Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 49
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Þannig að það er ekki þrá eftir því að spóla til baka og breyta hlutunum? „Ef það væri hægt þá myndi ég eflaust vilja breyta ýmsu, en það er bara ekki hægt. Þess vegna ætla ég að reyna að læra af fortíðinni og vera þakklátur fyrir það að ég neyddist til að horfa í spegil sem varð til þess að ég breyttist. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sagði eitt sinn, sem mér finnst svolítið rétt hjá henni: „Það gerist ekkert í logni.“ Það er svolítið til í því. Í leiklistinni þarf að verða eitthvert rok, einhver þarf að verða svolítið æstur, hrista upp í hlutunum og til að ég breyttist þurfti storm. Það er hægt að fara í gegnum þetta á tvo vegu: Svekkja sig enda- laust á því að þetta hafi allt saman ekki farið eins og mað- ur vildi. Eða maður getur sagt: „Ég er hérna í dag. Og hvernig get ég gert gott úr því fyrir sjálfan mig og aðra?“ Og þá með sérstakri áherslu á aðra. Einhver sagði: „Ef þú einblínir á vandamálið þá stækkar það en ef þú einblínir á lausnina þá stækkar hún.“ Ég vil einblína á lausnina.“ Rúnar Freyr kynntist kærustu sinni, Guðrúnu Jónu Stef- ánsdóttur, fyrir tveimur árum en hún stundar nám í mann- fræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann alltaf hafa haft áhuga á fræðinni á bak við fjölmiðlana og það hafi verið sá þáttur sem dró hann upphaflega út í stjórnmálafræðina. Hann segir Guðrúnu Jónu hafa staðið þétt við bakið á honum og stutt hann í gegnum þetta tíma- bil en samanlagt eiga þau fjögur börn – Guðrún Jóna á sex ára gamla dóttur og Rúnar á þrjú börn á aldrinum sex til 14 ára. „Ég er Guðrúnu Jónu ótrúlega þakklátur. Það hlýtur að hafa reynt talsvert á hana þegar ég var að hefja minn bata og gerir kannski enn. Hún hefur reynst mér ótrúlega vel og sýnt mér fádæma góðmennsku og hlýju. Börnin hafa líka veitt mér mikinn styrk, þau eru yndisleg og nærvera þeirra hefur svo sannarlega hvatt mig áfram til góðra verka.“ Það sem veldur streitu veldur líka fullnægju Vinnuvika Rúnars Freys er ansi þéttskipuð því auk þess sem hann sinnir starfi markaðs-og viðburðarstjóra hjá SÁÁ leikur hann í Englum alheimsins nokkrum sinnum í viku og stýrir útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni með félaga sínum Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. Þá heldur hann utan um sjónvarpsþáttinn Áfram Vogur sem sýndur er á ÍNN á mánudagskvöldum. „Þetta er eins og með allt – það sem veldur mér streitu veldur mér líka ótrúlegri fullnægju. Ég held ég ætti erfitt með að vera í 9-5 starfi. Það verða að vera einhver læti. Streitan má auðvitað ekki verða of mikil en samt verður alltaf eitthvað að vera að gerast.“ Margir þekkja sögu Rúnars Freys í einhverri útgáfu – eiga fjölskyldumeðlim, vin, vinnufélaga eða einhvern í nán- asta umhverfi sem hefur glímt við fíkn. Þeir hinir sömu óska þess án efa að fíkillinn beri gæfu til að ná bata. Hvað varð til þess að Rúnar fékk hjálp? „Því fyrr sem fíklar ná botninum því betra og það er ekki fyrr en maður áttar sig á því að það eru að lokast dyr sem eitthvað fer að gerast. Þeir geta að vísu verið margir þessir botnar en þarna er mjög mikilvægt að aðstandendur átti sig á því að þeir geta lítið sem ekkert gert og geta jafnvel með meðvirkni sinni ýtt undir drykkjuna.“ Hvernig þá? „Með því að hjálpa, lána þér peninga, vera meðvirkir, hugga þegar maður er langt niðri. Meðvirkni getur verið svo svakaleg. Ég veit um móður sem vildi ekki láta barnið sitt hafa sýklalyfin sem það þurfti af því að því fannst svo vont að kyngja því. Þarna var alls ekki verið að horfa á stóru myndina; barnið þurfti sýklalyf til að batna. Móðirin verður að gefa lyfið þótt barnið kúgist og finnist það vont. Meðvirka aðstandandanum getur þótt hann rosalega vondur við alkóhólistann þegar hann stendur í fæturna en aðeins þannig áttar maður sig á því að það eru að lokast dyr. Það var þannig með mig. Ég fann fyrir því í öllu umhverfi mínu að það voru að lokast dyr. Á vinnustaðnum mínum, hjá fjöl- skyldu minni og vinum. Það hjálpaði rosalega og ég er mjög þakklátur fyrir það. Að þetta fólk hafi ekki kóað með þessu sem ýtti mér fyrr í meðferðina.“ Fyrsta skrefið hjá Rúnari Frey var að hringja í mann sem hann þekkti og hafði sigrast á alkóhólisma. „Það getur enginn fengið mann til að hugsa sig um nema þeir sem hafa reynt þetta sjálfir. Í 20 mínútur hlustaði ég á hann tala um sjálfan sig en allan tímann var þetta eins og hann væri að tala um mig. Og allt í einu skildi ég. Vinir mínir voru búnir að vera að pikka í mig en ég kom mér alltaf undan því alkinn er mjög klár í því að annaðhvort játa allt eða vera rosalega leiður og biðjast afsökunar. Jafnvel líka verða fúll á móti og skjóta til baka. Alkinn er atvinnufíkill, hann getur algerlega snúið fólki. Þannig að þegar alkóhól- isti talar svo við annan alka um sjálfan sig þá áttar alkinn sig á því í hvaða sporum hann er. Það er það magnaða við þetta dæmi. Langflestir alkóhólistar, þegar þeir ná sínum botni, eiga blóði drifna sögu, hafa gert mistök og komið illa fram við sitt nánasta fólk, og ég er þar engin undantekn- ing.“ Magnús Geir aðstoðaði í veikindunum Þegar Rúnar Freyr innritaðist í meðferð hætti hann á samningi hjá leikhúsinu og tók sér ársleyfi. Það var ekkert endilega útlit fyrir að hann myndi snúa aftur í leikhúsið. Hann fékk vinnu hjá SÁÁ, las inn á auglýsingar og teikni- myndir en aðalvinnan sem skipti hann máli þá var vinnan með sjálfan sig. Þegar Þorleifur Arnarsson hringdi í hann 10 dögum fyrir frumsýningu á Englum alheimsins var hann þó ekki lengi að hugsa sig um hvort hann vildi leika þar besta vin Páls í Englum alheimsins enda var ekki erfitt að setja sig í þau spor því hann og Atli Rafn sem fer með hlutverkið eru í raunheimum einnig bestu vinir. „Tilhugsunin um fastan samning í leikhúsinu heillar ekki eins og stendur. Leikhúsið er frábær vinnustaður. Þar starfar gott og skemmtilegt fólk og ég verð að minnast sér- staklega á Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóra en hann reyndist mér ótrúlega vel í mínum veikindum. Ég verð honum alltaf þakklátur fyrir það. Ég var búinn að vera á samningi stanslaust frá útskrift, eða í 13 ár. Það tekur á að vinna svona mikið, leika í 3-5 leikritum á ári, sérstaklega ef maður leggur sig alltaf allan í það sem mað- ur gerir eins og ég hef alltaf gert. Ef maður er svo ekki í jafnvægi, eins og raunin var með mig, þá er ekki gott að vera undir mikilli pressu fyrir framan fimm hundruð manns og gagnrýnendur að sýna verk. Ég þurfti því að stíga að- eins út úr þessu en svo veit maður ekki – ég gæti alveg dottið inn í eitt og eitt verk, ef einhver vill fá mig með. Mér finnst erfitt að bjóða börnunum mínum upp á það að vera alltaf á föstum samningi og gera heimilið að lestarstöð þar sem fólk er eilíflega að koma og fara. Eftir miklar vinnutarnir eru launin þannig að maður spyr sig hvort þetta sé þess virði. Peningar eru ekki allt og þeir skapa ekki hamingjuna en að geta haft í sig á og á og ekki haft áhyggjur – því fylgir líka frelsi, vellíðan og svigrúm.“ Finnst þér þú vera orðinn „gamli“ Rúnar Freyr aftur? Getum við orðað það þannig? „Nei, í raun ekki því ég vil ekki verða eins og ég var. Sá maður fór ekki rétta leið á endanum. Ég vil halda áfram – sem betri ég. Ég hugsa aldrei þannig að gamli Rúnar sé kominn aftur eða eitthvað.“ Rúnar Freyr fær mikinn stuðning frá 12 spora kerfinu og fundum þar en einnig segist hann slaka á með því að biðja. Trúin er ný í hans lífi. „Nei, ég bað alls ekki áður en þegar ég tala um að biðja, þá er ég ekki að tala um að gera það með sérstakri viðhöfn. Maður getur beðið á aðeins einni mínútu, situr jafnvel í bílnum og hugsar um eitthvað fallegt. Þetta snýst um að minna sig á hver maður er og hvaðan maður kemur – og síðast en ekki síst að þakka fyrir sig.“ Við ræðum að lokum stórt verkefni sem er framundan hjá Rúnari Frey – söfnunin Áfram Vogur sem hleypt var af stokkunum í október en SÁÁ byggir nú við Vog álmu til að þjóna veikustu sjúklingunum. „Allt sem SÁÁ hefur byggt hefur verið gert fyrir fé sem samtökin hafa safnað sjálf. Sá niðurskurður á fjár- framlögum ríkisins til SÁÁ sem framundan er og hefur ver- ið síðastliðið ár er ekki sparnaður. Kostnaðurinn við að hafa fólk ennþá úti að þjást er til að mynda ótrúlega margar tapaðar vinnustundir í samfélaginu, mikill löggæslukostn- aður og baggi á heilbrigðiskerfinu. Það er rándýrt að veita ekki hjálp og algjörlega fáránlegt í kreppu – þegar þú ert að reyna að fá inn fleiri skattborgara. Allur rítalínkostnaður ríkisins jafngildir framlögum þess til SÁÁ svo eitthvað dæmi sé nefnt. SÁÁ sinnir um 2.300 sjúklingum á ári sem leggjast inn. Ríkið greiðir fyrir 1.700 þeirra og þessar 600 innlagnir sem eftir standa eru fjármagnaðar með álfasölu og söfnunum. Fólk er að fá hjálp því Þórarinn Tyrfingsson ásamt hans frábæra fólki neitar ekki neinum um hjálp. Rík- ið verður að standa sig betur í þessum málaflokki. En sem betur fer hefur almenningur alltaf stutt vel við bakið á SÁÁ og mun örugglega gera það núna því fólk veit hvað Vogur hefur gert fyrir þá sem þangað hafa leitað.“ Vogur á 30 ára afmæli í desember en 24 þúsund Íslend- ingar hafa komið þangað inn og fengið hjálp. „Margir þeirra héldu að þeir væru búnir að brenna allar brýr að baki sér, að allt væri búið, en hafa svo risið upp og eignast hamingjuríkt líf. Ég hef séð þetta gerast og þetta getur gerst á ótrúlega skömmum tíma ef hjálpin er fyrir hendi. Ég fullyrði – sama hvað hver fíkill heldur – það er alltaf hægt að byrja nýtt líf.“ * „Fólk þarf að vera ein-lægt og heiðarlegt. Égsá von í Jóni Gnarr en skil vel að hann hafi gefist upp á verkefninu og ég skil Gísla Martein líka vel að hafa yf- irgefið vettvanginn, að sinni að minnsta kosti. Það er eitt- hvað rotið við kerfið okkar.“ SÁÁ verður 30 ára í desember og stendur yfir söfnun fyrir framkvæmdum á viðbyggingu við sjúkrahúsið sem mun þjóna veikustu sjúklingunum. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í símanúmerið 903-1001 fyrir 1000 króna styrk, 903-1003 fyrir 3000 króna styrk eða 903-1005 fyrir 5000 króna styrk. ÁFRAM VOGUR • Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. • Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. • Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. • Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. • Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. • Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía. • Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. Nánari upplýsingar á olis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.