Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
✝ Lilja Margeirs-dóttir fæddist í
Færeyjum 5. maí
1936. Hún lést á
Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
13. nóvember 2013.
Foreldrar Lilju
voru Margeir Sig-
urjónsson, forstjóri
í Reykjavík, f. 1907,
d. 1987, og kona
hans Kristín Laufey Ingólfs-
dóttir húsmóðir, f. 1910, d. 2010.
Systkini Lilju eru Margrét, f.
1933, Guðjón, f. 1942, Ingólfur,
f. 1948, d. 2011, Sigurjón, f.
1953, d. 1953, og Óskar Helgi, f.
1954.
Lilja giftist 1956 Flosa Ólafs-
syni, f. 1929, d. 2009, leikara.
Hann var sonur Ólafs Jónssonar
Flosa, f. 1905, d. 1989, og Önnu
hún til Reykjavíkur ásamt fjöl-
skyldu sinni. Lilja lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og stundaði síðar
nám við húsmæðraskóla í Dan-
mörku. Hóf hún síðan af-
greiðslustörf hjá Magnúsi
Benjamínssyni úrsmið, skrif-
stofustörf hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga, af-
greiðslustörf hjá Kornelíusi
Jónssyni á Skólavörðustíg,
skrifstofustörf hjá Olíuverslun
Íslands og var sölustjóri hjá
Steinavör hf. á árunum 1969-
1989. Lilja og Flosi bjuggu
lengst af í Krabbehúsinu við
Tjarnargötu uns þau fluttu að
Bergi í Reykholtsdal 1989 þar
sem þau lögðu stund á hrossa-
búskap og trjárækt. Lilja var
ritari sóknarnefndar, söng í
kirkju- og Freyjukórnum og
starfaði með ungmennafélaginu
og kvenfélaginu þar í sveit. Hún
var jafnframt trúnaðarmaður
SÁÁ.
Útför Lilju fer fram frá Reyk-
holtskirkju í Borgarfirði í dag,
23. nóvember 2013, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Oddsdóttur, f.
1908, d. 1980. Son-
ur Lilju og Flosa er
Ólafur, f. 1956,
kona hans er El-
ísabet Halldórs-
dóttir, f. 1957. Börn
þeirra eru: Anna, f.
1980, maki Guðjón
Már Guðjónsson, f.
1972, dóttir Önnu
er Harpa Líf Hall-
grímsdóttir, f.
1999, sonur Guðjóns er Jason
Daði, f. 2000. Flosi, f. 1992, kær-
asta Halldóra Baldvinsdóttir, f.
1993. Stjúpdóttir Lilju er Anna
Flosadóttir, f. 1951. Maður
hennar var Bjarni Hjartarson, f.
1943, d. 2013. Þau eiga fjögur
börn, Flosa, Ólöfu, Hjört og Æv-
ar.
Lilja ólst upp í Færeyjum
fyrstu níu ár ævinnar, þá fluttist
Það er komin kveðjustund.
Elsku Lilja, stjúpa mín, þú ert
farin, tíminn liðinn.
Ég sakna þess sem var en um
leið finn ég fyrir þakklæti fyrir
allt sem þú varst mér. Ég var
barn sem þú gafst bæði ást og
hlýju. Síðan óöruggur unglingur
sem þú tókst upp á arma þína með
óþrjótandi umburðarlyndi, skiln-
ingi og vináttu. Seinna varð ég
ung móðir með stóra fjölskyldu,
bjó úti á landi og þurfti oft að
koma í bæinn. Alltaf tókstu okkur
opnum örmum, sama hvað lengi
við þurftum að dvelja í stórborg-
inni. Ávallt var opið athvarf í
Tjarnargötunni hjá ykkur. Síðar
þegar fram liðu stundir gat ég
hvenær sem var leitað ráða og
fengið styrk og hvatningu. Svo
hlógum við saman. Börnin mín
nutu umhyggju þinnar og gæsku
því þannig varstu Lilja. Þú hlust-
aðir, styrktir, hvattir og gafst af
þér á einlægan og nærandi hátt
en tókst þig þó aldrei of hátíðlega.
Þú varst líka skemmtileg, húmor-
inn var aldrei langt undan og yf-
irgaf þig aldrei þótt veikindin
sæktu á. Þú varst konan hans
pabba og varst honum mikill
happafengur. Þið pössuðuð svo
vel saman, hann fyrirferðarmikill
og hvatvís en þú hæg, ígrundandi
og róleg. Þannig byggðuð þið
hvort annað upp og voruð geggj-
að par. Ákvörðun ykkar um að
flytja úr Kvosinni og eyða sein-
asta hluta ævinnar í Reykholts-
dalnum þar sem þið áttuð ykkar
sælureit á Bergi með hrossunum
ykkar og Óla og Betu í næsta ná-
grenni var það sem átti hug ykk-
ar og hjarta.
Ég sakna ykkar, sakna þess
sem var.
Elsku Lilja mín, takk fyrir allt.
Anna Flosadóttir.
Ég horfi á tárin falla á óskrifað
blaðið, en hvert einasta tár er tár
góðra minninga og þakklætis fyr-
ir það að hafa verið stelpan þín.
Það að alast upp og fá leiðsögn
inn í lífið frá konu sem var gáf-
aður lífskúnstner með heimspeki-
lega sýn og æðruleysið að vopni
hlýtur að teljast til undantekn-
inga. Ég var svo heppin og fyrir
það er ég óendanlega þakklát.
Síðustu dagar hafa farið í að
rifja upp alla þá visku og lífsgleði
sem þú gafst mér. Allt það sem þú
kenndir mér og það sem við gerð-
um saman. Allar sögurnar sem þú
sagðir mér, sumar með beinum
tilvísunum í eigið líf, aðrar upp-
spuni og enn aðrar blanda af
hvorutveggja.
Þú gafst mér ómetanlega leið-
sögn inn í lífið sem mun nýtast
mér um ókomna tíð.
Elsku amma, þú varst elskuð af
öllum þeim sem kynntust þér.
Minningin um einstaka konu lifir í
hjörtum okkar.
Sjáumst seinna, þín
Anna litla.
Nú er sól Lilju Margeirsdóttur
hefur hnigið til viðar munu geislar
hennar lýsa um ókomin ár fjöl-
mörgum vinum og vandamönnum
í endurminningunni.
Lilju veitti ég fyrst athygli í
gagnfræðaskólanum. Hún var
tveimur árum eldri en ég, fjörleg-
ur og tápmikill unglingur. Til slíks
fólks þorði maður aðeins að líta til
með lotningu á þeim árum og
áræddi ég ekki að reyna að stofna
til neinna kynna. Hjartað var of
lítið til þess. Það var ekki fyrr en
að hún giftist Flosa bróður mín-
um að ég fyrst kynntist mann-
kostum hennar og hlýju, sem jafn-
an stafaði af návist hennar. Á
margan hátt var hún kjölfestan í
lífi bróður míns. Það var hún, sem
átti afgerandi þátt í sigri hans í
glímunni við Bakkus. Það var hún,
sem greip til þeirra ráða, sem
dugðu til þess að flaskan var lögð
á hilluna og lífið varð bærilegt á
nýjan leik.
Staðfestan var meðal margra
kosta húsfreyjunnar á Bergi í
Reykholtsdal og þar áður í rauða
Krabbe-húsinu við Tjarnargötu.
Það bar ekki alltaf mikið á hinum
sterka vilja en þeim mun árang-
ursríkari var beiting hans til
góðra verka. En kærleikur henn-
ar í annarra garð var auðsær. Í
fjölmörgum heimsóknum í henn-
ar hús var maður jafnan umvafinn
vinsemd hennar, hlýju og um-
hyggju. Hún var konan, sem öll-
um vildi gott gera og öllum hjálpa.
Hún var einstaklega jákvæð í fasi
samhliða staðfestunni og mikil
snillingur í samskiptum við fólk.
Glaðværð hennar, létt lund og góð
kímnigáfa átti sinn þátt í því að
vinahópurinn var stór. Þeir voru
áreiðanlega fáir, ef þá nokkrir,
sem fóru óánægðir af hennar
fundi. Stóri bróðir minn bar gæfu
til að greina þessa mannkosti þótt
óneitanlega hafi brotsjóir gengið
yfir á löngum ferli.
Mér er þakklæti ofarlega í
huga fyrir að hafa notið vináttu og
mannkosta Lilju mágkonu minn-
ar. Fjölmargar heimsóknir í
hennar rann verða mér allar
minnisstæðar. Sólin hennar Lilju
mun lýsa upp veginn fyrir mér og
mínum á komandi tímum.
Sverrir Ólafsson.
Hjartfólgin frænka mín er fall-
in frá. Og þrátt fyrir að ég hefði
fylgst með veikindum hennar úr
fjarska og vitað hvað í vændum
var þá var mér svo sannarlega
brugðið þegar hún barst, sjálf
andlátsfregnin. Mér fannst svo
undur stutt síðan að hún hringdi í
mig yfir hafið og við áttum saman
langt og skemmtilegt samtal sem
seint mun gleymast. Það var í síð-
asta sinn sem ég heyrði í Lilju og
nú þykir mér sárt til þess að vita
að samverustundir með frænku
minni verða ekki fleiri – að
minnsta kosti ekki í þessu lífi.
Lilja fæddist í Þórshöfn í Fær-
eyjum árið 1936 en þremur árum
áður höfðu foreldrar hennar flust
búferlum þangað til að freista þar
gæfunnar. Í Færeyjum sleit Lilja
barnsskónum en þegar hún var
níu ára gömul þá flutti fjölskyldan
á nýjan leik heim til Íslands, nán-
ar til tekið á Brávallagötuna í
Vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar og stundaði
síðar nám við húsmæðraskólann í
Silkeborg á Jótlandi. Sagan segir
hinsvegar að hún hafi þennan
danska húsmæðraskólavetur
lengstum dvalið í Hamborg þar
sem væntanlegur ektamaki og
lífsförunautur lagði þá stund á
nám í tannlækningum. Eftir
heimkomu frá Danmörku vann
Lilja hjá Magnúsi Benjamínssyni
úrsmið, skrifstofustörf hjá SÍS,
afgreiðslustörf hjá Kornelíusi
Jónssyni á Skólavörðustíg og
skrifstofustörf hjá BP. Lengst var
hún svo sölustjóri hjá fyrirtæki
föður síns, Steinavör hf., á árun-
um 1969-89.
Árið 1956 gekk Lilja í hjóna-
band með Flosa Ólafssyni og
sama ár eignuðust þau son sinn
Ólaf. Flosi hafði þá lagt til hliðar
öll áform um að gerast tannlæknir
og skráð sig til náms við Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins. Og eins
og alþjóð veit þá fann Flosi þar
svo sannarlega sína réttu hillu og
átti eftir að verða einn ástsælasti
leikari þjóðarinnar auk þess sem
hann gladdi landsmenn reglulega
með skrifum sínum.
Sumarið 1989 ventu þau hjónin
kvæði sínu í kross og létu gamlan
draum rætast. Fluttu af mölinni
að Bergi í Reykholtsdal og sinntu
þar hrossabúskap auk þess sem
Lilja fékkst við trjárækt samhliða
almennum heimilisstörfum. Lilja
var fljót að aðlaga sig sveitinni.
Hellti sér út í félagslífið og lék við
hvern sinn fingur – söng í kirkju-
kórnum og Freyjukórnum, settist
í sóknarnefndina, tók þátt í störf-
um ungmennafélagsins og kven-
félagsins.
Lilja frænka var alveg einstök
manneskja og það eru hrein for-
réttindi að eiga eina slíka í sínu
nánasta ranni. Nærvera hennar
var hlý sem sunnanvindur og öll-
um leið vel í návist hennar. Okkur
sem áttum rík samskipti við Lilju
er ljóst að hún hafði mikil áhrif á
líf okkar allra. Viska hennar, já-
kvæðni, kímnigáfa og ómældir
persónutöfrar gerðu það að verk-
um að allir fóru ríkari af hennar
fundi.
Blessuð sé minning Lilju.
Ívar Gissurarson.
Föðursystir mín og vinkona,
Lilja Margeirsdóttir, er látin. Mér
þykir sárt og tómlegt að hugsa til
þess.
Ég var eins árs þegar þau Flosi
fluttu á Berg í Reykholtsdal. Eng-
um stað hef ég síðan kynnst sem
er jafnríkur af gleði. Þar lærði ég
að hlæja að öllu. Þar var mér
kennt að taka ekkert of hátíðlega.
Í skammdeginu sátum við fyrir
nokkrum árum seint um kvöld og
hlustuðum á Flosa syngja við pí-
anóið. Á meðan snjóbylurinn
barði gluggann dansaði Lilja á
hlýju stofugólfinu áhyggjulaus og
sönglaði með. Við yngra parið í
stofunni sátum þétt í sófanum,
fylgdumst með af aðdáun og
brostum hvort til annars. Hvílíkar
fyrirmyndir.
Á Bergi var nefnilega öllum
gestum gefin gleði með kaffinu.
Og einmitt þess vegna voru alltaf
gestir á Bergi.
Nú stendur Stóra-Aðalberg
tómt. Þar er þögn. Ljósin undir
Logalandi slökkt. En gleðin býr
ekki í húsum. Hún býr í fólki. Þótt
Lilja skilji eftir sig stórt skarð í
lífi mínu skilur hún eftir þeim
mun stærri hóp fólks sem hefur
lært af henni það sama og ég;
kúnstina að vera glaður.
Þakka þér, Lilja, fyrir að fylgja
mér af stað út í lífið.
Jónas Margeir Ingólfsson.
Lilja Margeirsdóttir var hlý og
brosmild. Hún bjó yfir smitandi
gleði. Það átti vel við því hún var
gift Flosa Ólafssyni sem var þjóð-
areign lífsglaðra Íslendinga. Með-
an þau bjuggu í borginni lögðu
þau heiminn að fótum sér með
lífsfjöri sínu, frjálsræði og bó-
hemskum lifnaðarháttum. Þau
voru bæði náttúrubörn og nutu
þess að þeysa um landið á hestum
og hrifu hvarvetna samferðamenn
eins og í miðborg Reykjavíkur.
Þau voru líka bæði þess háttar
listamenn á lífið að þau öfluðu sér
vina og kunningja – og margir
þeirra entust út lífið. Þau voru af-
skaplega bundin hvort öðru, svo
eiginlega var aldrei annað þeirra
nefnt í hópi vina án þess að hitt
fylgdi með, Flosi og Lilja í
Reykjavík, og Lilja og Flosi í
sveitinni.
Á húmornum og gleðskapnum í
Reykjavík voru auðvitað fleiri
hliðar – sem um síðir leiddi til
þess að þau kusu að segja skilið
við fyrri lífshætti. Þegar þau
fluttu upp í Borgarfjörð fyrir um
aldarfjórðungi urðu þáttaskil í lífi
þeirra. Í vitund okkar margra
vina þeirra unnu þau þá sína
stærstu sigra og þau geisluðu af
lífshamingju.
Lilja var virkur þátttakandi í
margs konar félagslífi í sveitinni.
Hún vann á þeim vettvangi óeig-
ingjarnt starf, hvarvetna til að
fegra mannlíf og fjörga fé-
lagsskapinn. Lilja átti með bónda
sínum frumkvæði að félagsdeild
allsgáðra einstaklinga – samtaka
sem starfað hafa í Borgarfjarðar-
dölum sleitulaust í yfir 20 ár. Á
mælikvarða stórborga kann þetta
að líta út sem stutt skref í þróun-
arsögu mannkynsins, en á kvarða
heilbrigðara lífs í sveitum lands-
ins var þessi einstæði þáttur í ævi-
starfi Lilju Margeirsdóttur afar
mikilvægur bæði fyrir einstak-
linga og samfélag.
Í því hjónabandi sem þau Lilja
og Flosi héldu í meira en hálfa öld
var Lilja lífsglaði og létti partur-
inn meðan pundið í Flosa gat orð-
ið býsna þungt. Alltaf var Lilja
glöð og sá ljósið varða veginn. En
þegar Flosi var burtkallaður árið
2009 var eins og henni hefði þrotið
erindi. Henni var horfin gamla
gleðin.
Nú var hún að upplagi sú káta
Lilja sem aldrei drúpti höfði og
alltaf brosti, – og hún gat gantast
með það að í móðurætt hennar
var ríkjandi langlífi, hinar breið-
firsku og brosmildu kerlingar
náðu oft 100 ára aldri og ortu og
brostu fram í andlátið.
En hún virtist ekki njóta þeirr-
ar kynfylgju, því henni fataðist
heilsa með fráfalli Flosa. Og
margt varð henni þar að auki mót-
drægt. Hvert áfallið á fætur öðru
reið yfir; móðir hennar féll frá,
skömmu síðar Ingólfur rithöfund-
ur bróðir hennar og nánir vinir
hennar misstu heilsuna og hurfu
úr heimi. Nú síðast Jóna Sigur-
jóns náin vinkona hennar og syst-
ir í bóhemskri gleði á árum áður.
Og nú fellir Lilja sjálf krónu að
moldu. Það var vissulega dapurt
hve hratt hallaði undan fæti. En
um sumt var það líka náttúruleg-
ur endir á litríku lífi sem gladdi
svo marga og þakkað er fyrir.
Lilja Margeirsdóttir skilur eftir
fallega minningu í hjörtum sam-
ferðafólksins. Betu og Óla syni
hennar og öðrum ástvinum vott-
um við Stína og Melkorka okkar
dýpstu samúð.
Óskar Guðmundsson
í Véum.
Lífið er afar merkilegt og gleði
þess og hryggð eru systur er búa
innra með okkur, og með hjálp
þeirra breytist sorgin við andlát
vinar í þakkir fyrir hann.
Lilja
Margeirsdóttir
✝ GunnhildurFriðriksdóttir,
Heiðarholti, Sval-
barðsströnd fædd-
ist á Siglufirði 19.
desember 1927.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
14. nóvember 2013.
Gunnhildur er
dóttir hjónanna
Friðriks Sveins-
sonar og Guðrúnar
Jónsdóttur á Siglufirði. Hún
ólst upp í Vestmannaeyjum frá
sex ára aldri hjá móðursystur
sinni, Guðfinnu Jónsdóttur, og
manni hennar, Guðjóni Ein-
arssyni, eftir að móðir hennar
veiktist af berklum og lést þeg-
ar Gunnhildur var tólf ára.
Systkini hennar eru Svanhildur,
býr í Sólbergi á Svalbarðs-
strönd, Gísli, látinn, Guðrún El-
ísabet, býr á Siglu-
firði, og Þorbjörn
Ármann, býr í
Vörðu, austan
Hellu. Fóst-
urbræður hennar
voru Karl Guð-
jónsson og Árni
Guðjónsson.
Eftirlifandi eig-
inmaður Gunn-
hildar er Stein-
grímur Helgi
Valdemarsson. Þau eignuðust
átta börn, þau eru: Linda, Frið-
rik, Guðjón Atli, Guðfinna,
Hlöðver, Steingrímur Helgi,
Bjarney Vala og Sveinn Heiðar.
Afkomendur eru 60 og fjöl-
skyldan öll 87 talsins.
Gunnhildur verður jarð-
sungin frá Svalbarðskirkju á
Svalbarðsströnd í dag, 23. nóv-
ember 2013, kl. 13.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
(Þorsteinn Gíslason.)
Mig langar til að minnast ást-
kærrar tengdamóður minnar,
sem nýverið kvaddi okkur, í fá-
einum orðum. Ég var svo lán-
söm að eignast Gunnhildi fyrir
tengdamóður fyrir fáeinum ár-
um, allt of fáum auðvitað því
þegar maður kynnist og á sam-
neyti við svona perlu eins og hún
var og tengdafjölskyldan mín er
þá vill maður lengri tíma. En
okkur er víst afmarkaður tími
svo það er eins gott að njóta
hans vel og má með sanni segja
að einhvern veginn var ekki
annað hægt með Gunnhildi. Hún
var glaðsinna, dugleg, hógvær
og tók því sem að höndum bar
með æðruleysi. Það var stutt í
húmorinn og ég er viss um að
hún gerði hvern þann sem fylgdi
henni að betri manneskju. Sést
það kannski best á börnum og
afkomendum Gunnhildar og
Steingríms sem svo oft koma
saman, svo samhent og samhuga
í öllu sem þau taka sér fyrir
hendur og aldrei sést eða heyr-
ist misklíð eða leiðindi. Það er
ekki öllum gefið að ala mörg
börn upp á þann veg enda sækja
allir heim í Heiðarholt og alltaf
er jafn gott að koma þangað.
Mjólkurgrautur á laugardögum,
kinda- eða annað bústúss, fót-
boltaleikur eða bara eitthvað
allt annað, það var a.m.k. nóg
pláss fyrir alla í Heiðarholti.
Ég sé Gunnhildi fyrir mér
hræra í jólaköku, steikja hina
allra bestu ástarpunga nú eða
hræra í besta mjólkurgraut í
heimi – eða með einhverja
handavinnu því hún var sann-
arlega iðin og alltaf með eitt-
hvað í höndunum, eins og heilsa
leyfði – hún gæti líka verið að
sinna ræktun og blómum og
njóta þeirra hvort sem er inni
eða í sól og blíðu úti á verönd-
inni – hún gæti líka verið að rifja
upp og segja frá frá: æskudög-
um sínum, börnunum sínum,
ferðalögum ýmist með fjölskyld-
unni, öldruðum eða kórfélögum
en nokkuð undantekningarlaust
var einhvers staðar kátína sem
bar á góma.
Á túni sefur bóndabær,
og bjarma á þil og glugga slær.
Við móðurbrjóstin börnin fá
þá bestu gjöf, sem lífið á.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Steingrímur, Linda,
Friðrik, Guðjón, Guðfinna,
Patti, Helgi, Eyja og Sveinn
minn og fjölskyldurnar okkar,
megi hinar dýrmætu minningar
um þá mætu konu sem Gunn-
hildur var styrkja okkur á sorg-
artímum og vekja okkur til gleði
og þakklætis að hafa átt því láni
að fagna að eiga hana að sem
eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu eða langömmu. Það verð-
ur áfram gott að koma í Heið-
arholt þó að muni tilfinnanlega
vanta eina en þá getum við
glaðst við að eiga slíkan fjársjóð
minninga að leita í á saknaðar-
stundum.
Elísabet Inga
Ásgrímsdóttir.
Elsku amma. Við kveðjum þig
í dag með sorg í hjarta en hlýjar
og góðar minningar um yndis-
lega ömmu sem alltaf tók á móti
okkur með opnum örmum og
bros á vör.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er sárt að kveðja en við
vitum að Steindór og Ísak taka
vel á móti þér og hugsa vel um
þig.
Hvíldu í friði elsku amma.
Gunnhildur og Svavar.
Gunnhildur
Friðriksdóttir