Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 45
Ísland fór verr út úr þeim anga hrunsins sem hing- að barst en ýmsir aðrir, vegna þess hve fjár- málakerfið var ungt, hve það var samofið í kringum örfáa gáleysismenn og vegna þess að ekki reyndist mikið að marka endurskoðaða reikninga stofn- ananna, yfirlýsingar um áreiðanlegar lánalínur og fullyrðingar um að það, sem virtist vera aðeins froða, væri fé en ekki froða. Í stóru löndunum með óska- myntirnar evru og dollara töpuðu bankar ógrynni fjár, tugir og hundruð stórra banka og smárra fóru á hliðina. En með áður óþekktri peningaprentun og með því í sumum tilvikum að veðsetja skattborgara landanna upp í háls tókst víða að koma í veg fyrir allsherjarhrun fjármálastofnana. En ekki eru öll kurl komin til grafar og enn óljóst um endanleg áhrif stórbrotinna björgunaraðgerða. Sundurlyndi þegar síst skyldi Það náðist á örfáum dögum um mánaðamótin ör- lagaríku að fastsetja kúrsinn sem skipti mestu. Það var mikilvægast alls á Íslandi á ögurstundu. Og það tókst áður en að Samfylkingin náði ákvörðunarvald- inu í stjórnarráðinu undir sig og komst síðar í þá sérkennilegu stöðu að þykjast verða Íslands- bjargvættur með VG. Með fyrrnefndum ákvörðunum var tryggt að Ísland kom, þrátt fyrir algjört banka- fall, betur frá uppnáminu en mörg þjóð önnur, sem í holskeflinu lenti. En svo gleðilegt sem það var kom á móti að næstu ár, sem voru svo mikilvæg, fóru að mestu í súginn. Hávaði og barsmíðar, sem ólíkleg- ustu aðilar tóku þátt í að æsa til, skoluðu sund- urlyndisöflum inn í stjórnarráðið. Icesave-samn- ingar, hver af öðrum, og endalausar deilur um þá; svikum vafin aðildarumsókn að ESB; skrípaleikur kringum stjórnarskrá landsins og aðför að henni; Landsdómsmál og aðrar haturs- og hefndaraðgerðir smágerðra stjórnamálamanna; allsherjar stöðnun fjárfestinga, kotungsleg haftapólitík og ómarkvissar aðgerðir til að koma sér út úr þeim og minnimátt- arkennd gagnvart AGS, svo fátt eitt sé talið, frestaði því alltof lengi að neikvæð áhrif bankafallsins fjöruðu út. Urmull tækifæra þrátt fyrir óvissu Óhæfasta ríkisstjórn Íslands er á bak og burt. Í augnablikinu er það því ekki vandræðagangur af því tagi sem er háskalegasta hindrun uppbyggingar efnahagslífs á Íslandi. Hægt er að sjá fyrir sér að Ís- land eitt og sér gæti verið komið í mjög góða stöðu til að grípa sín tækifæri, leggja grundvöll að bjart- sýni, sem væri ekki belgingur einn, heldur á bjargi byggð og komið sér þannig á beina braut á 12-18 mánuðum. En utanaðkomandi skilyrði kunna þó að hafa ófyr- irsjánleg áhrif. Þeir sem mestu ráða í heimsbúskapn- um og um það, hvort hann nái sér brátt á strik, eru ekki sannfærandi og því síður ganga þeir í takt. Leiðtogar Evrópu gerðu ný mistök með hverjum neyðarfundinum sem þeir áttu. Þeir niðurlægðu bræðraþjóðir í vanda og keyrðu þær með efnahags- legu ofbeldi í niðursveiflu, sem illfært er upp úr og gerðu áratuga skuldaþrældóm í þágu áhættusæk- inna bankaglanna í Norður-Evrópu að einu framtíð- arsýn í áratugi. Flestir viðurkenna nú orðið að evran er ónýtur gjaldmiðill nema aðildarríki hennar verði þvinguð til að lúta einni efnahagslegri stjórn. Enn er þó neitað að horfast í augu við að ekki mun takast að beygja nægilega margar þjóðir í duftið, þótt tekist hafi að sverfa smám saman af fullveldi þeirra og sjálfstæði. Handan hafsins gæti hækkandi verð hlutabréfa bent til þess að grundvöllur efnahagsmála þar væri að styrkjast. En ekki er allt sem sýnist. Bandaríski seðlabankinn hefur stundað meiri inngrip í efna- hagsþróunina en hollt er til lengri tíma. Bernanke, fráfarandi bankastjóra, er orðið þetta ljóst. Um mitt síðasta sumar gaf hann til kynna að „þægindamögn- un“ bankans á burgeisum, sem átti að fleyta hikst- andi efnahag á stað aftur, væri komin að sínum endi- mörkum. Þegar Bernanke hóstaði þessu upp úr sér hröpuðu pappírar þegar í verði og kaupahéðnum leið eins og bankastjórinn hefði boðið þeim vikugamlar ostrur í hádegismat og hlupu flestir á þá setuna. Þeir kölluðu í skyndi eftir sínum dollurum frá Kína, Ind- landi og slíkum ríkjum og þá blasti við að þau lönd stefndu í ógöngur og gætu ekki áfram haldið uppi framleiðslustigi í Vesturheimi og hlutabréfin virtust því ætla að taka enn stærri dýfu. Þá guggnaði Bern- anke bankastjóri og dró í land. Og þá varð aftur kátt í Kauphöllinni. Bandaríski seðlabankinn er því orð- inn fangi eigin stefnu, sem hann veit og hefur vitnað um að fái ekki staðist til lengdar. Í Evrópu eltu ríkisbankamenn hina kátu Kana og eru komnir með vextina niður í ekki neitt. Sparendur eiga því fáa kosti nema koddaverið eða að breyta aurum í steypu og búa til fasteignabólu sem ekki er innstæða fyrir. Og þá gæti niðurborandi spírallinn fljótlega farið að heilsa upp á fleiri en Grikki, Spán, Portúgal og Írland. Þegar blasir við að Ítalía er næsti kandídat. Og Frakkland er ekki langt undan. Þar er forseti við völd sem aðeins 3% frönsku þjóð- arinnar treysta mjög vel. Hann hefur því enga stöðu til að blása bjartsýni og baráttuhug í landa sína. Hið efnahagslega umhverfi Íslands, bæði nær og fjær, vekur því mjög blendnar tilfinningar um þessar mundir. Það þýðir þó ekki það að ríkisstjórnin megi draga að henda út misheppnuðum og skaðlegum úr- ræðum hreinræktuðu vinstristjórnarinnar, hvar sem eimir eftir af þeim. Stjórnar sem allt sveik og gekk fyrir sundurlyndi í eigin ranni, eins og Össur hefur upplýst og annars staðar, eins og allir gátu séð. Óvissan erlendis eykur kröfuna á hendur okkur sjálfum um að draga ekki að búa enn frekar í haginn. Hún gerir óhjákvæmilegt að ekki dragist stundinni lengur að breyta um kúrs, svo Ísland eigi hægara með að standa af sér annan alþjóðlegan afturkipp í efnahagslífi heimsins, sem ekki er hægt að útiloka að geti verið skammt undan. Verði slíkum samdrætti í alþjóðlegum efnahagsbúskap á hinn bóginn forðað, munu okkar tímabæru aðgerðir skapa skilyrði fyrir heilbrigðum uppgangi og bjartri framtíð. Það bíða margir eftir slíkum skilyrðum og eru orðnir óþreyju- fullir. Morgunblaðið/RAX *Hið efnahagslega umhverfiÍslands, bæði nær og fjær, vekurþví mjög blendnar tilfinningar um þessar mundir. Það þýðir þó ekki það að ríkisstjórnin megi draga að henda út misheppnuðum og skaðlegum úr- ræðum hreinræktuðu vinstristjórn- arinnar, hvar sem eimir eftir af þeim. 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.