Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 9
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 K jartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, hélt nýverið upp á 30 ára starfs- afmæli sem diskótekari. „Ég hef oft sagt að ég sé örugglega elsti núlifandi, starfandi diskótekari landsins. Það fer allavega að líða að því,“ segir Daddi grafalvarlegur. „Auðvitað hefur maður hugs- að að þetta sé orðið gott en það er ánetjandi að stýra líðan fólks með tónlist og ég ákvað að halda áfram á meðan það er hringt.“ Til að svara háværu kalli þeirra sem söknuðu gamla Thorvaldsen bars og þeirrar upplif- unar sem hann skóp ásamt Hlyni Jakobssyni á sínum tíma gripu þeir félagar tækifærið og hafa snúið heim eftir langt hlé til þess að flytja dansþyrstum gestum uppáhalds- partítónlistina sína. „Thorvaldsen sem nú gengur í endurnýjun lífdaga er kominn aftur. Sama uppleggið, frábært starfsfólk og stað- urinn aftur kominn í upprunalega stærð. Það er komið 2003 aftur hjá okkur. Bara fjögur ár í næsta 2007! Við eigum báðir ofboðslega sterka tilfinningalega tengingu við staðinn og líður ótrúlega vel þarna enda heyrist það á stemningunni sem áreynslulaust bara datt aftur í gang. Kunnugleg andlit fóru að streyma að enda gengur okkar fólk að hlut- unum vísum. Upphaflega hugmyndin með Thorvaldsen var svona gott partí í Arn- arnesi. Hvað svo sem það þýddi varð nið- urstaðan góður hópur þar sem flestir þekkj- ast, nóg er af öllu og svo stuðmúsík fyrir allan peninginn. Fátt er betra en gott heima- partí þar sem hægt er að taka snúning, fá sér aðeins eða sitja og spjalla.“ Eins og í Saturday Night Fever Daddi Disco byrjaði ungur að spila og hefur hann komið víða við. Til að mynda virkur á skemmtistaðnum vinsæla Hollywood sem þá var og hét, staðsettur í Ármúla. „Ég náði í endann á þessari skemmtistaðamenningu sem fólk þekkir úr Hollywood. Á þessum tíma voru skemmtistaðirnir ekki bara skemmtistaðir held- ur kom fólk þarna og drakk í sig tíðarandann og fylgdist með nýjustu tískustraumum. Á dansgólf- inu var þetta svolítið eins og í Saturday Night Fever. Þegar einhver mætti á dansgólfið sem vitað var að gæti tekið einhver flott dansspor, myndaðist sjálfkrafa pláss fyrir viðkomandi til að tjá sig með mjöðmunum að vild,“ segir Daddi sem rifjar upp gamla tíma. „Fólk átti alveg sín lög og svona en þetta var allt önnur menning en er í dag.“ Sakbitin sæla Daddi heldur uppi fjörinu með allskonar tón- list en diskó-viðurnefnið vísar ekki í þá tengund tónlistar heldur var þetta upphaflega stytting á orðinu diskótekari. „Það var Bene- dikt Ólafsson, samstarfs- maður á unglinga- skemmtistaðnum Traffik, sem upphaflega byrjaði að nota þetta. Síðan varð ekki aftur snúið. Diskó- tónlistin er auðvitað alltaf skotheldur gleðigjafi en auð- vitað er alltaf pínulítið snúið að velja lög sem koma sem flest- um af stað en þetta snýst um að velja lagið á réttum stað og á réttum tíma.“ Daddi segir gaman að spila lögin sem fáir hlusti á nema þegar kíkt er út á lífið. „Gott dæmi um það eru heljarmenni sem öskra há- stöfum og syngja með I wanna dance with somebody með Whitney Houston eða I will survive með Gloriu Gaynor, en sverja það af sér að fíla að dansa við svoleiðis lög. Þegar á hólminn er komið er bara erfitt að dilla sér ekki við öll þessi lög.“ Tónlistin öflugt tæki Aðspurður hvað standi upp úr á hans diskó- tekaraferli segir Daddi það vera hvað tónlist- in sé verðmæt við stjórn á aðstæðum. „Það sem stendur upp úr í mínum huga er hvað tónlist er ótrúlega öflugt tæki til að stýra upplifun hjá fólki. Maður hefur gengið í gegnum svo margar kynslóðir af tónlist og er enn, eftir öll þessi ár, að læra og upplifa nýja hluti. Tónlistin nær einhvernveginn allt- af að koma manni á óvart sem endalaus upp- spretta gleði og hamingju.“ DISKÓSNIGILL MEÐ MEIRU MÆTTUR AFTUR VIÐ GRÆJURNAR Daddi svaraði kallinu Benedikt Ólafsson, sem eitt sinn var samstarfsmaður Dadda, sem veitti honum viðurnefið Disco fyrir mörgum árum og hefur fylgt honum síðan. Morgunblaðið/Eggert HINN ÞAULKUNNI DADDI DISCO HEFUR ÞEYTT SKÍFUM Í ÞRJÁTÍU ÁR. HANN ER NÚ MÆTTUR GAL- VASKUR Á THORVALDSEN BAR HRESSARI SEM ALDREI FYRR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, fékk sér glæsilegt Royal En- field Electra-mótorhjól í október og undruðust margir vina hans þau kaup enda Georg ekki með mót- orhjólapróf. Því var hinsvegar kippt í liðinn í vikunni þegar hann stóðst bóklega mótorhjólaprófið og bætt- ist því stimpill í A-flokkinn í öku- skírteinið hans. „Þá er maður offi- cialy orðinn líffæragjafi … Mótorhjólapróf komið í hús,“ sagði kappinn í gríni á fésbókinni af þessu tilefni. Hjólið hans Georgs er af Electru- gerð, með 350 cc mótor og er rúm 20 hestöfl. Orðspor hjólsins er ákaflega gott en það þykir fara auðveldlega í gang og þarf lítið við- hald. Þá vegur mótorinn aðeins 180 kílógrömm. Sigur Rósar liðinn verður svo sannarlega glæsilegur á götum úti, keyrandi um á þessum glæsilega mótorfák. Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, er kominn með mótorhjólapróf. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrst hjól svo próf Billie Jean Michael Jackson On the floor Jennifer Lopez og Pitbull Respect Aretha Franklin ÞRJÚ HELSTU STUÐLÖG DADDA HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.