Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Rósa Gísladóttir myndlistarmaður og Ólafur Gíslason listfræðingur ræða um skúlptúra Rósu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á sunnudag kl. 15. Verkin hafa sterka tilvísun í klassíska hefð um leið og þau eru nútímaleg og vísa líka í hversdagsleikann. Á sýningu Rósu í Listasafni Árnesinga eru þau sett upp eins og tvær kyrralífsmyndir af ólíkri stærð- argráðu. Sú minni endurspeglar kyrralífs- málverk en í stóra salnum hefur nýjustu verkunum hennar verið stillt upp á sama hátt en þar eru stærðarhlutföllin slík að það er sem gesturinn gangi inn í verkið. Þessa stóru skúlptúra vann Rósa fyrir sýningu á hinu virta safni, Mercati di Traiano, í rústum Keisara- torganna í Róm sumarið 2012. RÆÐA UM MYNDVERKIN KYRRALÍF RÓSU Verk Rósu Gísladóttur í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þau voru áður sýnd í Rómarborg. Myndlistarmaðurinn, heimspekingurinn og skáldið Jón Laxdal opnar sýningu í Flóru. Morgunblaðið/Þorkell Sýning á nýjum verkum eftir Jón Laxdal, mynd- listarmann og skáld, verður opnuð í Flóru, Hafnarstæti 90 á Akureyri, á laugardag – degi íslenskrar tungu – klukkan 14. Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina, nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka. Textar hafa einnig verið áberandi í myndverkum hans. Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis. NÝ VERK JÓNS LAXDAL JÓN Í FLÓRU Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran koma fram á tónleikum í Háteigskirkju á laugardag og hefjast þeir klukkan 17. Julian M. Hewlett leikur með þeim á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars nokkrar ljúfar Ave Maríur. Þá leikur Símon H. Ívarsson á gítar og Ian Wilkinson á euphonium, sem er náskylt bari- tónhorni, og nýstofnaður sönghópur, Boudoir, kemur fram undir stjórn Hewlett. LJÚFT Í HÁTEIGSKIRKJU AVE MARÍUR Kristín, Heiðrún og Julian M. Hewlett koma fram á tónleikunum á laugardag. Á tónleikum Kórs Langholtskirkju á sunnudag kl. 20 verðaverk bandaríska tónskáldsins Eric Whitacre (1970) í brenni-depli. Verkið „Lux aurumque“ aflaði Whitacre heimsfrægðar er hann stjórnaði sjálfur flutningi þess yfir netið, með 185 söngv- urum í 12 löndum. Alls hafa um fjórar milljónir áhorfenda hlýtt á það á vefsíðunni YouTube. Annað stórvirki tónskáldsins, sem flutt verður á tónleikunum, nefnist „Water Night“ en það birtist á vefnum í fyrra, flutt af 5.905 söngvurum í 101 landi. Auk þessara tónverka hans eru „When David Heard“, frá árinu 1999, og „Alleluia“, frá 2011, á dagskrá kórsins. „Þetta er drauma-kórmúsík,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi kórsins. „Hún er nútímaleg en hljómar afskaplega fallega. Whitacre skrifar svo snilldarlega fyrir kór. Sum tónskáld kunna ekki að skrifa fyrir kóra en hann notar flotta effekta sem hljóma vel og hann auð- veldar söngvurunum að koma að þessu. Útkoman er frábær. Þegar mest lætur syngja þessir 33 söngvarar átján raddir. Þetta þarf að vera tandurhreint sungið; það er áskorunin.“ Önnur verk sem kórinn flytur á sunnudag eru tvær mótettur eftir Anton Bruckner, „Locus iste“ (Þessi staður er af Guði gjörður) og „Ave Maria“; og þá eru ótalin tvö norræn verk á dagskránni, „Ave maris stella“ eftir Grieg og „Laudate“ eftir Knut Nystedt. Á tónleikunum mun Jón Stefánsson nota tónsprota sem Bruckner átti og notaði er hann var organisti í Sant Florian og hefur án efa notað er hann frumflutti verkin sem kórinn flytur á tónleikunum. Tónsprotinn er úr íbenholti og fílabeini og lagður perlumóðurskel. Það var vinur Jóns, Helmut Neumann í Vínarborg, sem gaf honum sprotann en faðir hans tók við organistastöðunni af Bruckner í Sant Florian og fékk sprotann frá honum. „Bruckner samdi þessi verk þegar hann var organisti í San Florian og þar notaði hann þennan sprota. Það er sérstök tilfinning að halda á sprotanum við stjórn verkanna,“ segir Jón. Kór Langholtskirkju er skipaður 33 ungum söngvurum sem flestir hafa verið eða eru í söngnámi. Jón segir hópinn mjög áhugasaman. „Þetta er krefjandi tónlist og hæfir þessu fólki vel,“ segir hann. TÓNLEIKAR KÓRS LANGHOLTSKIRKJU Notar tónsprota Bruckners Kór Langholtskirkju er skipaður ungum söngvurum sem hafa verið eða eru í söngnámi. „Þetta er krefjandi tónlist og hæfir þessu fólki vel.“ KÓR LANGHOLTSKIRKJU FLYTUR VÍÐFRÆG VERK EFTIR ERIC WHITACRE OG ANTON BRUCKNER. Menning V ið munum fara óvenjulega leið í þessu tilfinningalega ferðalagi, sem liggur gegnum tónlist og myndlist og hleður smám saman utan á sig á þessum fimm stöðv- um,“ segir Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður. Hann er að lýsa viðamiklu verkefni, sem auk hans standa að þeir Hugi Guðmundsson tón- skáld, tónlistarmennirnir Hilmar Jensson og Matthías Hemstock, og bandaríski myndlist- armaðurinn Joshue Ott. Solar5 kallast verk- efnið, „Journey to the Center of Sound“, og verður flutt á tveimur 60 mínútna löngum sýningum í Silfurbergi í Hörpu á sunnudag, klukkan 17 og 21. Sverrir segir að í verkefninu séu sterk tengsl milli tónlistar, vísinda og lifandi, gagn- virkrar innsetningar. Þá byggist Solar5 á svo- kölluðum kvasi-kristöllum, eða fimmfaldri samhverfu, og þar með formfræðirannsóknum Einars Þorsteins, arkitekts og heimspekings. Hann þróaði hina svokölluðu „quasibricks“ sem Ólafur Elíasson byggði á við hönnun glerhjúps og lofts Hörpu. Solar5 hlaut í fyrra hæsta styrkinn frá Styrktarsjóði um tónlistar- hús og Ruthar Hermanns, en þá var ljóst að unnt væri að sviðsetja verkið í Hörpu. „Það krefst vissulega þolinmæði að ráðast í verkefni sem þetta, sem maður hefur mikinn áhuga á en veit ekki hvort muni á endanum ná alla leið,“ segir Sverrir þegar hann er beð- inn um að útskýra hvað áhorfendur muni upp- lifa á sýningum hópsins. „Verkefnið fór gegn- um fæðingarhríðir fyrir tveimur til þremur árum. Þá var ég að vinna með röddina á nýj- an hátt og langaði að finna hljómbotn sem ég hafði ekki kannað áður, í sambandi við hljóð og óhljóð, og yfirtónasöng; ég þurfti að leggja upp í þennan leiðangur og fékk sífellt meiri áhuga á að vinna gegnum það sem ég kalla raddskúlptúra.“ Hann fór að tengja þessar tilraunir við hugsanir um sólkerfi og svarthol í him- ingeimnum. „Við þá staðreynd að sólir fæðast og deyja, og að sól þarf að fara gegnum dauða til að geta sent frá sér öll þau efni sem eru nauðsynleg fyrir okkur til að lifa. Þessi keðja hangir öll saman, og það er áhugavert að tengja hana við ástand jarðarinnar, þar sem græðgin sem hefur fengið að tröllríða heiminum er að eyðileggja hana.“ Hljóðritaði „leirsinfóníu“ Sverrir hellti sér á kaf í verkefnið og fékk að- stoð við að hljóðrita það sem hann kallar „leirsinfóníu“, hljóðin á leirhverasvæði við Hellisheiði. „Það kveikti ákveðnar hugmyndir um hvaða leiðir væru færar, ekki að nota leir- in sem slíkan heldur þau tilfinningalegu áhrif sem hann kveikir. Leirinn sameinar jörð, loft, vatn og eld. Ég var líka að vinna með aðra „rannsókn- arstofu“, að hljóðrita rödd undir vatns- yfirborði,“ segir Sverrir. Hann segist hafa verið farinn að sætta sig við að verkefnið sem hann hafði fengið Huga, Hilmar og Matthías til að þróa með sér, væri orðið of umfangs- mikið til að verða framkvæmt, en þá sóttu þeir um SUT-styrkinn í fyrra og hlutu, til að útfæra í Hörpu. „Við vinnum með töluna fimm, erum fimm sem semjum verkið“ – bandaríski myndlist- armaðurinn Ott sér um myndræna útfærslu –– „og þetta verður ferðalag gegnum þessar fimm hljóðstöðvar í salnum, þar sem ein stöð á sér líf í einu en þegar ein fer að fjara út grípur önnur inn í. Við gefum hverri stöð lýsingu og hljóðheim, sem breytist eftir því hvaða stöð er í gangi. Í miðjum salnum verður síðan einskonar eyja fyrir áheyrendur en stöðvarnar í kringum hana og við færum okkur til milli hljóð- stöðva,“ segir Sverrir. Hann viðurkennir að vissulega sé þessi framkvæmd nokkuð flókin tæknilega en hljóð- heimurinn er í senn forunninn og búinn til á staðnum. Nýjasta tækni gefi möguleika á nýj- um útfærslum í tengslum við hljóð og mynd og hægt að vinna verk sem þetta á gagn- virkan hátt. „Eftir að klukkustundar löngum flutningi verksins lýkur þá hljómar einskonar ekkó í salnum í klukkustund og fólk getur staldrað við og haft áhrif á bæði hljóð og mynd með sérstökum skynjurum,“ segir hann. Þess má geta að fyrr um daginn, klukkan 15, mun Ein- ar Þorsteinn halda fyrirlestur í Hörpu, sem opinn er öllum áhugasömum, um heimspekina að baki formunum sem tengjast glerhjúpnum um tónlistarhúsið. Þess má geta að vísinda- maðurinn Dan Shechtman, sem uppgötvaði og rannsakaði fyrstur „kvasi-kristalla“, hlaut fyr- ir rannsóknir sínar Nóbelsverðlaun í efna- fræði árið 2011. Áhyggjur af einnota upplifun „Verkið verður bara flutt í þessi tvö skipti, þetta verður ekki endurtekið,“ segir Sverrir og segir þá félaga vera afar þakkláta starfs- fólki Hörpu sem hafi stutt vel við bakið á þeim í undirbúningsferlinu. SOLAR5, SEM ER „TILFINNINGALEGT FERÐALAG“, VERÐUR SÝNT TVISVAR Í HÖRPU Ferðalag gegnum fimm hljóðstöðvar „ÉG ÞURFTI AÐ LEGGJA UPP Í ÞENNAN LEIÐANGUR,“ SEGIR SVERRIR GUÐJÓNSSON UM VIÐAMIKIÐ VERKEFNI, SOLAR5, SEM BYGGIST Á TÓNLIST OG MYNDLIST. ÞAÐ SPRATT AF ÁHUGA Á VINNU MEÐ „RADDSKÚLPTÚRA“. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.