Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 51
geta brugðið sverði og ekki að vera feiminn við mynda- vélarnar. Íslendingar hafa haft marga skemmtilega afl- raunamenn sem hafa ekki verið feimnir við myndavél- arnar þannig að ég var hvergi smeykur. Held ég hafi aðallega verið smeykur þegar ég hitti hann,“ segir Newman og hlær. Hafþór varð aldrei þreyttur The Mountain er karakter sem er mjög grófur og illur – í rauninni hálfgerð drápsvél. Hann ber ekki virðingu fyr- ir neinum og gerir það sem honum hentar, hann á meðal annars að hafa brennt andlitið af bróður sínum þegar hann var yngri. Honum hefur brugðið fyrir í fyrstu þáttaröðinni þar sem hann afhausar hest eftir að hafa tapað í burtreiðum. Mjög svo eftirminnileg sena. Hafþór Júlíus var nýbyrjaður að horfa á þættina þegar honum var boðið hlutverkið og lýsti hann því í viðtali við Moni- tor. Newman segir að Hafþór sé kjörinn í hlutverkið þótt honum vanti nokkra sentimetra. „Hann á að vera sjö fet í bókinni en hann bætir það upp með vöðvum. Hann er svo ofboðslega sterkur og þarf að vera í miklum búningi, leðri og brynju, og síðan var hann í króatísku sólinni með fimm feta sverð að sveifla því í marga klukkutíma. Hann er svo ofboðslega sterkur að hann varð aldrei þreyttur hef ég heyrt og það er ótrúlegt.“ Hann segir að Hafþóri sé breytt töluvert bæði með gerviskeggi og í eftirvinnslunni. „Ég má ekkert segja um hvað verður í framhaldinu hjá Hafþóri en það voru allir jafn hrifnir af því hvað hann lærði fljótt og naut sín á meðan. Ég var lítið í Króatíu þar sem hann var við tökur, ég var í Belfast en svo kom hann til mín og gerði eina senu og hann var frábær. Ég var mjög glaður að sjá það því eins og ég segi þá gleður það mig alltaf mikið þegar Íslendingar koma við sögu í mínum verkum. Ég er alltaf að leitast við að koma Íslandi að,“ segir Newman. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn framarlega Eðlilega hefur Chris oft komið til Íslands vegna tengsla sinna við landið en það sem færri vita er að hann sting- ur oft upp á Íslandi sem tökustað. Eftir að hafa komið aftur hingað til lands að vinna við Svo á jörðu sem og himni vann hann við stórmyndina Judge Dredd með sjálfum Sylvester Stallone. Í fangaflutningunum í þeirri mynd brotlendir skipið á fjarlægri plánetu. Þegar grannt er skoðað má sjá að hraunið á milli Keflavíkur og Reykjavíkur er bakgrunnur fyrir brotlendinguna. „Þegar ég var að byrja að gera Game of Thrones og það kom upp á fundi að við þyrftum að finna stað sem hefði snjó og ís í október þá var auðvelt að benda á Ísland. Ég þekki jöklana og annað á Íslandi og vissi að ég gengi að því vísu. Það er byrjunin á að Game of Thrones kom til Íslands. Þegar við tókum upp í aðra þáttaröð þá féllu allir fyr- ir Íslandi, ekki aðeins fyrir landslaginu og hvað það gerði fyrir þættina, heldur kom þetta einnig vel út fjár- hagslega. Svo eru líka íslenskir kvikmyndagerðarmenn mjög góðir og frábært að vinna með þeim þannig að ekki skemmdi það neitt heldur. Við vorum að taka upp að vetri til á Íslandi og höfð- um aðeins rúma fimm klukkutíma til að vinna þannig að maður varð að undirbúa sig í myrkri sem var svolítið sérstakt en skemmtilegt. Ég hafði Mývatn í huga því Nonni og Manni eru teknir upp þar. Þegar það vantaði stað sem hefði algjörlega stórkostlegt landslag datt mér Dimmuborgir strax í hug. Það var frábært að vera þar. Það sagði aldrei neinn: „Hey, eigum við ekki að leita eitthvað annað,“ sem er jákvætt.“ Aðspurður hvort hann sé eitthvað á leiðinni með fleiri verkefni hingað til lands segir hann svo ekki vera – ekki í bili allavega. „Ég er enn með fullt af stöðum á Íslandi sem mig langar að taka upp á en ég hef ekki enn fengið réttu söguna til þess.“ Allt annað en ER og Grey’s Anatomy Þáttarröð eins og Game of Thrones tekur mikinn tíma frá Chris en þó fær hann tveggja mánaða frí. Þá er hann bara heima hjá sér og safnar orku fyrir næstu þáttaröð. „Ég get bara unnið við þetta. Ég er ekki að leita mér að öðrum verkefnum til að vinna við, þetta er svo gaman. Ég fæ frí þegar við erum búin að taka upp í nóvember en það er ákveðinn skilningur á milli mín og Game of Thrones að ég verð áfram við verkið þegar næsta þáttaröð byrjar í febrúar þannig að ég tek mér bara gott jólafrí á milli. Ég geri plön með hinum pródúsentunum hvar á að taka upp hvaða atriði þegar við hittumst í febrúar. Game of Thrones er ekki eins og annað sem er í sjón- varpi þar sem þú ert fastur á sama setti í marga mán- uði, til dæmis eins og ER eða Grey’s Anatomy. Í Game of Thrones er það ekki þannig, heldur er þar alltaf eitt- hvað nýtt. Þetta eru sömu karakterar en nýjar áskoranir í hverri þáttaröð. Ég held ég myndi fljótt verða leiður ef ég yrði á sama setti í hverri viku – það er ekki fyrir mig.“ Lái honum hver sem vill. Hafþór Júlíus Björnsson fer með stórt hlutverk í komandi þáttaröð. Mikið er lagt í hvern einasta búning í þáttaröðinni. 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD Nú hafa fimm bækur komið út í ritröðinni um Game of Thrones og enn er endir ekki í sjónmáli. 2008 Mamma Mia! 2008 Charlie Wilson’s War 2006 Eragon 2005 Goal! The Dream Begins 2005 Match Point 2005 Sahara 2004 EuroTrip 2003 Love Actually 2003 Shanghai Knights 2002 About a Boy 2001 Birthday Girl 1999 Sleepy Hollow 1999 Star Wars: Episode I - The Phantom Menace 1999 Notting Hill 1997 The Butcher Boy 1996 Surviving Picasso 1995 Sense and Sensibility 1995 Judge Dredd 1994 Frankenstein 1993 The Remains of the Day 1993 Much Ado About Nothing 1992 As in Heaven 1985 Brazil 1984 Supergirl 1983 Superman III 1983 Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi 1982 The Dark Crystal 1980 Superman II NOKKRAR HELSTU MYNDIR CHRISTOPHER NEWMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.