Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Verkskipting á heimilinu hefur orðið jafnari milli kynja með tím- anum, aðallega vegna þess að kon- ur hafa dregið úr heimilisverkum og eyða minni tíma í þau en áður. Hins vegar eyða þær að meðaltali rúmlega helmingi meiri tíma í heimilisstörf en karlar og verk- skiptingin mjög kynbundin. Grundvall- armunur á störf- unum er sá að karlastörfin eru síður áríðandi. Sprungna peran í útiljósinu má frekar bíða en kvöldmaturinn. Eins er ekki eins viðurkennt að útvista hefðbundnum verkum kon- unnar eins og þvottinum, þrifum eða matargerð. Það er eðlilegra að borga fyrir viðgerð á bílnum eða hringja á pípara. Þá eiga konur mögulega erfitt með að hleypa körlum í sín hefðbundnu heim- ilisstörf sökum þess að félagslega bera þær meiri ábyrgð á heimilinu og eru mun frekar dæmdar fyrir ásýnd þess. „Það sem gleymist í umræðunni er það að ásýnd heim- ilisins er eitthvað sem konur eru dæmdar fyrir af utanaðkomandi aðilum þar sem heimilisverkin til- heyra kvenhlutverkinu. Það skipt- ir í raun ekki máli hvor aðilinn geri heimilisverkið sem slíkt, eins og til dæmis það að brjóta saman handklæði í handklæðaskápinn eða bjóða upp á kræsingar í barna- afmæli. Hvort sem verkið er gert vel eða illa eða hvort karl- maðurinn eða konan geri það, þá er það konan sem er metin út frá því. Það er því eðlilegt að hún hafi meiri áhyggjur af heim- ilisverkum og því að þau séu gerð vel. Konur eru frekar verkstjórar á heimilinu vegna þess að heim- ilisstörfin eru þeirra svið. En ef til vill væru þær það ekki ef ábyrgðin væri ekki félagslega þeirra.“ Ábyrgð á uppeldi og heimilisverkum liggur frekar á herðum kvenna. AFP Karlarnir eru síður dæmdir Þóra Kristín Þórsdóttir Jafnréttisþing var haldið fyrstaþessa mánaðar á Nordica hót-el þar sem fjallað var um fjöl-margar hliðar jafnréttismála en var áhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Meðal þeirra sem héldu erindi á þinginu var Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í fé- lagsfræði, en hún fjallaði um kyn- bundna verkaskiptingu á heimilum. Viðfangsefnið hefur ekki mikið ver- ið rannsakað hér heima en Þóra Kristín ásamt Kolbeini Stefánssyni, sérfræðingi hjá Hagstofunni, hafa unnið skýrslu með gögnum um kyn- bundna verkskiptingu sem nefnist Vinna og heimili fyrir og eftir bankahrun fyrir Velferðarvaktina og er útgáfa væntanleg á þessu ári. Heimilið grundvöllur fyrir breytingar Hvert sem við lítum er verkum skipt eftir kyni og er Ísland nokkuð samstiga öðrum löndum hvað skipt- ingu á heimilisstörfum varðar. Sam- eiginlegar niðurstöður með Íslandi og öðrum löndum eru þær að konur sjá nánast alfarið um þrif og þvotta en karlar sjá um viðhaldið. Elda- mennsku er meira deilt, þó kon- urnar eldi oftar. Eins er með inn- kaupin. „Karlar vinna lengri vinnuviku en konur vinna lengur ef allt er tekið saman,“ segir Þóra Kristín. Þegar fólk í hjúskap er skoðað sýnir tölfræði að konur eyða að meðaltali um 14 klst. í heim- ilisstörf á viku en karlar eyða að meðaltali um 7 klst. á viku í heim- ilisstörf og ábyrgðin liggur mun meira hjá konunni. „Staða kvenna er verri en karla ef þær bera meiri ábyrgð en karlar á uppeldi og heim- ilisstörfum. Töluverður tími er tek- inn frá þeim á viku á meðan karlar eru frjálsari til að gera ýmislegt annað, eins og að sinna áhuga- málum.“ Þóra Kristín telur að grunnurinn að breytingum hvað jafnrétti á vinnumarkaði varðar sé innan veggja heimilisins. „Í umræðunni um jafnrétti er alltaf minnst á laga- legt jafnrétti, hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og annað en það er aldrei talað um heimilið,“ segir Þóra Kristín. „Það er atriði sem skortir í umræðuna. Það þykir einkamál hvernig fólk skiptir með sér verkum á heimilinu og sam- kvæmt því ætti ekki að vera að ræða það í samfélagi þar sem allir eru frjálsir. En það er svo augljóst að á heimilinu hafa kynin mjög sterk hlutverk sem eru hamlandi.“ Hugmyndafræðin gölluð Verkaskipting ákvarðast snemma í sambúð. Hún er að sjálfsögðu sí- breytileg og fer eftir aðstæðum hverju sinni en Þóra Kristín segir að venjan sé ekki sú að ákveða fyr- irfram hver geri hvað á heimilinu. „Það er ekki venjan að fólk setj- ist niður og ákveði hlutverka- skiptingu á heimilinu heldur þróast það,“ segir Þóra Kristín. „Það er ekkert að því að það sé verkaskipt- ing á heimilinu, það er eðlilegt eins og með aðrar vinnur. Hins vegar þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Þegar fólk byrjar í sambúð í dag þá er það yfirleitt jafn hæfileikalaust í heimilisverkunum. Margir hafa t.d. ekki sett í þvottavél. Fólk ætti að nýta sér eða tileinka sér tækifærið til að byrja á byrjun.“ Heimilið sé vinnustaður sem gleymist oft en líkt og með aðra vinnustaði fái fólk sér- hæfingu og ábyrgð þar sem dæmt er eftir verkunum. Sama gildi um heimilið. „Hugmyndakerfið sem við búum við er gallað, þar sem við ákveðum frá byrjun að fólk hugsi á ákveðinn hátt og hafi ákveðna hæfni út frá kyni. Á þessu tapa all- ir. Þó karlar hafi hærri laun tapa þeir líka á þessu. Þeir hafa meiri fyrirvinnuábyrgð og fá færri tæki- færi til að eyða með börnum sínum. Stóra málið er að stytta vinnuvik- una og byggja kerfið út frá fjöl- skyldunni en ekki út frá vinnumark- aðnum og hagkerfinu. Það er hagkvæmt að fólki líði vel.“ Verkaskipting hér á landi er mjög kynbundin líkt og annars staðar í heiminum. Konur sjá heldur um þrif og þvott en karlar sjá um viðhald. Morgunblaðið/Rósa Braga Lykillinn að jafnrétti innan veggja heimilisins ALLS STAÐAR ER VERKUM SKIPT EFTIR KYNI OG ER HEIMILIÐ ÞAR ENGIN UNDANTEKNING. KONUR VERJA UM 14 KLST. AÐ MEÐALTALI Á VIKU Í HEIMILISSTÖRF EN KARLAR EYÐA 7 KLST. Á VIKU. DOKTORSNEMI Í FÉLAGSFRÆÐI TELUR AÐ GRUNNURINN AÐ BREYTINGUM HVAÐ JAFNRÉTTI VARÐAR SÉ INNAN VEGGJA HEIMILISINS. HUGMYNDAKERFIÐ ÞURFI AÐ HUGSA UPP Á NÝTT. Tími sem hjón og sambúðarfólk ver til heimilisstarfa í ýmsum löndum Frá 2002 (Ísland 2005) Þý sk al an d - v es tu r Írl an d U ng ve rja la nd Sp án n Bú lg ar ía Sl óv ak ía Té kk la nd Be lg ía Á st ra lía Pó lla nd Po rt úg al Sl óv en ía Le ttl an d A us tu rr ík i Sv iss Þý sk al an d - a us tu r H ol la nd Ký pu r N ýja -S já la nd N or ðu r Írl an d Sv íþ jó ð Ísl an d Br et la nd D an m ör k Ba nd ar ík in Fi nn la nd Fr ak kl an d N or eg ur K lu kk ut ím ar á vi ku 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Þegar fólk í hjúskap er skoðað skiptist tíminn sem hjónin verja til heimilisstarfa að meðaltali þannig að konan vinnur 70%, karlinn 30%. * „Ásýnd heimilisins er eitthvað sem konur erudæmdar fyrir af utanaðkomandi aðilum.“ Þóra Kristín Þórsdóttir.ÞjóðmálGUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.