs sín Breiðabliks. Meðal Blika tilgreindi hann sérstaklega Árna Vill (Vilhjálmsson), sem sé stuðnings- fulltrúi hans þegar hann er ekki að raða inn mörkum, og Sverri Inga Ingason. Guðmann Þórisson og Alfreð Finnbogason væru líka með- al hans bestu vina. Ósk Víðisdóttir, móðir Jó- hanns, sagði hann mæta á alla heimaleiki karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, og jafnvel fylgja liðinu á útileiki. „Hann hefur farið með þeim upp á Akranes og farið með þeim í rút- unni að keppa og svoleiðis. Þeir taka hann mjög mikið með sér. Eftir alla leiki fær hann svo að fara inn í klefann hjá liðinu. Svo fékk hann ferð á Liverpool-leik í fermingargjöf,“ sagði Ósk. Fimur í hringjunum Jóhann sagði gaman að æfa fimleika með Gerplu undir handleiðslu þjálfaranna sinna, Ax- els og Evu. „Ég keppi í hringjum, á bogahesti, tvíslá og á svifslá. En mér finnast hringirnir skemmtilegastir,“ sagði Jóhann Fannar. Jóhann er einnig mikill áhugamaður um kvikmyndir, þá sérstaklega myndir með Tom Cruise, Bond-myndir og allar myndirnar um Harry Potter. „Mér finnst Harry Potter og leyniklefinn langskemmtilegust.“ Jóhann Fannar stundar nám á starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en Morg- unblaðið fjallaði í lok sumars um framsæknar kennsluaðferðir og tæknivæðingu starfsbraut- arinnar. Starfsbrautin heldur meðal annars úti virkri facebook-síðu undir heitinu „Starfs- braut“. Þar sagðist Jóhann læra ýmislegt, en tilgreindi sérstaklega náttúrufræði og ensku, sem honum þykir skemmtilegust. „Grjóthart,“ svaraði Jóhann svo þegar ég sagði honum að hópur nemenda á starfsbraut væri vænt- anlegur í heimsókn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í næstu viku. Þrenn gullverðlaun á tvennum Special Olympics Jóhann hefur keppt fyrir hönd Íslands á tvennum Special Olympics, í Sjanghæ árið 2007 og í Aþenu árið 2011. Á fyrri leikunum fékk hann tvenn gullverðlaun og gull-, silfur- og bronsverðlaun á þeim síðari. Hann stefnir Ætlar á Special Olympics í Los Angeles 2015  Þrefaldur gullverð- launahafi á Special Olympics  Ötull stuðningsmaður Liver- pool og Breiðabliks Morgunblaðið/Kristinn Gerpla Jóhann Fannar æfir með Gerplu. Æfingarnar eru oft hápunktur dagsins hjá honum. Á haus Jóhann Fannar er fimur í hringjunum. ótrauður á leikana í Los Angeles árið 2015 og eru liðsfélagar hans í Gerplu sannfærð um að hann verði meðal þeirra íþróttamanna sem fari þangað. „Hann er kóngurinn,“ sagði einn æf- ingafélagi hans. Jóhann hefur æft fimleika frá sjö ára aldri og hefur gengið mjög vel að sögn Óskar. „Stuðningsfulltrúinn hans í Kópavogs- skóla benti okkur á að koma hingað, sem varð til þess að hann byrjaði að æfa.“ Hún segir Gerplu halda mjög vel utan um fötluðu íþróttamennina. „Þau gera mjög miklar kröfur, manni finnast þær eiginlega alveg jafn- miklar og eru gerðar til ófatlaðra,“ sagði Ósk. Hins vegar hafi því miður þurft að fækka æfing- um úr þremur í tvær af fjárhagslegum ástæð- um. Fleiri þjálfara sé þörf fyrir hvern fatlaðan iðkanda en ófatlaðan og því dýrara að halda úti æfingum fyrir þá. Ósk segir þetta miður, því Jó- hann hlakki mikið til að fara á æfingar, og að þetta sé mikilvægur þáttur í félagslífi hans. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Erp .  Á mánudaginn verður komið við á Kjalar- nesi á 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á mánudaginn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.