Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
Ferðalög og flakk
S
ólin var rétt komin upp og rauðum
bjarma sló á himin þegar við kom-
um til Delí og út úr flugstöðinni
sem kennd er við Indiru Gandhi.
Þungur raki var í hitamettuðu loftinu þegar
við komum út og drógum töskurnar okkar í
átt að rútubíl sem beið. Við hefðum raunar
getað sparað okkur ómakið við að rogast
með farangur, strax flykktust að okkur
dvergvaxnir Indverjar sem vildu bera byrð-
arnar og fá klink fyrir. Og þetta er ind-
verskt þjóðlíf í hnotskurn; mannmergð og
fátækt.
Fjórskipt þjóð
Indverska þjóðin skiptist í fernt með tilliti
til efnahags. Í efstu stéttunum tveimur eru
prestar og svo stríðsmenn – það er aðall-
inn. Í þriðja laginu eru kaupmenn. Í því
fjórða eru hinir ósnertanlegu, eins og það
er kallað, það er fólk sem hefur úr litlu að
spila og hefur takmarkaða möguleika til að
lesa sig upp um skör og til betri efna.
„Indverskt þjóðlíf hefur mótast á mörg-
um öldum, meðal annars af hindúatrúnni
sem 80% landsmanna aðhyllast. Hér mæt-
ast ólíkar stefnur og straumar og það er
fólkið sem gerir landið áhugavert,“ sagði
Muzaffar Shah. Hann var leiðsögumaður í
20 manna hópi sem fór í Indlandsleiðangur
á vegum Bændaferða. Dvalist var átta daga
í landinu og farið milli staða á svonefndum
Gullna hring í norðurhluta landsins, sem
nálgast heila heimsálfu að stærð.
Áhrifa Breta gætir enn
Höfuðborgin Delí er heimur út af fyrir sig.
Borgin er tvískipt, það er gamli og nýi
borgarhlutinn. Sá síðarnefndi var bólvirki
breska heimsveldisins á nýlendutímanum,
en það var fyrst árið 1947 sem Indverjar
fengu sjálfstæði undir forystu Mahatma
Gandhi. Áhrifa Breta í landinu gætir þó
enn, að minnsta kosti er nærtækt að
þokkaleg enskukunnátta Indverja ráðist að
einhverju leyti af þessari fortíð. Flestir
Höllin Fetebur Sirki var byggð árið 1570 en yfirgefin aðeins fjórtán
árum síðar enda þótti óbyggilegt á staðnum sakir vatnsskorts.
Taj Mahal er ein frægasta bygging í heimi og er tilkomumikil að sjá, hvar sem til hennar er horft.
Móðir í Nýju-Delí
með ungabarn í örmum
sér. Hún brosti og
bað um peninga.
Kýr í Indlandi eru heilagar, mega allt og í ruslatunnum leynist æti
sem þær gera sér að góðu svo sumum finnst kannski nóg um.
Fyrir utan veitingastað skammt fyrir sunnan Delí voru þessir ungu
tónlistarmenn. Stúlkan söng en pilturinn strauk fiðlubogann.
Það er fólkið sem gerir landið
áhugavert,“ sagði Muzaffar Shah.
Kirlzal Sinal þekkti til Íslands vegna Eyjafjallajökls. Hann fékk ís-
lenskan 500 króna seðil sem áminningu um eldeyjuna í norðri.
Blik í augum
betlarans
INDLAND ER ÞVERSTÆÐA. STÆRSTA LÝÐRÆÐISRÍKI HEIMS OG
MEIRA EN MILLJARÐUR MANNA BÝR Í LANDINU. HALLIR OG HOF
EN MANNLÍFIÐ, RINGLULREIÐIN OG UNDARLEG DEIGLA STEFNA
OG STRAUMA VERÐUR MÖRGUM ÞÓ HUGSTÆÐARI.
Myndir og texti: Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
* Indversktþjóðlíf hefurmótast á mörgum
öldum, meðal ann-
ars af hindúatrúnni
EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJA
HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O
AfsláttuR
6.000
kRónuR!
AfsláttuR
6.000
kRónuR!
AfsláttuR
2.000
kRónuR!
AfsláttuR
3.000
kRónuR!
ANDREW
Svart, hvítt
og brúnt leður.
TILBOÐSVERÐ:
13.990 KR.
Fullt verð 19.990
ILJANA
PU-svart. Svart
lakkaðir viðarfætur.
TILBOÐSVERÐ:
9.900 KR.
Fullt verð 15.990
PIANA
Ljós-grátt
áklæði.
TILBOÐSVERÐ:
7.990 KR.
Fullt verð 9.990
KITOS
PU-svart og hvítt.
Krómfætur.
TILBOÐSVERÐ:
10.990 KR.
Fullt verð 13.990
ASAMA
Margir litir.
Krómfætur.
TILBOÐSVERÐ:
6.390 KR.
Fullt verð 7.990
AfsláttuR
3.000
kRónuR!
ATHENA
Ljóst og steingrátt
áklæði. Viðarfætur.
TILBOÐSVERÐ:
10.990 KR.
Fullt verð 29.990
MARcus
20%
AfsláttuR!