Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 68

Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 68
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þráir faðmlag frá föður sínum 2. Nauðgaði og myrti kennara sinn 3. Selur meydóminn í annað sinn 4. Rekinn úr landsliðinu fyrir ...  Kvikmyndagerðarmennirnir Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson vinna að heimildarmynd um tónlistarmann- inn Herbert Guðmundsson sem þeir hafa fylgst með í rúm þrjú ár. Einnig er væntanlegur tvöfaldur safndiskur með helstu smellum Herberts, ann- ars vegar hljómdiskur og hins vegar mynddiskur sem hefur að geyma fjölda myndbanda. Herbert fagnar bæði 40 ára starfsafmæli í ár og sex- tugsafmæli. Heimildarmynd og tvöfaldur safndiskur  Áhugaljós- myndarinn Jó- hann Smári Karls- son opnar ljós- myndasýninguna Iceland my way í Róm, 28. nóv- ember nk. Sýn- ingin er haldin í boði borgaryfir- valda. Myndirnar tók Jóhann í bús- áhaldabyltingunni 2008-9. Búsáhaldabyltingar- myndir í Rómaborg  Þann 20. nóvember sl. voru liðin 24 ár frá því Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur og verður haldið upp það í aðalsafni Borgar- bókasafns, Tryggvagötu 15, á morgun kl. 15 með menningarmóti. Á því fá börn tækifæri til að kynna sína menn- ingu og áhugamál, m.a. með því að koma með hluti sem skipta þau máli eða bjóða upp á atriði. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið krist- in.r.vilhjalmsdott- ir@reykjavik.is. Sáttmála fagnað með menningarmóti FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og víða léttskýjað. Suðaustan 5-10 m/s og þykknar upp SV-lands með kvöldinu. Frostlaust með suður- og vesturströndinni. Frost 0-10 stig. Á sunnudag Gengur í sunnan 8-13 m/s með dálítilli snjókomu sunnan- og vestanlands, en síðar slyddu eða rigningu og hita 1-6 stig. Hægara og þurrt norðaustantil og minnk- andi frost. Á mánudag Suðvestan 10-15 m/s og rigning víða á landinu, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir austan. „Veiking liðanna í úrvalsdeildinni skýrir e.t.v. þær sveiflur sem hafa verið í leik margra þeirra í deild- arkeppninni. Liðin eru yfirleitt skipuð ungum leikmönnum, sem eru að stíga sín fyrstu skref, í bland við eldri leikmenn sem sumir hverjir hafa lifað sitt fegursta í íþróttinni,“ segir Ívar Benediktsson m.a. um íslenska hand- boltann í Viðhorfi á laugardegi. »4 Veiking liðanna skýrir sveiflur í leik þeirra Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti tvö Íslandsmeta sinna á fyrsta degi Íslands- meistaramótsins í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafn- arfirði í gær. Hún bætti met í 200 metra baksundi og fjórsundi. Sveit Fjölnis, með afmælisbarnið og Ólympíu- meistarann Jón Margeir Sverrisson innanborðs, bætti 12 ára met í 4x200 metra skriðsundi. »1 Þrjú Íslandsmet féllu á fyrsta degi „Það reikna flestir með að Stabæk fari með sigur af hólmi en við vitum að það getur allt gerst í bikarleik og það er engin hræðsla í okk- ur þó svo við vit- um að Stabæk er með mjög gott lið sem hefur unnið marga titla,“ seg- ir Hólmfríður Magnúsdóttir, einn fjögurra Íslendinga sem geta tek- ið þátt í úr- slitaleik norsku bik- arkeppn- innar í dag. »2 Engin hræðsla þó Sta- bæk sé mjög gott lið Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kvenfataverslunin Bernharð Laxdal á Laugavegi á 75 ára starfsafmæli í ár. Hún er elsta starfandi kvenfata- verslun landsins, stofnuð árið 1938 á Akureyri af Bernharð Laxdal klæð- skera. Núverandi eigendur hennar eru hjónin Guðrún R. Axelsdóttir og Einar Eiríksson, þau keyptu versl- unina árið 2001 af Þyri Laxdal, dótt- ur Bernharðs. „Verslunin var fyrst eingöngu á Akureyri en útibú var opnað í Reykjavík árið 1959, á annarri hæð í Kjörgarði við Laugaveg, en það var fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi,“ segir Guðrún. Árið 1984 flytur versl- unin í núverandi húsnæði, á Lauga- vegi 63, og er eingöngu starfrækt þar nú. „Þetta er upprunalega kápu- búð og við erum mjög trú þeim upp- runa, leggjum mikla áherslu á kápur og aðrar yfirhafnir en erum líka með allan annan almennan kvenfatnað,“ segir Guðrún. – Hvers vegna heldur þú að versl- unin hafi gengið svona lengi? „Ég held að það sé út af stöðug- leikanum og því að það hefur aldrei verið slegið af kröfunum, við höfum alltaf boðið upp á góða vöru frá þekktum framleiðendum. Ég ákvað það þegar hrunið kom að fara ekki í fótspor margra sem fóru út í ódýr- ara og slógu af gæðunum. Fólk vill kaupa vandað, sem það getur átt lengi, og fá góða þjónustu. Svo erum við með sterkan og góðan kúnnahóp en maður heldur honum ekki nema maður vandi sig. Við leggjum gríðar- lega mikið upp úr þjónustunni og það kann fólk að meta.“ Guðrún segir mikla breidd vera í aldurshópi viðskiptavinanna. „Mér finnst þær alltaf vera að yngjast sem koma til okkar. Þegar ég byrjaði ár- ið 2001 fannst mér þetta oftar vera eldri konur en í dag er stór kúnna- hópur á milli þrítugs og fertugs. Þær byrja kannski að koma með mömmu eða ömmu og sjá hvað er í boði hér og fara svo að kaupa á sjálfar sig. Við erum líka með föt sem höfða til yngri kvenna og góðar stærðir.“ Clinton keypti sér úlpu Guðrún segir ferðamenn koma heilmikið inn í verslunina en fræg- asti viðskiptavinur Bernharðs Lax- dal er án efa Hillary Clinton. Hún keypti yfirhöfn í versluninni þegar hún var í heimsókn hér á landi árið 1999. „Af myndum að dæma hefur Hillary notað úlpuna sem hún keypti heilmikið,“ segir Guðrún sem horfir bjartsýn fram á veginn og ætlar að halda verslunarrekstrinum eins lengi áfram og hún hefur gaman af honum. Þrátt fyrir að vera orðin 75 ára er verslunin Bernharð Laxdal í takt við tímann en hún er bæði með heima- síðu þar sem skoða má úrvalið og með Facebook-síðu. Elsta kvenfataverslun landsins  Bernharð Laxdal á Laugavegi er 75 ára  Var upprunalega kápubúð Morgunblaðið/Kristinn Verslun Guðrún R. Axelsdóttir, til vinstri, ásamt samstarfskonum sínum þeim Rannveigu Ingvarsdóttur, Lilju Sveinsdóttur og Önnu Þórisdóttur. Regnhlífarkonan er merki Bern- harðs Laxdal. Það var teiknað af Magnúsi Pálssyni listamanni í kringum 1960. „Þetta lógó hefur alveg staðist tímans tönn. Ég hef oft verið spurð út í það erlendis, það er tekið eftir myndinni á nafnspjaldinu,“ segir Guðrún. Það hefur aldrei komið til greina að skipta um nafn á versluninni. „Það er svolítið fyndið að stund- um koma herramenn inn og halda að við seljum herrafatnað því búðin ber nafn karl- manns. En það hef- ur aldrei komið til greina að skipta um nafn.“ Hefur staðist tímans tönn REGNHLÍFARKONAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.