Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 57
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Ævisögur og minningar stjórn-
málamanna eru sérlega áber-
andi í jólabókaflóðinu. Ein
þessara bóka er Allt upp á
borðið eftir Vilhjálm Hjálm-
arsson á Brekku, fyrrverandi
menntamálaráðherra. Hann er
orðinn 99 ára og hefur séð
miklar breytingar á sinni löngu
ævi og hefur því sannarlega frá
ýmsu að segja.
Í formála segir Vilhjálmur að
með bókaritun sé hann að
seinka gleymskunni. Í bókinni
segir hann frá æsku sinni og
dvöl sinni á Seyðisfirði þar sem
hann dvaldi sem ungur maður
og síðar gamall. Hann fjallar
sömuleiðis um þingmanns- og
ráðherraferil sinn. Fjöldi mynda
er vitanlega í bókinni.
Minningar
ráðherra
Ný bók Khaled Hosseini, Og fjöllin end-
urómuðu, var á dögunum valin ein af 10
bestu bókum ársins 2013 af bóksalanum
Amazon.com. Það er Forlagið sem gefur út
bækur Hosseini sem fyrr en hann hefur áður
átt góðu gengi að fagna með bókum sínum
Flugdrekahlauparanum og Þúsund
björtum sólum. Og fjöllin endurómuðu
segir átakanlega sögu afgangskra systkina
sem vegna fátæktar foreldranna eru aðskilin í
barnæsku og eyða ævinni í að leita hvort að
öðru. Sagan spannar sextíu ára sögu fátækt-
ar, stríðsátaka og landflótta.
Í New Tork Times fékk nýja bókin þessa
umsögn: „Liprari og metnaðarfyllri en Flug-
drekahlauparinn, margbrotnari en Þúsund
bjartar sólir.“
Bækur Hosseini njóta gríðarlegra vinsælda
víða um heim og hafa selst í tæplega 40 millj-
ónum eintaka í rúmlega sjötíu löndum. Flug-
drekahlauparinn og Þúsund bjartar sól-
ir nutu mikilla vinsælda hér á landi og nú er
að sjá hvernig nýja bókin spjarar sig.
Og fjöllin endurómuðu, nýjasta bók Khaled
Hosseini, er komin út á íslensku.
VALIN EIN AF BESTU
BÓKUM ÁRSINS Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland
Noir hefst í næstu viku. Viðburðir
eru margir og áhugasömum skal bent
á netsíðuna www.icelandnoir.com en
þar er hægt að kynna sér dagskrána í
heild.
Á fimmtudaginn 21. nóvember sit-
ur norski höfundurinn Jorn Lier
Horst fyrir svörum í Norræna hús-
inu, en hann hreppi Glerlykilinn árið
2013 fyrir bók sína Jakthundene.
Upplestrarkvöld verður þann sama
dag.
Á föstudag er hægt að fara í fót-
spor Erlendar, hinnar ástsælu löggu
Íslands, en Úlfhildur Dagsdóttir
mun leiða áhugasama um helstu slóð-
ir hans. Það er vel við hæfi að gangan
hefst við lögreglustöðina við Hverfisgötu klukkan hálffjögur og henni lýkur við Borgarbókasafn-
ið. Þess má geta að Arnaldur Indriðason, „pabbi“ Erlendar, er heiðursgestur Iceland Noir.
Á laugardeginum 23. nóvember hefst hin formlega dagskrá í Norræna húsinu klukkan tíu og
stendur fram á kvöld.
Meðal þeirra erlendu glæpasagnahöfunda sem mæta á hátíðina eru Jorn Lier Horst, Ann
Cleves og Michel Ridpath. Íslenskir glæpasagnahöfundar verða svo vitanlega áberandi á há-
tíðinni.
Í FÓTSPOR ERLENDAR
Úlfhildur Dagsdóttir leiðir áhugasama um slóðir lögreglu-
mannsins Erlendar á föstudaginn í næstu viku.
Morgunblaðið/Ómar
Nýjasta skáldsaga Sjóns, Mána-
steinn - Drengurinn sem aldrei
var til, hefur vakið athygli og
fengið frábæra dóma, enda
örugglega ein af bestu skáld-
sögum þessara jóla. Afar mynd-
rík og áhrifamikil bók.
Sjón segir sögu hins sextán
ára samkynhneigða Mána
Steins sem er með bíódellu.
Sögusviðið er að mestu
Reykjavík á síðustu mánuðum
ársins 1918 og spænska veikin
heldur innreið í bæinn.
Áhrifamikil
skáldsaga
frá Sjón
Sjón, Órar,
Vilhjálmur og
íslensk dýr
NÝJAR BÆKUR
EINN AF OKKAR FREMSTU HÖFUNDUM, SJÓN,
SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGU SEM TEKIÐ HEFUR
VERIÐ EFTIR. ÆSISPENNANDI UNGLINGABÓK
KEMUR Á MARKAÐ. ÆVISÖGUR SETJA SVIP SINN
Á JÓLABÓKAFLÓÐIÐ OG LJÓSMYNDABÓK UM
ÍSLENSKU DÝRIN ER UPPLÖGÐ Í JÓLAPAKKA
YNGSTU KYNSLÓÐARINNAR.
Það er stundum úr vöndu að ráða
þegar velja á bækur fyrir unglinga.
En nú er komin út unglingabókin
Órar eftir Lauren Oliver sem er
bæði spennandi og snjöll. Líklegt er
að unglingar kolfalli fyrir bókinni.
Átján ára gömul eru bæði kynin
sett í aðgerð sem kemur í veg fyrir
að þau verði ástfangin. En ekki eru
allir unglingar sem vilja fá lækningu
við ástinni.
Spennandi bók
fyrir unglinga
Íslensku dýrin mín er íslensk ljósmyndabók fyrir börn.
Þar er að finna fjölbreyttar ljósmyndir af íslenskum dýr-
um sem Pálína Hraundal ljósmyndari á heiðurinn af, en
hún ferðaðist um landið sérstaklega til að taka myndir í
bókina.
Dýraheitin í bókinni eru bæði á íslensku og ensku,
meðal annars til að ná til barna sem búa erlendis og
fyrir útlendinga sem vilja kynna sér heiti íslenskra dýra.
Ljósmyndabók
um íslensku dýrin
* Ekki búast við neinu. Lifðu áundrun þinni. Alice Walker BÓKSALA 4.-10. NÓVEMBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 SkuggasundArnaldur Indriðason
2 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson
3 LKL2: lágkolvetnalífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
4 DísusagaVigdís Grímsdóttir
5 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir
6 PrjónabiblíanGréta Sörensen
7 Amma glæponDavid Walliams
8 AfmælisveislubókinKristín Eik Gústafsdóttir ritst.
9 NaglaskrautDonne Geer / Ginny Geer
10 GrimmdStefán Máni
Íslensk skáldverk
1 SkuggasundArnaldur Indriðason
2 DísusagaVigdís Grímsdóttir
3 GrimmdStefán Máni
4 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson
5 MánasteinnSjón
6 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson
7 SæmdGuðmundur Andri Thorsson
8 My pussy is hungryHugleikur Dagsson
9 PabbinnBjarni Haukur Þórsson
10 Vince Vaughn í skýjunumHalldór Armand Ásgeirsson
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Grípa skal gæs meðan gefst.