Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir María Björg mælir með því að blanda saman smokkfiski og spænskri kryddpylsu »32 I nga Björk Guðmundsdóttir er tæplega tvítugur Álftnesingur í húð og hár og útskrifast í vor frá Verzlunarskóla Íslands. Áhugi hennar á matargerð kom snemma og stefnir hún á að læra fagið að loknu stúdentsprófi. „Ég var ekki gömul þegar ég var farin að malla í pottunum. Sex ára var ég farin að bjóða vinkonum mínum í fjórrétta máltíð eftir skóla,“ segir Inga Björk sem kveðst vera mikill matgæðingur. „Að loknu stúdentsprófi stefni ég á að klára kokkinn í MK en að því loknu er ég spennt fyrir viðskiptafræði eða lögfræði í Háskóla Íslands. Ég ætla mér ekki að starfa sem matreiðslumaður. Ég geri þó ráð fyrir að matreiðsla verði áfram mitt helsta áhugamál, auk þess hefur alltaf blundað í mér að verða sjónvarpskokkur.“ Inga Björk er dugleg að elda lambakjöt, kjúkling og pasta. „Ég á mér að vísu ekki eitthvað eitt sem mér þykir skemmtilegra að matreiða en annað en ég elska að prófa mig áfram. Það er svo gaman þegar ég næ að töfra fram eitthvað nýtt, framandi og skemmtilegt,“ segir Inga Björk. Spurð um uppá- haldskrydd segir hún að það sé túrmerik og er hún dugleg að nota það í mat- inn. „Ég reyni að hafa matinn eins hollan og góðan og völ er á. Mér finnst ekki gott þegar maturinn er kryddaður of mikið. Það er alltaf hægt að bæta aðeins við matinn en það er erfitt að snúa við þegar það er búið að ofkrydda.“ Morgunblaðið/Eggert UNGUR MATGÆÐINGUR Sex ára bauð hún í mat VERZLUNARSKÓLAMÆRIN INGA BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR FÉKK MATREIÐSLUDELLUNA UNG AÐ ALDRI OG NAUT ÞESS AÐ BJÓÐA VINKONUM SÍNUM HEIM Í MAT. HANA LANGAR AÐ LÆRA FAGIÐ EN ÞÓ EKKI ENDILEGA STARFA VIÐ ÞAÐ. ÞAÐ KÆMI ÞÓ TIL GREINA AÐ VERÐA SJÓNVARPSKOKKUR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Það er svo gaman þegar ég næ að töfra fram eitthvað nýtt, framandi og skemmtilegt,“ segir Inga Björk sem byrjaði ung að hræra í pottum. Marinering fyrir fimm kjúklingabringur. Bringurnar þurfa að liggja í leginum í a.m.k. 2 klst áður en þær eru sett- ar í ofninn. 1 hvítlaukshaus ¼ bolli þurrt óreganó ½ bolli rauðvínsedik salt og pipar 1 bolli blautar sveskjur ½ bolli grænar ólífur ½ bolli kapers 6 lárviðarlauf 1 bolli púðursykur 1 bolli hvítvín Kjúklingabringurnar eru síðan settar í ofn á 200°C og látnar malla í um 30 mín. Borið fram með fersku salati og hrísgrjónum, auk þess hentar vel að hafa hvítlauksbrauð með. Ítalskur kjúklinga- réttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.