Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 23
Ég á vin sem leggur ekki stund á reglubundnar æfingar en lítur samt á sig sem íþróttalega sinnaðan einstakling. Einhverra hluta vegna hefur hann samt ávallt afsakanir á reiðum höndum er ég reyni að fá hann með út að hlaupa og ég man ekki eftir því hvenær hann hreyfði sig síðast. Hér eru nokkur dæmi um afsakanir frá honum: „Ég kemst ekki því konan mín er á bílnum. Ég verð að taka til því ég er að fá gesti. Ég er að borða og get ekki hlaupið með fullan maga. Ég neyðist til að vinna í tölvunni (lesist: hanga á fésbókinni). Ég verð að hofa á Game of Thrones í sjónvarpinu í kvöld, þetta er lokaþátturinn maður!“ Svona mætti lengi telja. Þetta er alls ekkert einsdæmi enda eru margir sem nota allskonar ytri aðstæður sem afsökun fyrir því að hreyfa sig ekki. Það sem mér finnst hins vegar einkennilegt er sú staðreynd að þessi vinur minn á fullan skáp af allskonar íþróttagræjum og íþróttafatnaði. Hann á allar teg- undir af under armor-fötum, tvær útgáfur af tásuskóm, sérhannaða stðningssokka sem auka blóðflæðið, rándýran púlsmæli með innbyggðu GPS-staðsetningartækni og dýrustu hlaupaskóna frá Nike að ógleymdu árskorti í World Class sem safnar ryki ofan í skúffu. Hann uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til að teljast hefð- bundinn græjukarl, þ.e. hann skilgreinir sig út frá hlutunum sem hann á en ekki út frá sínum eigin gjörðum. Samkvæmt eigin sjálfsblekkingu er hann íþróttamaður þrátt fyrir að hreyfa sig lítið sem ekki neitt, annars ætti hann ekki allar þessar flottu græjur! Með fullri virðingu fyrir góðum íþróttavörum þá snýst þetta að sjálf- sögðu ekki eingöngu um græjurnar. Gömlu stuttbuxurnar og notaði bol- urinn gera alveg sitt gagn þótt fötin séu ekki sérhönnuð til að kljúfa loftið og taka við svita. Einhvern veginn fór fólk að því að hlaupa í ár- þúsundir án þess að taka á sér púlsinn, merkja leiðina inn á staðsetning- artæki og auglýsa það á internetinu. Boðskapurinn er einfaldur: Hreyf- ið ykkur fyrst og hugsið um græjurnar seinna. Sérhannaðar íþróttagræjur geta vissulega auðveldað okkur lífið en þær eru langt frá því að vera nauðsynlegar. Morgunblaðið/Ómar GRÆJUFÓLK Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. Hann stimplaði sig rækilega inn í íslenska íþróttasögu er hann skoraði þrennu í landsleik Íslendinga gegn Sviss fyrir tveimur mánuðum. Hann var einnig í eldlín- unni í landsleiknum gegn Króatíu sem fram fór í gær. Gælunafn: Ég er oft kallaður Big Berg. Hversu oft æfir þú á viku? Núna eru alltaf tveir leikir á viku hjá okkur þannig að við æfum svona fjórum til fimm sinnum. Hvernig æfir þú? Þjálfarinn stjórnar því hvernig við æfum en svo gerir maður alltaf eitthvað auka fyrir eða eftir æfingu. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Nei, eflaust ekki. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Það er nú ekki flókið; bara byrja að mæta á fótboltaæfingar. Hver er lykillinn að góðum ár- angri? Æfa meira en aðrir og hugsa vel um líkamann. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Er nú ekki með tölu á því en ætli það sé ekki í kringum 11-12 km. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Það er mikilvægt að finna líkamsrækt sem því finnst skemmtileg. Líður þér illa ef þú færð ekki reglu- lega útrás fyrir hreyfiþörfina? Það kemur nú ekki fyrir, maður er eiginlega feginn þegar maður fær smáhvíld. Hvernig væri líf án æfinga? Ætli það yrði ekki voðalega fínt í smátíma en svo myndi maður eflaust fá þörf fyrir að hreyfa sig. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ætli það séu ekki tvær vikur yfir sum- arið. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Fer bara í ræktina og lyfti og hleyp eða hjóla. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, það er ég. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Kjúkling, pasta, grænmeti og mikið af ávöxtum svo eitt- hvað sé nefnt. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Það er íslenska nammið án vafa. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Halda sig frá óhollum mat og hafa einn nammidag í viku, þá er fólk í fínum málum. Hver eru erfiðustu meiðsl sem þú hefur orðið fyrir? Ég sleit kross- band þegar ég var fimmtán ára, það var mjög erfitt. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Ég var frá í ár. Hvað eru algeng mis- tök hjá fólki við æf- ingar? Fólk fer oft of geyst af stað. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Cristiano Ronaldo var virkilega erf- iður. Hver er besti samherjinn? Íslenska lands- liðið, það er alveg klárt. Hver er fyrirmynd þín? Á yngri árum voru það Beckham og Ronaldo. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Usain Bolt. Skemmtileg uppákoma frá ferlinum? Við vorum að spila við Ajax í Amst- erdam þegar áhorfandi hjóp inn á völlinn og ætlaði að sparka í markvörðinn okk- ar. Hann náði að koma sér undan þannig að áhorfandinn datt á jörðina og lét þá markvörð- urinn spörkin dynja á áhorf- andanum. Skilaboð að lokum? Áfram Ísland! ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON Krefjandi að spila á móti Ronaldo Svefn er gríðarlega mikilvægur og á meðan við sofum fer fram mikið starf í líkamanum. Langvarandi svefntruflanir hafa skaðleg áhrif á heilsu og við erum líklegri til að borða eitthvað sem gefur okkur skyndiorku eða að sleppa því að hreyfa okkur þegar við erum illa sofin. Góðar svefnvenjur skipta máliEf þú sættir þig við væntingar annarra, sérstaklega þeirra sem eru neikvæðir, þá nærðu aldrei að breyta þeirri útkomu. Michael Jordan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.