Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 varð ég að fá mér áfengi. Þegar ég var í blús eða eitthvað gekk illa – þá varð ég að fá mér áfengi. Þegar það var hvorki gaman né leiðinlegt, þá varð ég að fá mér áfengi. Þetta þróaðist auðvitað yfir langan tíma en þetta varð hægt og rólega að þessari þráhyggju. Ég hefði aldrei getað kom- ist í gegnum þetta án þess að fara í meðferð inn á Vog og Staðarfell. En að snúa svona þráhyggju við tekur langan tíma. Þetta er eins og að ætla að snúa stóru skipi, sem er á einhverri leið, og fá það til að sigla í hina áttina. Alkóhól- ismi er afgerandi hluti í lífi manns og maður þarf að taka ábyrgð á sjúkdómnum því maður vaknar alltaf sem alkóhól- isti og þarf að fara inn í daginn meðvitaður um það og passa sig á hættunum, bara eins og hver annar sem er að glíma við einhvern annan sjúkdóm sem getur dregið þig til dauða.“ Rúnar Freyr segir að í þessari meðferðarvinnu gerist þó meira en að fólk hætti að drekka. Það fari smám saman að nálgast lífið á allt annan hátt. Sjálfur skynji hann umhverfið á nýjan hátt. Hvernig? „Ég hélt alltaf að lífið væri að fara að byrja. Það myndi byrja þegar ég væri búinn með framhaldsskólann. Þegar ég væri búinn með leiklistarskólann. Þegar ég væri kominn með konu. Þegar ég væri búinn að eignast barn. Þegar ég væri búinn að ná samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Þegar, þeg- ar, þegar. Ég fattaði ekki að ég var alltaf að lifa þessu lífi en ég var ekki í því, hér og nú. Ég kalla þetta nýja lífið mitt, lífið sem hófst fyrir einu og hálfu ári. Ég sé þig til dæmis öðruvísi en ég hefði séð þig fyrir tveimur árum. Einnig börnin mín, umhverfið og sjálfan mig. Ég „sé“ bet- ur. Mesti munurinn liggur í því að ég hugsa ekki lengur: Hvað sé ég í þessu fyrir mig – heldur – hvað er best fyrir okkur öll? Ég er farinn að finna fyrir ánægjunni yfir því að vera hlekkur í stærri keðju fjölskyldunnar og samfélagsins alls.“ Þetta hljómar eins og að tukta til egóistann í sjálfum sér? „Maðurinn er náttúrlega í grunninn alveg svakalegur egó- isti. Og mjög margir eru þannig að oftar en ekki hugsa þeir fyrst og fremst hvað þeir geti grætt persónulega á að- stæðum. „Hvað fæ ég út úr þessu?“ spyrja þeir sig. Meira að segja þegar fólk telur sig vera gott og að það sé einfald- lega að leiðbeina öðrum er eigingirni og sjálfselska mjög oft þar á bak við. Það er skrýtið að komast að þessu þegar maður heldur að góðmennska hafi legið að baki svo mörgu í gegnum tíðina. Að frelsast undan eigingirni þýðir um leið frelsi undan áhyggjum af því sem mun gerast – það fær bara að gerast. Ef það verður ekki gott, þá veit ég að ég mun að minnsta kosti læra af því. En það er kannski auðvelt að tala svona núna þegar mað- ur er upptekinn af batanum og öllu meðferðarferlinu. Auð- vitað er ég enn með mína bresti. Hin eilífa vinna felst í því að takast á við þá og reyna að verða betri í dag en í gær.“ Þurfti storm til að ég breyttist Það er auðvelt að fara á flug með Rúnari. Hlusta á hann tala um hvernig það er hægt að sjá eitthvað fallegt í öllu fólki. Mikilvægi þess að skilja reiði annarra, hún sé sjaldn- ast persónuleg. Gera það besta úr hlutunum í dag. Hann segir að hjá SÁÁ hafi hann lært að staldra ekki of mikið við hlutina og lifa frekar í sátt við fortíðina. „Við alkóhólistar höfum brotið brýr að baki okkur og við höfum vegna þessa sjúkdóms gert sitthvað á hlut annarra, ekki síst okkar nánustu. Það getur verið erfitt að lifa við það, gera það upp. Horfa loksins í spegilinn og hugsa: „Vá, þetta hefði ég ekki viljað gera.“ En á vissan hátt lærum við samt að meta fortíðina, hún gerði okkur að því sem við er- um.“ „Við alkóhólistar höfum brotið brýr að baki okkur og við höfum vegna þessa sjúkdóms gert sitthvað á hlut annarra, ekki síst okkar nánustu. Það getur verið erfitt að lifa við það, gera það upp. Horfa loksins í spegilinn og hugsa: „Vá, þetta hefði ég ekki viljað gera.“ En á vissan hátt lærum við samt að meta fortíðina, hún gerði okkur að því sem við erum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason. Taktu grænu skrefinmeðOlís Umhverfisvænni VLO-díselolía hjá Olís minnkar útblástur á koltvísýringi um 5% PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 30 12 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.