Morgunblaðið - 23.11.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.11.2013, Qupperneq 35
allur gangur á því. En margir átta sig ekki á því strax hvað þetta er mikil vinna, t.d. hvað það liggur mikið á bak við það að halda öllum tækjum og sjálfum sér í útkallshæfu ásigkomulagi. Í nýliðaþjálfuninni eru allir þjálfaðir upp í að geta gegnt hvaða stöðu sem er. Síðan fer fólk í meiri sérhæfingu,“ segir Stef- án. Kosta sjálf allan búnað Félagar í sveitinni skiptast í nokkra hópa. Auk bátaflokks eru það rústabjörgunarflokkur, sjúkra- flokkur, sleðaflokkur, leitarflokkur, bílaflokkur og undanfarar eða fjalla- hópur sem tekst á við erfiðari fjalla- björgunarverkefni. Að auki starfa með sveitinni ungliðar og nýliða- flokkur og flokkur eldri félaga sem kalla sig Afturgöngur. Flestir flokk- arnir fara á sameiginlegar æfingar með öðrum áþekkum flokkum á höf- uðborgarsvæðinu einu sinni í viku. Allt starfið er unnið í sjálfboða- vinnu, ekki einungis björg- unarstörfin heldur líka viðhald tækja og húsnæðis og kennsla á námskeiðum fyrir nýliða og aðra. Hjálparsveit skáta í Kópavogi fjár- magnar starfsemi sína, líkt og aðrar björgunarsveitir á landinu, með flugeldasölu, sölu neyðarkallsins og gæslu á viðburðum eins og íþrótta- leikjum og tónleikum. Allan búnað eins og t.d. hlífð- arfatnað og annan einstaklings- búnað þurfa félagar að kosta sjálfir og hann þarf ávallt að vera í full- komnu ástandi. „Við höfum tekið saman kostnað á grunnbúnaði og það eru u.þ.b. 900 þúsund krónur að lágmarki. Líklega eyða flestir um 1,5 milljónum. Þetta er fólk tilbúið til að greiða til að vera tilbúið að hjálpa öðrum. En þennan útbúnað notar fólk auðvitað í aðra ferða- mennsku og útivist.“ Grænt, gult og rautt Landinu er skipt í 16 svæði og Kópavogssveitin er á útkallssvæði 1, sem er höfuðborgarsvæðið og fjöllin í nágrenni þess. Á sjó nær svæði sveitarinnar langleiðina að Keflavík og upp að Hvalfirði. Vegna fjölda þeirra sem starfa með sveitunum á Reykjavíkursvæðinu eru þeir oft fluttir á aðra landshluta. Útköllin berast félögum með sms-boðum og eru þrenns konar; grænt, gult og rautt. „Í grænu út- kalli er boðað út og við beðin að koma í hús þegar við getum, en að- gerðin gæti þess vegna farið í gang daginn eftir. Útkall gulur er bráð hætta, en við vitum ekki staðsetn- inguna á einstaklingnum eða atvik- inu. Skilgreiningin er að viðkomandi er í mikilli hættu og bregðast þarf við eins fljótt og hægt er,“ segir Stefán. „Síðan er það útkall rauður. Þá þurfum við að bregðast við eins fljótt og við mögulega getum og vit- að er um staðsetninguna. Um 80% útkalla sveitarinnar eru gul.“ Starfa í umboði lögreglu Þegar björgunarsveitir eru kallaðar út starfa þær í umboði lög- reglu og stjórnvalda. Hlutverk björgunarsveita og björgunarsveit- armanna er skilgreint í lögum og þar segir m.a. að hlutverk björg- unarsveita sé að starfa í þágu al- mannaheilla og að þeim sé skylt að hefja björgun, leit og gæslu ef stjórnvöld óski þess. „Við megum ekki framkvæma neina aðgerð nema með leyfi lögreglu,“ segir Stefán. „Lögreglan er okkar yfirboðari, auk flugmálayfirvalda og Landhelg- isgæslunnar sem stýra aðgerðum. Oftast kemur beiðni um aðstoð í gegnum Neyðarlínuna, sem hefur samband við lögreglu og kallar úr björgunarsveitir um leið. Svæð- isstjórnir stýra aðgerðum á vett- vangi og þegar aðgerðir eru á lands- vísu færist stjórnin til landsstjórnar, sem heyrir þá undir ríkislög- reglustjóra.“ Útköll geta borist hvenær sem er, jafnt á nóttu sem degi. Eðli máls- ins samkvæmt þarf björgunarsveit- arfólk alloft að fara úr vinnu með engum fyrirvara. Hafa vinnuveit- endur almennt skilning á þessu? „Já, í flestum tilfellum. Margir hverjir láta fólk halda launum sínum þegar það fer í útköll og þeir sem það gera eiga mikla þökk skilda. Það er alltaf að aukast að vinnuveit- endur líti á slíkt sem sitt framlag til hjálparsveitanna í landinu.“ Hugsjón og lífsstíll Eru björgunarsveitir í öðrum löndum reknar í sjálfboðastarfi líkt og hér? „Það er misjafnt, en þannig er það t.d. í Bretlandi. Þar eru sveit- ir yfirleitt talsvert sérhæfðari en þær eru hér. En það sem við ís- lensku sveitirnar höfum framyfir sjálfboðaliðasveitir í öðrum löndum er að það er ætlast til miklu meira af okkur og hlutverk okkar er lög- bundið.“ Hvað er það sem fær fólk til að fara úr hlýju bóli í vonskuveðri til að koma öðrum til aðstoðar í sjálfboða- vinnu? „Þegar þetta er hugsjónin hjá manni, þá er ekkert annað að gera en að drífa sig af stað. Þetta verður fljótlega að lífsstíl. Yfirleitt myndast mjög sterk tengsl á milli fólks í björgunarsveitum, hér eru oft heilu fjölskyldurnar.“ Hvernig er góður björg- unarsveitarmaður? „Hann heldur sér í góðu formi, líkamlega og and- lega. Hann er viljugur til starfa hve- nær sem er, tekur sjálfstæðar ákvarðanir en lýtur vel forystu ann- arra. Fólk þarf að vera tilbúið til að takast á við aðstæður sem það hefur ekki verið í áður, það þarf að búa yf- ir sjálfsaga og þekkja eigin tak- mörk. Þú mátt aldrei nokkurn tím- ann gleyma að þú ert að gera þetta af kærleik. Þú ert að gera þetta vegna þess að þér er annt um annað fólk.“ Morgunblaðið/Ómar Björgunarsveit- armaður Stefán Jök- ull hefur starfað með Hjálparsveit skáta í Kópavogi í 15 ár. Tækjabúnaður Hann þarf ávallt að vera í fullkomnu standi, enginn veit hve- nær næsta útkall berst. Um 6.000 vinnustundir fara í viðhald tækja á ári. Björgunarbátur Í Hjálparsveit skáta Kópavogi er 20 manna bátaflokkur. Um 15 mínútur líða frá því að útkall berst þar til báturinn er kominn á sjó. 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013  Samkvæmt tölum Hagstofu Ís- lands voru íbúar Kópavogs 6.213 talsins árið 1960, 11.165 árið 1970, 13.819 árið 1980 og 16.186 árið 1990. Um aldamótin hafði Kópa- vogsbúum enn fjölgað og voru orðn- ir 22.693 talsins, þar af 11.486 kon- ur og 11.207 karlar. Árið 2007 verður sú breyting á að karlar verða fleiri en konur í fyrsta sinn frá a.m.k. 1998, þannig að munaði 25 einstaklingum. Þetta snérist aftur við árið 2010, þegar karlar voru 15.084 talsins en konur 15.273, og hefur kvenþjóðin verið atkvæðameiri í bæjarfélaginu síðan. Í dag eru íbúar Kópavogs 31.726, 15.738 karlar og 15.988 konur. Bæjarfélag í stöðugum vexti Morgunblaðið/RAX Æska Íbúum Kópavogs fjölgar stöðugt. Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 V frá Þýskalandi. Margar gerðir af patch panelum, cat5e tengi o.fl. iftulausir netskiptar TÖLVUR OG NET LAGNAEFNI FYRIR DVB-T2 FYRIR NÝJU STAFRÆNU ÚTSENDINGUNA FRÁ RÚV og gervihnattamóttakari sambyggður í sama tækinu Fáðu yfir 100 fríar stöðvar með gervihnatta- búnaði frá okkur Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.