Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
Í vikunni sat ég fund félagsmálanefndar Evr-ópuráðsins; og einnig undirnefndar þeirrarnefndar sem fjallar sérstaklega um kynferðis-
ofbeldi gegn börnum. Fundurinn var haldinn í
Genf í Sviss og voru kallaðir til sérfræðingar á
vegum Sameinuðu þjóðanna sem þar halda til, auk
aðkomumanna. Þeirra á meðal var Hollendingur,
Hans Guyt að nafni, frá samtökum sem vinna
gegn barnaníði. Þessi samtök komust nýlega í
fréttir eftir að þau létu búa til tölvugerða smá-
stúlku sem bauð upp á „þjónustu“ á netinu. Þús-
undir svöruðu og á heimskorti sem okkur var sýnt
sást að nokkrir svarendur voru frá Íslandi (sjá:
www.terresdeshommes.nl).
Það er skemmst frá því að segja að á þessum
fundi var dregin upp hrikaleg mynd og það sem
verra er, sérfræðingarnir segja að ástandið fari
versnandi. Barnaníð – það er, bein samskipti ger-
anda og þolanda – sé í miklum mæli komið á inter-
netið og færist þar ört í vöxt. „En er netáreiti ekki
saklausara en ofbeldisfull snerting?“ var þá spurt.
Okkur var sagt að vitnisburður barnanna og rann-
sóknir á líðan þeirra bentu til að upplifunin væri
næsta áþekk – alla vega mjög slæm og geti haft
varanleg áhrif á sálarlífið.
En hvað skal taka til bragðs? Fyrrnefndur Hol-
lendingur kvaðst ekki í vafa um hvað bæri að gera.
„Á internetinu er almannarými, sambærilegt göt-
um og torgum,“ sagði hann.“ Lögreglunni er ætl-
að að gæta öryggis okkar á götum úti. Hvers
vegna á ekki hið sama að gilda um netið? Viljum
við að á netinu fari fram ólöglegt athæfi sem við
myndum aldrei líða í hefðbundnu almannarými?“
Og síðan bætti hann því við, að við mættum ekki
gleyma því að um væri að ræða ofbeldi gegn litlum
börnum sem ekki gætu varið sig. „Ætlum við
virkilega ekki að koma þeim til hjálpar?“
Auðvitað hljótum við að gera það. Það er fyrsta
spurningin sem að mínum dómi á afdráttarlaust
að svara játandi. En þar með er ekki björninn
unninn. Svara þarf mörgum flóknum spurningum:
Hvar eru landamæri almannarýmis og einkarým-
is? Er í lagi að fremja ofbeldi í einkarými, bara af
því að það er á netinu? Hvar á að draga mörkin á
milli persónuverndar og almannahagsmuna? Og
þar sem umhverfið er alþjóðlegt þarf að spyrja
hvar ákvörðunar- og löggjafarvald eigi að liggja.
Við vitum hvernig bandaríska Þjóðaröryggis-
stofnunin skilgreinir almannahag. Hún vill fang-
elsa lýðræðisuppljóstrara fyrir að dreifa „illa
fengnu“ og „ólöglegu“ efni sem skaði „hagsmuni
ríkisins“ á sama tíma og mannréttindasamtök
þakka þeim fyrir að dreifa upplýsingum á netinu
og í fjölmiðlum í þágu almannahags!
Landamærin á milli almannahags og friðhelgi
einkalífsins verða aldrei endanlega skilgreind.
Þau eiga enda stöðugt að vera í opinni og gagn-
rýnni umræðu. Þannig þokar mannréttinda-
samfélagið sér fram á við.
Ég hef viljað vera varkár í öllu inngripi lögreglu
hvað varðar njósnir og hleranir. Ég hef viljað skil-
greina mjög þröngt heimildir lögreglu og varað
við úrræðum sem vega að friðhelgi einkalífsins,
þar á meðal notkun almennra tálbeita, þ.e. sem
beinast ekki að einstaklingi vegna gruns um glæp.
Hitt er svo alveg ljóst að börnin vil ég vernda.
Og ofbeldismenn eiga ekki að geta athafnað sig í
skjóli ósnertanlegs internets. Margir skella hurð-
um áður en umræða getur hafist um hvað skuli lið-
ið á netinu og hvað ekki. Ég spái því að slík afstaða
muni brátt heyra sögunni til hjá öllum þorra fólks.
Lögreglan á netinu?
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Blaðamaðurinn Gunnar Smári
Egilsson kvartaði við bókaútgef-
endur landsins undan skorti á
klassískum barnabókum í íslensk-
um bókabúðum á
fésbókinni í vik-
unni og í kjölfarið
spunnust umræð-
ur um barnabækur
á vegg hans. „Í
búðinni var engin bók eftir Ole
Lund Kirkegaard, engin bók eftir
Roald Dahl, bara Halastjarnan eftir
Tove Jansson en ágætt úrval eftir
Astrid Lindgren (en því miður höf-
um við lesið þær allar). Hvernig
stendur á að bækurnar um Múm-
ínálfana eru ekki
allar til?“
Útgefandinn Jó-
hann Páll Valdi-
marsson tók til
máls: „Við erum á
fullu að endurprenta t.d. Ole Lund
Kirkegaard,“ og benti jafnframt á
vef Forlagsins þar sem oft væru
fleiri titlar en í verslunum. Upplýsti
hann jafnframt að í vikunni hefði
verið ákveðið að endurprenta bók-
ina um Fúsa froskagleypi eftir
Kirkegaard.
Fúsi hefur löngum notið mikilla
vinsælda og bætti athafnakonan
Ingibjörg Pálmadóttir þessu við
á spjallþræðinum: „Grét úr hlátri
við lestur Fúsa fyrir strákana
mína.“
Umræðuhefð á netinu er mörg-
um hugleikin enda mýmörg dæmi
um dómhörku og
óvægna framkomu
í garð náungans í
netheimum líkt og
raunheimum.
Hrund Gunn-
steinsdóttir
hafði þetta til þeirra mála að leggja
á vegg sínum á fésbókinni á föstu-
dag: „Hei! Ég er með hugmynd. Eig-
um við að sleppa því að beita dóm-
hörku á orð og gjörðir annarra í
dag? Líta bara í eigin barm og muna
að enginn er fullkominn – þar með
talin við sjálf?
(Má til eftir að hafa lesið snöggt
yfir statusa og komment á netinu í
morgun. Spegill spegill …)“
AF NETINU
„Undanfarnir mánuðir hafa verið hálfgerður
rússíbani. Ég var kasólétt, í miðju kafi að
leggja lokahönd á Múrinn þegar dettur tölvu-
póstur inn í pósthólfið mitt: búið er að selja
þýðingarréttinn á fyrstu bókinni minni til
eins stærsta forlags Frakklands! Ég er því að
hugsa um þrjú afkvæmi núna, tvær bækur og
barn,“ segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur.
Sif býr í London ásamt manni sínum, Geir
Freyssyni, og eignaðist dótturina Urði þar.
Múrinn er þriðja bók hennar og sú fyrsta í
sagnabálkinum Freyju saga. „Þetta er fantas-
ía í anda Hungurleikanna sem er fyrir ungt
fólk á öllum aldri. Hún gerist á Íslandi í fjar-
lægri og drungalegri framtíð og segir frá
Freyju, fjórtán ára stelpu, sem reynist vera
mikill örlagavaldur þegar kemur að mótun
nýrrar heimsálfu sem kallast Ísland.“
Ýmsar persónanna eru byggðar á íslensk-
um stjórnmálamönnum. „Ég vona að enginn
taki því persónulega að vera líkt við eineygð-
an, krull-hærðan einvald sem borðar kvika-
silfur sér til heilsubótar og lætur bræða skófl-
ur og önnur nytjaáhöld til að láta reisa af sér
styttur. Maður verður að færa í stílinn. Fæst-
ir íslenskir stjórnmálamenn eru eineygðir!“
Hún segir stjórnmálamenn ekki mikið í
tísku og vinsælt viðhorf að gefa frat í pólitík;
segjast ekki hafa áhuga á henni. „Fyrir mér
er það hins vegar það sama og hafa ekki
áhuga á lífinu og tilverunni. Allt er pólitík:
ostaúrvalið í Hagkaup; hversu oft grasið á
hringtorginu á Hringbraut er slegið á sumr-
in; hvað mojito kostar á Kaffibarnum.“
Auk þess að stunda ritstörf er Sif með ann-
an fótinn í „Kísil-hringtorginu“ í London.
„Það er aðal-sprotahverfið í borginni.“
Þau Geir hafa rekið fyrirtæki í hartnær tíu
ár. Hann kemur úr tæknigeiranum, Sif úr
bókmenntunum og þau sameinuðu ólík
áhugamál. „Það lá því beint við að við stofn-
uðum útgáfu sem seldi bækur gegnum int-
ernetið. Við stofnuðum bókaklúbb sem heitir
Handtöskuserían með það að markmiði að
gera nýjar, erlendar skáldsögur eftir konur
aðgengilegar lesendum á íslensku. Við vild-
um bæði sporna gegn þeim kynjahalla sem er
í bókaútgáfu og skaffa skemmtilegt lesefni í
handtöskuna, afþreyingu sem hægt væri að
grípa til í hádegishléinu, í strætisvagninum
eða yfir uppáhaldsbollanum á kaffihúsinu.“
Útgáfan gekk mjög vel, Forlagið keypti
hana „og rekur hana í dag með glæsibrag“.
Sif segir markmiðið með Múrnum svipað:
„Að skrifa bók sem hefur jafnmikið skemmt-
anagildi og brjálaðasti tölvuleikur og æsileg-
asta Hollywood-mynd. Lestur á í vök að verj-
ast gegn skemmtun á borð við sjónvarp og
tölvuleiki. Stærsti glæpur við unglinga-
bókaritun er að ætla bókinni uppeldis-
hlutverk. Fátt er meira fráhrindandi en boð-
skapur sem ætlað er að ala lesandann upp,
kenna honum eitthvað sem álitið er verðugt,
eða innræta lesandanum góða og „rétta“
hegðun. Sumir virðast standa í þeirri trú að
það sé í lagi að stunda heilaþvott gegnum
bækur ætlaðar unglingum en myndu seint
sjálfir sætta sig við að þurfa að sitja undir
slíkum leiðindapésa. Rétt eins og fullorðnir
sjá unglingar í gegnum slíkar betrunartil-
raunir og kæra sig ekki um slíka lesningu.“
Rússíbana-
reið Sifjar
Sif Sigmarsdóttir með Urði dóttur sína. Hún hef-
ur í nógu að snúast með nýja bók og nýtt barn.
Vettvangur