Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 56
Anna Arnbjarnardóttir er lesandi vikunnar. Hún á margar uppáhalds- bækur og hér er hún með bók um Tracy Beaker. Morgunblaðið/Ómar Ég á margar uppáhaldsbækur en nú skal ég segja ykkur frá nokkrum af þeim. Á þessu ári fékk ég tvær bækur um Huldu Völu dýravin, þær heita Töfrahálsmenið og Músíkalska músin. Þetta eru sko mjög skemmtilegar sögur og ég vona að það komi út fleiri Huldu Völu-bækur. Ég hef líka lesið bækurnar um Nönnu norn og hún var mjög fyndin. Hún fjallar um norn sem er klikkuð og um latan kött. Mynd- irnar í Nönnu nornar-bókunum eru mjög flottar og líka skrýtnar. Bækurnar um Tracy Beaker eru líka mjög skemmtilegar, þær fjalla um stelpu sem er mjög árásargjörn og er á barnaheimili sem hún kallar Ruslahauginn. Hún á einn vin en hún á kannski fræga mömmu sem hún saknar mjög mikið. Svo langar mig að segja frá bók sem heitir Ævintýralandið og er með öllum bestu ævintýrunum eins og til dæmis Mjallhvít. Nú er ég að lesa nýja bók sem heitir Amma glæpon, hún borðar bara kál og prumpar mikið auk þess sem hún stelur dem- öntum. Í UPPÁHALDI ANNA ARNBJARNARDÓTTIR 8 ÁRA 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 BÓK VIKUNNAR Hið hugljúfa ævintýri um Heiðu hefur notið mikilla vinsælda allt frá útkomu. Hér er sagan endursögð af Jakobi F. Ásgeirssyni. Fallegar myndir prýða bókina. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Sögufélag gefur út bókina Frásagniraf Íslandi eftir Johann Andersonásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð. Bæði Peerse og Blefkens skrifuðu á 16. öld stuttar Íslandslýsingar sem eru end- urprentaðar í þessari bók og bók And- ersons, borgarstjóra í Hamborg, um Ís- land kom út árið 1746. Þetta verk Andersons hefur aldrei birst hér á landi fyrr en nú, en það er fullt af alls kyns furðusögum um land og þjóð. Skrif And- ersons og sömuleiðis þeirra Peerse og Blefkens eru bráðskemmtileg aflestrar fyrir þá sem eru ekki of hörundsárir þeg- ar heiður Íslands á í hlut. Óhætt er að segja að lýsingar á landsmönnum séu ekki sú tegund landkynningar sem þjóðir vilja vera þekktar fyrir. Nú eru aldir frá því frásagnir þess- ar birtust fyrst og tíminn hefur nánast gert þær að ýkju- kenndum skemmti- sögum um fremur vesæla og frum- stæða þjóð sem býr við agaleysi og lætur samviskuna ekki þvælast fyrir sér. Hér er lýsing á Íslendingum úr bók Andersons: „Þeir eru deilugjarnir og ill- viljaðir, hefnigjarnir, fláráðir og þræl- lyndir, óhófsamir, lostafullir og saurlífir, svikulir og þjófóttir.“ Lýsingar eins og þessar urðu til þess að Jón Þorkelsson, rektor í Skálholtsskóla, kom til varnar fyrir þjóð sína. Eru skrif hans birt í bók- inni á íslensku og mun vera í fyrsta sinn sem það er gert. Þessi bráðskemmtilega bók geymir því efni sem aldrei hefur birst á íslensku áð- ur. Að því er fengur. Þetta er bók sem þeir sem hafa gaman af sögu og sagn- fræði ættu að glugga í. Það er nokkurn veginn óhætt að fullyrða að þeim mun ekki leiðast lesturinn. Í formála að bókinni segir hinn góði sagnfræðingur Guðni Th. Jóhannesson að löngum hafi það þótt sannindi á Ís- landi að glöggt sé gestsaugað. Þótt stór- felldar ýkjur og alls kyns vitleysur blasi við í lýsingum áðurnefndra manna má innan um finna fremur raunsannar lýs- ingar, eins og reyndar er bent á í afar fróðlegum inngangi bókarinnar sem Már Jónsson og Gunnar Þór Bjarnason rita. Orðanna hljóðan ÓHRÓÐ- UR UM ÍSLAND Guðni Th. Jóhannesson skrifar formála bókarinnar. Frásagnir af Íslandi G læpurinn – ástarsaga er nýjasta skáldsaga Árna Þór- arinssonar. Bókin er ekki glæpasaga þótt hún fjalli um glæp, en mikið meira er ekki hægt að segja ann- að en að efni bókarinnar er óvenjulegt og viðkvæmt. Bókin hefur fengið mjög góða dóma, en kveið Árni viðtökunum? „Ég kvíði alltaf viðtökum,“ segir hann. „Ég hélt að það myndi eldast af mér en það gerist bara ekki. Ég var miklu svalari þegar fyrstu bækur mínar voru að koma út. Þessi saga er með öðr- um brag og innan annars forms en ég hef áður skrifað og ég var ekki viss um að það hefði borgað sig að fara út fyrir „þægindaramma krimmanna“ þar sem ég er hagvanur, þótt það sé alltaf erfitt að skrifa krimma.“ Heldurðu að það sé vanmetið hversu erfitt er að skrifa krimma? „Ég held að það sé stórlega vanmetið. Það er algjör misskilningur að tala um glæpasögur sem formúlubókmenntir því maður sem skrif- ar krimma eftir formúlu er ekki að skrifa góðan krimma. Krimmar þurfa alltaf að koma á óvart og verða að ganga fullkomlega upp og það er heilmikil kúnst að skrifa slíka bók. Krimmar eru því jafn- mismunandi og aðrar skáldsögur. Ég hugsa að betra sé að tala um form en formúlur þegar kemur að bókmenntaumræðu. Fyrir fimmtán árum áttum við ekki mikla flóru glæpasagna þótt ein og ein slík saga kæmi út. Nú er staðan sú að íslenskar glæpasögur njóta mikilla vin- sælda og hafa gert ansi mikið fyrir íslenskar bókmenntir og bóklest- ur í landinu. Það framlag má ekki vanmeta.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að Glæpnum – ástarsögu? „Þarna lögðust nokkrar hugmyndir saman. Ein hugmyndin tengist fyrstu setningunni í sögunni: „Nóttina áður en hann dó svaf hann lít- ið.“ Það má segja að setningin hafi komið til mín þegar ég var milli svefns og vöku. Ég fór fram úr og skrifaði setninguna hjá mér. Svo fóru ákveðin þemu að sækja að en síðasta hugmyndin kom í fyrra- sumar á bjartri sumarnótt. Þá var ég að koma út af bar á Laugaveg- inum og varð vitni að atburði sem í bókinni er nánast lýst eins og hann var, en þar liggur kona í ræsinu. Eftir þetta fór verkið að taka á sig mynd.“ Bókin hefur fengið góða dóma. Þú hlýtur líka að fá viðbrögð frá lesendum, hvernig eru þau? „Viðbrögðin eru yfirleitt ótrúlega góð. Sumum finnst erfitt að lesa um þetta efni en mér virðist sem bókin hafi haft töluverð áhrif á les- endur og þá er tilganginum náð.“ Ætlarðu að snúa aftur til glæpasagnanna og Einars blaðamanns? „Já, við Einar eigum sitthvað ógert. Það eru ákveðnar sögur sem henta Einari og mig langar að vinna aðeins meira með hann, en hann verður ekki eilífur sem persóna.“ En þú munt ekki drepa hann? „Við verðum að bíða og sjá.“ Eru viðtökurnar sem þessi nýja bók hefur fengið þér hvatning til að skrifa öðruvísi bækur en glæpasögur? „Viðtökurnar eru auðvitað hvatning en mig dreymir ekki um annað en að skrifa glæpasögur. Ég hef unað hag mínum mjög vel innan glæpasögunnar og hún er eftirlætisbókmenntaform mitt. Ég er ekki sérlega spenntur fyrir skilgreiningunni fagurbókmenntir – glæpabók- menntir. Saga án glæps, saga með glæp, þetta eru bara tvær sögur. Glæpasögur eru sögur af örlögum fólks sem fer fram á ystu nöf. Munurinn á þeim og öðrum sögum er að öðru leyti ekki mikill.“ DRAUMUR KVEIKTI FYRSTU SETNINGUNA Saga með öðrum brag „Sumum finnst erfitt að lesa um þetta efni en mér virðist sem bókin hafi haft töluverð áhrif á lesendur og þá er tilganginum náð,“ segir Árni. Morgunblaðið/Golli NÝJASTA BÓK ÁRNA ÞÓRARINSSONAR, GLÆPURINN – ÁSTARSAGA, HEFUR VAKIÐ ATHYGLI, EN EFNI HENNAR ER ÓVENJULEGT. ÁRNI SEGIST HAFA KVIÐIÐ VIÐTÖKUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.