Morgunblaðið - 23.11.2013, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
Ítungumálinu felst menningarheimur okkar. Orðaforðinn segirmargt um lífið og tilveruna. Íslenska er rík af orðum yfir veð-urfar. Eins eiga Grænlendingar fjölmörg orð yfir snjó. Orða-lag gefur einnig vísbendingar um hvernig við hugsum og tök-
um á málum. Dæmi um það er þetta reddast sem var áður merki
um hve bjartsýn við værum og úrræðagóð en breyttist eftir hrun í
dæmi um hvatvísi og lítinn undirbúning.
Vinnusemi hefur löngum verið í hávegum höfð á Íslandi. Töluvert
er til af málsháttum sem róma dugnað og aðrir sem smána leti.
Ljóst er að vinnan göfgar
manninn, vinnan gerir vær-
an svefn, vinnan hressir
hrellda lund. Seiglan ein-
kennir þann vinnusama:
Allt vinnst þá að er verið.
Afraksturinn segir síðan
allt um vinnumanninn:
Verkið lofar meistarann, verkið ágætir manninn. Á hinn bóginn bera
verk þeirra sem kasta til hendinni þess merki: Skitin hönd gerir
skitin verk. Samsett orð segja sömu sögu, sbr. húðlatur, hörkudug-
legur, dugnaðarforkur.
Sé hugað að þeim lata er um auðugan garð að gresja. Á morgun
segir sá lati. Seint koma latir menn til verka sinna. Oft hefur vinnu-
latur viljuga tungu. Sá latur er að iðja er ólatur að biðja. Samkvæmt
þessu frestar hinn lati því sem þarf að gera, er óstundvís, talar mik-
ið og er gjarn á að biðja aðra um hvaðeina. Sá lati er þó ekki svo
slæmur að ekki finnist einhver verri, sbr. betri er latur en lipur til
illverka. Og hvað mega þeir segja sem ekki geta unnið? Volaður
verður sá ei vinna má.
Engum dettur í hug að segja að málshættir endurspegli viðhorf
nútímans. Málshættir eru góður og gamall arfur sem segir margt
um lífið hér á öldum áður. Þeir eru því fyrst og fremst upplýsandi
um viðhorf fyrri kynslóða, en ætla má að enn eimi eftir af því hug-
arfari sem í þeim felst. Skyldi það hafa breyst?
Margir málshættir eru okkur vel kunnir. Við grípum jafnvel til
sumra þeirra. Hins vegar eru engir nýir málshættir tiltækir sem
dæmi um breytingu eða þróun, en margt í orðavali getur upplýst
þankagang. Margir biðja nú um hjálp með því að nota sögnina að
nenna: Nennirðu að sækja …? Hljómar eins og viðvik sem einungis
þarf nennu til. Er sá sem hafnar slíkri bón latur? Enn fremur er
talað um að liggja í leti þegar slappað er af. Á Facebook má oft sjá
upptalningu á því sem fólk hefur afrekað yfir daginn eða helgina.
Aðrir birta þar líkamsræktarferðir eða hvað þeir gengu eða hlupu
marga kílómetra. Innheimtufélag hvetur fólk til að borga með slag-
orðinu: Ekki gera ekki neitt. Við berjum okkur nefnilega á brjóst ef
við afrekum eitthvað. Að sama skapi má segja að pólitísk gagnrýni
af verstu gerð sé ásökun um aðgerðaleysi. Enginn er maður með
mönnum nema aðhafast eitthvað.
Athafnasemi er greinilega keppikefli og stór þáttur í menningar-
arfi okkar. Samkvæmt því virðumst við skilgreina okkur út frá því
sem við gerum.
Menningararfur
í málinu
Tungutak
Eva S. Ólafsdóttir
eva@skyrslur.is
Ásíðustu áratugum hefur svonefnd hags-munagæzla, sem á ensku kallast „lobbýismi“,orðið stöðugt umfangsmeiri atvinnugrein. Húnbyggist á því að hagsmunaverðir taka að sér að
reka erindi aðila, sem eiga hagsmuna að gæta gagnvart
stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, félagasamtökum og
öðrum sem við sögu koma og með einum eða öðrum hætti
geta haft áhrif á hagsmuni þess sem þjónustuna kaupir.
Stundum kaupa ríkisstjórnir þessa þjónustu, t.d. til þess að
gæta hagsmuna sinna í Washington DC, höfuðborg Banda-
ríkjanna, eða í Brussel, miðstöð Evrópusambandsins. Í
öðrum tilvikum kaupa stórfyrirtæki eða hagsmunasamtök
einstakra atvinnugreina slíka þjónustu til að tryggja fram-
gang einhverra hagsmuna á viðkomandi þjóðþingi eða til
að koma í veg fyrir löggjöf eða breytingar á löggjöf sem
viðkomandi telur ganga gegn sínum hagsmunum.
Hvernig vinna hagsmunaverðir? Þeir gera það með ýms-
um hætti, stofna til vináttutengsla við einstaka áhrifamenn,
hafa umtalsverð fjárráð til að bjóða hinum og þessum út að
borða og beina kannski fjár-
styrkjum frá viðkomandi aðilum til
þessa stjórnmálaflokks eða þessa
stjórnmálamanns, sem hugsanlega
er að leita eftir endurkjöri í próf-
kjöri.
Í sjálfu sér er ekkert ljótt við
það að einstaklingar, fyrirtæki, fé-
lagasamtök eða ríkisstjórnir vinni
þannig skipulega að því að tryggja
hagsmuni sína. Aðalatriðið er að það liggi ljóst fyrir hver sé
að vinna fyrir hvern og að fjárgreiðslur í slíkum tilvikum
séu innan ramma laga.
Í fyrradag, fimmtudag, skrifaði Hörður Ægisson, blaða-
maður hér á Morgunblaðinu, athyglisverða stutta grein í
skoðanadálk á forsíðu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins. Þar
sagði:
„Fjölmiðlaherferð erlendra kröfuhafa föllnu bankanna
stendur sem hæst. Á síðustu dögum hafa sumir fjölmiðlar
sagt samvizkusamlega frá nýrri greiningu Glitnis, sem sýn-
ir að lítill hluti núverandi kröfuhafahóps keypti kröfurnar á
fyrstu mánuðum eftir bankahrun – meirihlutinn keypti
þær á síðustu fjórum árum að meðaltali á um 28% af nafn-
virði.
Sú niðurstaða ætti ekki að koma neinum á óvart. Kröf-
urnar hafa gengið kaupum og sölum og frá því í árslok 2009
hefur gangverð krafna á hendur Glitni verið á bilinu 25-
30%. Í kvöldfréttum RÚV í vikunni var haft eftir ónafn-
greindum sérfræðingum að í ljósi þess að vogunarsjóðir
hafi greitt hærra verð „en talað hefur verið um“ sé samn-
ingsstaða Íslands „mun erfiðari“. Ekki var gerð tilraun til
að færa rök fyrir þessari fullyrðingu.“
Athyglisvert er að áþekk frétt birtist í hádegisfréttum
RÚV í fyrradag, fimmtudag.
Í framangreindri tilvitnun er blaðamaðurinn að gefa til
kynna, þótt það sé ekki fullyrt berum orðum, að hér séu
starfandi hagsmunaverðir fyrir kröfuhafa í þrotabúum
hinna föllnu banka. Það er ekki ólíklegt og reyndar mjög
líklegt. Þannig starfa þessir aðilar úti í hinum stóra heimi.
Þegar fjölmiðlar birta fréttir um að þessir kröfuhafar hafi
eignast kröfurnar á hærra verði en einhvern tíma og ein-
hvers staðar hefur verið haldið fram er gerð tilraun til að
skapa þá ímynd að verði of miklir peningar teknir af
þrotabúunum sé verið að fara illa með eigendur þeirra.
Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga í lýðræðislegu
samfélagi að kröfuhafar í þessum þrotabúum komi sínum
sjónarmiðum á framfæri eins og aðrir. Það er hins vegar á
grárra svæði ef viðkomandi miðill dregur sjálfur þá áykt-
un að slíkar upplýsingar „veiki“ samningsstöðu Íslands
eins og Hörður Ægisson bendir á í sínum stutta pistli.
Annað mál er ef nafngreindir tals-
menn kröfuhafanna eða þrotabú-
anna lýsa þeirri skoðun. Þeir eru
að sjálfsögðu frjálsir að því að lýsa
þeim sjónarmiðum.
Það sem hins vegar skiptir máli
er að það liggi ljóst fyrir hverjir
hér eru á ferð. Hverjir skipuleggja
og stjórna þeirri „fjölmiðla-
herferð“ erlendra kröfuhafa sem
Hörður Ægisson vísar til? Þegar einstaklingur hefur sam-
band við fjölmiðil og vill koma á framfæri upplýsingum,
sem t.d. varða hagsmuni erlendra kröfuhafa í því tilviki
sem hér um ræðir, skiptir máli að viðkomandi fjölmiðill
viti fyrir hvaða kröfuhafa sá einstaklingur er að vinna. Það
getur líka skipt máli að það liggi fyrir hvort sá ein-
staklingur er að vinna gegn greiðslu frá viðkomandi kröfu-
höfum eða hvort hann er að hringja af einskærri réttlæt-
iskennd fyrir þeirra hönd.
Starfsemi af þessu tagi hefur vafalaust verið á ferð hér í
Icesave-málinu. En nú er kominn tími til að samfélag okk-
ar marki þessari starfsemi ákveðinn ramma og setji um
hana reglur.
Í Bandaríkjunum verða hagsmunaverðir sem vinna fyr-
ir erlenda aðila að skrá sig sérstaklega sem slíka, þar sem
tekið er fram fyrir hverja þeir vinna.
Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa lagt áherzlu á
að áþekkar reglur verði teknar upp þar og ég hygg að
hagsmunaverðir í Brussel eigi þess nú kost að skrá sig
sem slíka.
Framundan eru fyrirsjáanlega mikil átök við erlenda
kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna. Þeir munu beita sér
gagnvart fjölmiðlum í nálægum löndum til að draga upp
dökka mynd af Íslendingum og þeir munu beita sér hér til
þess að hafa áhrif á almenningsálitið á Íslandi.
Alþingi á þegar í stað að afgreiða löggjöf sem skyldar
hagsmunaverði erlendra aðila sem hér starfa til að skrá
sig, þannig að ljóst liggi fyrir hver er að vinna fyrir hvern.
Hagsmunaverðir á ferð
fyrir erlenda kröfuhafa?
Alþingi á þegar í stað að setja
lög sem skylda hagsmuna-
verði sem starfa á vegum er-
lendra aðila til að skrá sig.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Morgunblaðið minntist ald-arafmælis síns á dögunum, og
óskuðu allir því til hamingju með
daginn nema Egill Helgason, bók-
menntagagnrýnandi Ríkis-
útvarpsins, sem hneykslaðist á því,
að Pósturinn gæfi út frímerki af
þessu tilefni. Egill sagði ekkert, þeg-
ar Pósturinn gaf út frímerki á
hundrað ára afmæli Vísis þremur ár-
um áður, og hafði þó það dagblað
hætt að koma út löngu áður!
Skemmtilegt var í afmælishófinu að
hitta gamla ritstjóra Morgunblaðs-
ins, sem tóku mig í fóstur rösklega
tvítugan, þá Styrmi Gunnarsson og
Matthías Johannessen, þótt ekki
hafi fóstursonurinn fylgt þeim í einu
og öllu. En ekki er úr vegi á slíkum
tímamótum að minnast Valtýs Stef-
ánssonar, sem var ritstjóri Morg-
unblaðsins frá 1924 og allt til dán-
ardags 1963. Valtýr var um leið einn
aðaleigandi blaðsins og vakinn og
sofinn í að bæta það og efla. Hann
skildi við það stórveldi á íslenskan
mælikvarða, eins og fram kemur í
fróðlegri ævisögu hans eftir Jakob
F. Ásgeirsson rithöfund.
Valtýr var búfræðingur að mennt,
og fræg varð skýring hans í júní
1924 á því, hvers vegna hann sneri
sér frá búnaðarstörfum. „Orsakir
þessa verða aðallega raktar til starf-
semi Jónasar Jónssonar frá Hriflu,“
skrifaði hann. „Þá er bændum lands-
ins unninn mestur greiði, ef arfa-
flækja Hriflumannsins verður upp-
rætt úr akri íslenskrar bændastéttar
og bændamenningar.“ Þótt Jónas
frá Hriflu væri um margt snjall og
stórhuga, má ekki gleyma því, að eit-
ur draup úr penna hans, auk þess
sem hann misbeitti valdi sínu herfi-
lega, um leið og hann fékk til þess
tækifæri. Nauðsynlegt var það að-
hald, sem Valtýr veitti honum í
Morgunblaðinu.
Valtýr kom líka snemma auga á
hættuna af kommúnismanum. Hann
þýddi til dæmis og endursagði þegar
árin 1924 og 1926 merkar greinar
Antons Karlgrens, prófessors í slav-
neskum fræðum við Kaup-
mannahafnarháskóla, um kúgunina í
Rússlandi strax eftir valdarán Len-
íns. Valtýr þýddi einnig frásagnir
breska blaðamannsins Malcolms
Muggeridges af hungursneyðinni í
Úkraínu 1932-1934, og réðust ís-
lenskir kommúnistar með Halldór
Kiljan Laxness í fararbroddi á hann
fyrir það. Þá birtist skáldsaga Ayns
Rands um Rússland byltingarinnar,
Kíra Argúnova, í íslenskri þýðingu í
Morgunblaðinu 1949. En allt það,
sem þau Karlgren, Muggeridge og
Rand skrifuðu um Rússland Leníns
og Stalíns, stóðst og hefur verið
staðfest, meðal annars í Svartbók
kommúnismans.
Þótt Valtýr ætti í hörðum deilum
við þá Jónas Jónsson frá Hriflu og
Halldór Kiljan Laxness, sem báðir
voru ósjaldan stóryrtir í garð hans,
komst hann óskemmdur á sálinni frá
þeim deilum, enda gat hann sagt
með Páli postula: „Ég hef barist
góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið,
hef varðveitt trúna.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Valtýr