Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 36

Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Búið var að upplýsa Þórarin G. Pét- ursson, aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands, um það fyrir aðeins fáeinum vikum að það stæði alls ekki til af hálfu sérfræðingahóps stjórnvalda um skuldavanda heimilanna að setja fram tillögur sem gerðu ráð fyrir að leiðréttingarsjóður yrði fjármagnað- ur í gegnum Seðlabankann. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins átti Þórarinn, ásamt öðrum hagfræðingum á hag- fræðisviði Seðlabankans, fund með sérfræðingahópnum um höfuðstóls- lækkun verðtryggðra lána í lok síð- asta mánaðar. Á þeim fundi var fulltrúum Seðlabankans gerð grein fyrir því að það væri alveg skýrt að í tengslum við ólíkar leiðir sem hóp- urinn væri að útfæra vegna niður- færslu á verðtryggðum skuldum heimilanna fælist engin þeirra í því að fjármagna skuldalækkanir í gegn- um Seðlabanka Íslands. Már Guð- mundsson seðlabankastjóri var ekki á þessum fundi. Á opnum fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis síðastliðinn mánudag sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans hins vegar að lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs myndi fara í ruslflokk yrði bankanum gert að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Þetta kom fram í svari hans við fyr- irspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar. „Það að fjármagna [leiðréttingar- sjóð] í gegnum efnahagsreikning Seðlabankans yrði í fyrsta lagi ólög- legt miðað við núverandi lög. […] Það er auðvitað hægt að breyta þeim lögum en ég held að það yrði örugg- asta leiðin til að senda lánshæfisein- kunn ríkissjóðs beint niður í rusl- flokk. En við erum ekki búnir að sjá útfærsluna og verðum bara að bíða og sjá,“ sagði Þórarinn. Seðlabankastjóri bætti því hins vegar við að það hefði verið „fullyrt“ í hans eyru að „það standi ekki til að fjármagna þetta í gegnum efnahags- reikning Seðlabankans“. Tillögum skilað í næstu viku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brást illa við um- mælum aðalhagfræðings í kjölfar fundar efnahags- og viðskiptanefnd- ar og haft var eftir honum í fjölmiðl- um að Seðlabankinn myndi ekki stöðva áform ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar. Taldi hann enn- fremur að nálgun tiltekinna starfs- manna bankans í þessum efnum ætti meira skylt við pólitík en stjórn pen- ingamála. Gert er ráð fyrir því að sérfræð- ingahópurinn skili tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Ekki fjármagnað í gegnum SÍ  Búið var að upplýsa aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands um að leiðréttingarsjóður yrði ekki fjár- magnaður í gegnum Seðlabankann  Sagði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fara í ruslflokk ef slíkt yrði gert Aðalhagfræðingur SÍ Þórarinn G. Pétursson sagði að lánshæfismat ríkisins færi í ruslflokk ef Seðlabankanum yrði gert að fjármagna leiðréttingarsjóð. Morgunblaðið/Rósa Braga Hagnaður Eimskips nam 9,6 millj- ónum evra (tæpum 1,6 milljörðum króna) á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 29,7% minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra er hagn- aðurinn nam 13,7 milljónum evra, eða sem nemur 2,25 milljörðum króna. Á þriðja ársfjórðungi nam hagn- aðurinn 5 milljónum evra, sem nem- ur 822 milljónum króna, samanborið við 5,8 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Flutningsmagn jókst um 4,1% Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips segir afkomuna í takt við vænt- ingar. „Flutt magn til og frá Íslandi jókst frá því sem var á síðasta ári og snéri við þeirri þróun sem orðið hafði á fyrri hluta ársins. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á þriðja ársfjórð- ungi jókst um 4,1% á milli ára og var vöxtur á öllum markaðssvæðum. Magn í alþjóðlegri flutningsmiðlun á þriðja ársfjórðungi jókst um 7,6% á milli ára. EBIDTA hækkaði um 5,2% Rekstrartekjur á þriðja ársfjórð- ungi jukust um 0,8% á milli ára og námu 113,5 milljónum evra. EBITDA nam 12,1 milljón evra sem er hækkun um 5,2% frá fyrra ári að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar vegna skráningar félagsins á markað á síðasta ári. Eins og áður hefur komið fram gerði félagið umfangsmiklar breyt- ingar á siglingakerfinu í mars sem jók afkastagetu kerfisins um 7,7% og hefur breytingunum verið vel tekið af viðskiptavinum innanlands og er- lendis,“ er meðal annars haft eftir Gylfa Sigfússyni í fréttatilkynningu. Nánar á mbl.is Minni hagnaður hjá Eimskip  Afkastagetan hefur aukist um 7,7% Morgunblaðið/Eggert Eimskip Gylfi Sigfússon forstjóri. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Rau›arárstígur 14 · s. 551 0400 · www.myndlist.is Rafskinna Unnur Ýrr Helgadóttir Tímaflóð SýningaR í galleRí Fold auglýSingaR 1933–1957 Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Síðasta sýningarhelgi Síðustu forvöð að koma með listaverk á stærsta uppboð ársins sem verður í desember í gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.