Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 13
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hún gerði lista yfir það sem hana langaði til að gera og fór út í það að láta drauma sína rætast. Hana hafði til dæmis alltaf langað til að máta brúðarkjól. Þrátt fyrir að brúðkaup hafi ekki verið í vændum fór hún samt með vinkonum sínum og mátaði kjólinn bara til að hafa gert það. Í þessum anda varð henn- ar líf þetta ár,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Manni finnst hrikalega ósann- gjarnt og sárt að Heiða Dís hafi þurft að kveðja okkur og það rífur í mann. Okkur vantar fleira svona fólk. Ungt og jákvætt fólk sem er til fyrirmyndar og bendir manni á í lífinu. Þrátt fyrir allt var Heiða á vissan hátt sannur sigurvegari í þessari baráttu. Hún var öflug fyr- irmynd. Þessi mynd er öðru fremur óður til lífsins og gleðinnar og skilaboð til okkar allra að fagna líf- inu og njóta til hins ýtrasta,“ segir Egill. Hún verður með á frum- sýningardaginn Egill segir að það muni eflaust koma áhorfendum á óvart hve mik- ill dagamunur gat verið á líðan Heiðu Dísar. Einn daginn hafi hún verið svo veik að hún lá fyrir með öll þau lyf sem hún þurfti til að halda niðri kvölum og það hafi ver- ið erfitt að trúa öðru en að hún ætti stutt eftir. „Svo kannski fjórum, fimm klukkustundum síðar er hringt og spurt hvort við séum til í að koma út og borða – eins og gerðist þegar við dvöldum hjá henni úti í Danmörku. Svona var þetta – þetta var algjör rússíbani.“ Ragnhildur Steinunn bætir við að það hafi líka verið svo að ef Heiða Dís átti örlitla orku eftir hafi hún nýtt hana í samveru. „Þá lét hún sig hafa það að hafa sig til, dröslast í hjólastólinn og fara út að borða með fjölskyldunni.“ Fjölskyldan stóð vel með Ragnhildi Steinunni og Agli í verkefninu. Hópurinn var í góðum samskiptum og aðstand- endur Heiðu Dísar voru meðvitaðir um að þetta var hennar ósk að myndin yrði gerð. „Þar af leiðandi vorum við velkomin inn í þeirra líf, jafnvel á mjög erfiðum stundum,“ segir Egill. Egill og Ragnhildur reyndu að undirbúa sig undir að kannski yrði endir myndarinnar öðruvísi en þau höfðu ætlað. „Þá var hún orðin mjög veik. Við flugum með henni út til Danmerkur og tókum upp efni þar en kvöddum hana svo 17. júní og þegar heim var komið töluðum við meðal annars saman á Skype og vorum í nánum samskiptum allt þar til hún lést í september,“ segir Ragnhildur Steinunn en þessi lífs- reynsla var erfiðari og persónulegri en kannski fyrir marga því móðir Ragnhildar Steinunnar var til að- hlynningar á sama spítala og Heiða Dís lá inni á. „Ég viðurkenni að ekkert verk- efni hefur tekið jafnmikið á mig og þetta. 2. nóvember voru 25 ár liðin frá því að mamma mín dó eftir bar- áttu við krabbamein en við bjugg- um úti í Danmörku þegar hún veiktist. Þetta var því ákveðið upp- gjör fyrir mig líka,“ segir Ragnhild- ur Steinunn. Egill segist hafa upp- lifað erfiðar minningar Ragnhildar Steinunnar og hvað hún hafi verið að ganga í gegnum. Þau séu miklir vinir og sterkar taugar þeirra á milli. Sjálf segist Ragnhildur Steinunn hafa passað sig, með sína reynslu á bakinu, að taka ekki vonina frá Heiðu Dís. „Ég reyndi að útskýra fyrir henni að þetta væru mjög breyttir tímar og læknavísindunum hefði fleygt fram. Hún spurði mikið og vildi vita hvernig þetta hafði verið hjá mér. Ég held að ég hafi kannski getað sett mig betur í spor fjölskyldunnar, að skilja hvað þau voru að ganga í gegnum og það auðveldað okkur Agli að gera þetta rétt.“ Það var ósk fjölskyldunnar að myndin yrði sýnd núna nokkru fyr- ir jól en ekki um jólahátíðina sjálfa enda enn eitt skrefið í mikilvægu sorgarferli sem aðstandendur Heiðu Dísar ganga í gegnum. „Heiða Dís var farin að spá sjálf mikið í frumsýninguna – í hverju hún ætti að vera og hvort hún ætti að fara í viðtöl og svo framvegis – hún var mikil tískufrík og flott týpa og það hefði verið spennandi að sjá í hverju hún hefði mætt,“ segir Ragnhildur Steinunn og hlær. „Hún ætlaði að vera með okkur alla leið og ég er alveg sannfærð um að hún verður með okkur á frumsýning- ardaginn.“ Hluti þess hóps sem stóð að myndinni; Jóhannes Kr. Kristjánsson, Egill Eðvarðsson, Jón Víðir Hauksson, Heiða Dís sjálf og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. xx Heiða Dís Einarsdóttir hreif fólk með sér fyrir sérstaka afstöðu til lífsins og sjúkdómsins. Hún tók þá afstöðu að gefa af sér lífið til enda. Ljósmynd/Metta Risager Lagadeild Háskólans í Reykjavík, JURIS lögmannsstofa, LEX lögmannsstofa og Viðskiptaráð Íslands standa að ráðstefnu mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 13:15–16:30. Ráðstefnan verður haldinn í stofu M209 á 2. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1. Dagskrá: Kl. 13:15 Setning ráðstefnu. Dr. Guðmundur Sigurðsson, deildarforseti lagadeildar HR. Kl. 13:20 Almennt um þróun alþjóðlegs fjárfestingaréttar. Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR. Kl. 13:30 Stefna ríkisstjórnarinnar og mikilvægi erlendrar fjárfestingar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kl. 13:45 Meginreglur alþjóðlegs fjárfestingaréttar. Dr. Finnur Magnússon, lögmaður á JURIS lögmannsstofu. Kl. 14:10 Mikilvægi og þýðing gerðardómsákvæða í fjárfestingasamningum. Garðar Víðir Gunnarsson LL.M., lögmaður á LEX lögmannsstofu. Kl. 14:30 Umræður. Kl. 14:50 Hlé. Kl. 15:10 Stefna Íslands við gerð fjárfestingasamninga. Ólafur Sigurðsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Kl. 15:30 Aðkoma ráðuneyta við framkvæmd erlendrar fjárfestingar. Þórður Reynisson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu. Kl. 15:50 Umræður. Kl. 16:30 Ráðstefnulok. Fundarstjóri: Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Alþjóðlegur fjárfestingaréttur – regluverk erlendra fjárfestinga Er Ísland að gera nóg? VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS ICELAND CHAMBER OF COMMERCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.