Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 61
Utd í janúar 2012. Pogba varð ósáttur við þá ákvörðun og sögur herma að
hann hafi samið við Juventus nokkrum dögum síðar. Endurkoma Scholes
var kornið sem fyllti mælinn því gegn Blackburn á gamlársdag 2011 hafði
Fergie sett Rafael á miðjuna í staðinn fyrir Pogba en báðir sátu á bekkn-
um. Enginn vafi er á því að Fergie var með fleiri ákvarðanir réttar en
rangar á sínum ferli sem stjóri Manchester United en að klúðra málum
Pogba er eitt af hans meiriháttar klúðrum og fer í flokk með kaupunum á
Bebe og sölu á Jaap Stam og Carlos Tevez.
Meistaradeildin heillaði meira
Hinn 3. júlí 2012 tilkynnti sir Alex að Pogba hefði samið við Juventus og
hann var ekki sáttur þegar hann lét alþjóð vita. „Ég tel að hann hafi ekki
sýnt okkur vott af virðingu ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er glaður að
þeir (Pogba og umboðsmaður hans) halda áfram á þennan hátt annars
staðar en hér.“ Talið er að Juventus hafi borgað umboðsmanni Pogba, hin-
um alræmda Mino Raiola, nokkrar milljónir evra fyrir sinn þátt en Man.
Utd fékk aðeins þrjú hundruð þúsund pund í uppeldisbætur.
Pogba var ekki fenginn til Juventus til að vera í varaliðinu þrátt fyrir að
vera aðeins nítján ára gamall. Hann átti að keppa um stöðu í liðinu við
Claudio Marchisio, Arturo Vidal og Andrea Pirlo og tókst að spila átján
leiki og skora fimm mörk sem hjálpuðu Juve að vinna titilinn á Ítalíu. Alls
spilaði hann 38 leiki á tímabilinu í deild, bikar og Meistaradeildinni.
Þegar Marchiso meiddist í upphafi leiktíðar stóð Pogba upp og hefur
verið magnaður. Tækni, yfirsýn og líkamlegur styrkur, auk þess að hafa
nef fyrir mörkum, hefur gert hann að einum mest spennandi miðjumanni
heims um þessar mundir. Enda eru stóru liðin aftur farin að lýsa yfir
áhuga á miðjumanninum unga og með Raiola sem umboðsmann eru meiri
líkur en minni á að hann hverfi á brott fyrr en síðar.
Rautt spjald gegn Spáni
Pogba er kominn í franska landsliðið sem etur kappi við Úkraínu um laust
sæti á HM í Brasilíu en landsliðsferill hans hófst allt annað en glæsilega.
Hinn 22. mars spilaði Pogba sinn fyrsta landsleik í 3:1-sigri á Georgíu.
Fjórum dögum síðar var hann aftur í byrjunarliðinu sem mætti Spáni en
báðir leikirnir voru í undankeppni HM. Eftir að hafa fengið gult spjald á
76. mínútu braut hann af sér aðeins mínútu síðar þegar hann straujaði
Xavi og dómarinn lyfti gula spjaldinu öðru sinni, sem þýðir rautt spjald.
Pogba tók þessari ákvörðun ekki létt og klappaði fyrir dómaranum af
kaldhæðni. Fékk hann bágt fyrir vikið en hefur hrist það af sér og er
orðinn fastamaður í franska landsliðinu. Ljós hans mun skína skært á
HM í Brasilíu svo framarlega sem Frakkland kemst þangað.
Juventus vann ítölsku Scudetto-
deildina í fyrra í 29. sinn. Þar skoraði
Pogba fimm mörk.
Pogba í búningi Manchester United
að þakka fyrir stuðninginn. Hann spil-
aði aðeins þrjá deildarleiki.
Félagarnir Patrice Evra, Paul Pogba og Raphael Varane í franska landsliðinu á
leið á æfingu gegn Úkraínu í umspilinu um laust sæti á HM í Brasilíu.
AFP
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61
VÖLKER RÚM
AUKIN SVEFNGÆÐI • BETRI LÍÐAN
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
• Fjaðrandi rúmbotn sem eykur blóðflæði
• Hliðargrindur fylgja legufleti við hreyfingu
F
A
S
TU
S
_H
_3
5.
10
.1
3
Hliðargrindur fylgja með sem staðalbúnaður, en auðvelt er að fella þær undir botn, ef ekki þarf að nota þær.