Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 H eimildarmyndin Ég gafst ekki upp verður sýnd á RÚV á mánudagskvöld en myndin segir frá síðustu mánuðum í lífi Heiðu Dísar Einarsdóttur sem lést 23 ára að aldri úr krabbameini. Þau Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir og Egill Eðvarðsson höfðu umsjón með gerð myndarinnar og Jóhannes Kr. Kristjánsson vann einnig efni sem notað er í myndinni. Ég gafst ekki upp byggist einnig á myndskeiðum sem Heiða Dís tók sjálf en hún lést haustið 2012. Ragnhildur Steinunn hitti Heiðu Dís fyrst vorið 2011 eftir að hafa fengið ábendingu um sögu hennar. Úr varð eftirminnilegt Kastljós- viðtal og þau Ragnhildur Steinunn og Egill segjast strax hafa séð að saga Heiðu Dísar væri mun stærri en eitt viðtal og ætti heima í enn stærra samhengi. Úr varð að þau réðust í gerð heimildarmyndar. „Ég man vel eftir því þegar við hittum Heiðu Dís í fyrsta skipti. Við fórum heim til hennar til að taka upp Kastljósviðtalið og mér þótti strax eitthvað kunnuglegt við það hvert við vorum að fara, eins og reyndar gengur og gerist í þess- ari vinnu þar sem maður fer út um allar trissur. En þarna uppgötva ég að ég er staddur á heimili bekkj- arsystur dóttur minnar og það kemur í ljós að hún er hálfsystir Heiðu Dísar,“ segir Egill. Heiða Dís bjó annars í Óðinsvéum og var þarna í heimsókn hjá föður sínum og stjúpmóður en móðir hennar og systur búa einnig úti í Danmörku. „Líkt og með alla sem kynntust Heiðu þá varð maður hugfanginn af þessari stúlku og fylltist aðdáun yf- ir því hvað hún tjáði sig á þrosk- aðan og yfirvegaðan hátt um þessi veikindi sín og baráttuna við sjúk- dóminn. Við Ragnhildur Steinunn urðum strax sammála um að við yrðum að gera mynd um hana.“ Var gefið ár Níu mánuðum áður en hópurinn kynnist hafði Heiðu Dís verið tjáð að hún ætti aðeins ár eftir ólifað. Þá hafði hún frá því að hún var 21 árs leitað margsinnis til læknis vegna mikilla tíðablæðinga. Svörin sem hún hafði fengið voru þau að þetta væri eðlilegt – konur hefðu mjög mismiklar blæðingar. Í eitt skiptið missir hún hins vegar svo mikið blóð að hún fellur í yfirlið og er flutt á bráðadeild. „Það er í fyrsta skipti sem Heiða Dís er rannsökuð í sónar og í ljós kemur að hún er með legháls- krabbamein. Upp hefst krabba- meinsmeðferð og um tíma er talið að hún hafi sigrast á meininu. Ári síðar er hún boðuð í eftirskoðun og fær þau tíðindi að krabbameinið hafi dreift sér og hún eigi bara ár eftir en þetta var í september 2011,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi strax verið auðséð að Heiða Dís ætlaði ekki að deyja. „Þegar við hittum hana fyrst var erfitt að sjá hve veik hún var í raun. Rétt áður en Kastljósviðtalið fer í loftið fæ ég símtal og þá er búið að leggja hana inn á spítala. Ég hringi í hana og spyr hvort hún vilji að við hættum við að sýna viðtalið en hún vill ein- dregið að það sé sýnt. Daginn eftir heimsæki ég hana á spítalann og um leið og hún segir mér frá þeim miklu viðbrögðum sem hún fékk við þættinum nefnir hún að hún hafi fyrir nokkru horft á heimildarmynd um baráttu við krabbamein sem hafi gefið henni mikið og hana langi að gera eitthvað sambærilegt. Þá hafði hún verið að taka upp mynd- skeið á símann af ýmsum stundum í sínu lífi síðasta árið – líka þeim erf- iðu. Þetta var því ekki síður að hennar frumkvæði að þessi mynd varð til – við höfðum óafvitandi öll verið að hugsa það sama.“ Egill segir að bandarísk kona, Kris Carr, sem hafði árum saman barist við krabbamein og ekki látið í minni pokann, hafi verið fyr- irmynd Heiðu Dísar en Carr gerði heimildarmyndina Crazy Sexy Can- cer sem Heiða Dís vísaði í. „Hún sagði okkur að afstaða Carr til lífs- ins og sjúkdómsins hefði haft mikil áhrif á hana og að hún væri að temja sér það sama. Það hugarfar snerist um að vera hvatning fyrir aðra, í raun ekki bara fyrir þá sem væru að berjast við sjúkdóma held- ur hvatning til okkar allra – líka þeirra fullfrísku.“ Heiða Dís hreif Egil og Ragn- hildi Steinunni með sér og þau segja að það hafi verið langt frá því að þau hafi verið að fylgjast með stúlku sem var að deyja. „Við vor- um að fylgjast með stúlku sem átti í erfiðri baráttu við illvígan sjúk- dóm en var samt svo löðrandi af ótrúlegri jákvæðni, gleði og gjaf- mildi. Faðir hennar segir í mynd- inni að síðustu vikur og daga í lífi sínu hafi Heiða Dís enn verið í því hlutverki að vera sá sem gefur frekar en að vera þiggjandinn. Þetta er í raun mynd um lífið en ekki dauðann,“ segir Egill. Valdi sjálf erfið augnablik Heiða Dís fékk fljótlega litla myndavél til að taka upp þau augnablik sem hún vildi deila með áhorfendum, sérstaklega stundir sem voru erfiðar fyrir hana og þeim Ragnhildi Steinunni og Agli þótti að Heiða Dís ætti að meta sjálf hvað hún vildi sýna. „Hún sagði að myndin yrði aldrei sönn og rétt nema það væri allt sýnt – líka þegar henni liði illa. Það er auðvit- að svolítið erfitt fyrir kvikmynda- rgerðarfólk að vega og meta þessa hluti, við reynum að vera varkár í svona málum af tillitssemi. Þetta var því mjög góð leið fyrir okkur – að hún skyldi taka upp erfiðar stundir og meta það sjálf hvað hún vildi sýna áhorfendum. Það auð- veldaði líka vinnslu myndarinnar þar sem Heiða Dís bjó úti í Dan- mörku og hún gat þá tekið upp efni þar,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Í myndinni eru bæði skemmti- legir hlutir þar sem Heiða Dís er í banastuði með vinum sínum og sjálfri sér og líður vel, en svo eru líka myndskeið sem ég verð að segja að ég átti mjög erfitt með horfa á og upplifa einn í myrkvuðu klippiherberginu. Ég hugsaði stundum með mér: „Ætlarðu virki- lega að setja þetta inn í myndina, Egill?“ En alltaf heyrði maður rödd Heiðu hvetjandi að mest um vert væri að myndin væri sönn. Og myndin er ekki bara um Heiðu Dís heldur er hún raunverulegur þátt- takandi í gerð hennar,“ segir Egill. Heiða Dís var allt til enda sann- færð um að hún myndi ekki deyja. Hún keypti sér meðal annars íbúð með kærastanum úti í Danmörku og fór út í endurbætur á henni. Engu að síður gerði hún sér grein fyrir því að það væri einhver lítill möguleiki á því að svo færi ekki og kannski þess vegna skipulagði hún meðal annars eigin jarðarför. „Ég held að þegar henni er gefið þetta ár breytist hún mjög mikið. Ragnhildur Steinunn og Egill Eðvarðsson hafa alla tíð verið afar góðir vinir ekki síður en vinnufélagar. Verkefnið hafi í senn gefið þeim gleði og reynt afar mikið á en þau hafi allan tímann trúað að Heiða Dís myndi lifa veikindin af. Morgunblaðið/Golli Hún var sigurvegari RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR OG EGILL EÐ- VARÐSSON FYLGDU HINNI 23 ÁRA GÖMLU HEIÐU DÍS EINARSDÓTTUR EFTIR SÍÐUSTU MÁNUÐINA Í LÍFI HENNAR. LÍFSREYNSLAN VAR SÉRSTÖK FYRIR RAGNHILDI STEINUNNI ÞVÍ MÓÐIR SJÓNVARPSKONUNNAR SEM LÉST FYRIR 25 ÁR- UM VAR Í LYFJAMEÐFERÐ Á SAMA SPÍTALA OG HEIÐA DÍS LÁ Á ÚTI Í DANMÖRKU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.