Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 20
Enginn fær tilvísun
„Fáir geta hafnað megininntaki hugmyndarinnar um bata-
miðaða nálgun. Batahreyfingin minnir okkur þó á að setja
meira af þeirri hugmynd í starf okkar. Innleiðing hugmynda-
fræðinnar er þegar hafin á geðsviðinu og unnið er að henni
með víðtækum hætti. Bataskólinn er eitt þeirra verkefna
sem sprottið hafa upp úr þeirri vinnu. Hann er þegar farinn
af stað hér sem tilraunaverkefni og höfum þegar keyrt nám-
skeið um nokkurs konar inngang að bata. Við leitum nú að
og vinnum að námskrá og þróun hentugra námskeiða fyrir
skólann. Bataskólinn er ekki hugsaður sem meðferðarúrræði
heldur fræðsla. Þangað á fólk að koma sem hefur áhuga á að
auka með sér þekkingu á hinum ólíku sviðum lífsins hvort
sem um ræðir fræðslu um geðsjúkdóma, félagsfærni, tölvu-
færni, fjármálalæsi eða matseld svo dæmi séu nefnd. Með
þessu standa vonir til að auka megi lífsgæði fólks og leiða til
bata. Engin fær tilvísun í Bataskólann. Fólk sækir hann af
persónulegum áhuga og velur sér námskeið sem henta því út
frá þeim stað sem það er statt á hverju sinni,“ segir Hjalti.
Lífsfærni, von og hamingja
Leiðbeinendur eru starfsfólk geðsviðs og aðrir sem miðlað
geta af þekkingu sinni og reynslu. Bataskólinn mun verða
unninn meðfram hefðbundinni vinnu á geðsviði og innleiðingu
hugmyndafræðinnar þar. Leiðbeinendur þurfa að búa yfir
viðamikilli þekkingu á mikilvægum lífstengdum þáttum, hafa
ríkan vilja til að miðla henni og getu til að tengja hana hug-
myndinni um aukinn bata, að sögn Hjalta. Hann leggur einn-
ig áherslu á að þeir sem sæki þessi námskeið geri það af
sjálfsprottnum áhuga á efni þeirra. „Nokkrir skólar eru
starfræktir í Bretlandi sem byggjast á þessari hug-
myndafræði. Hafa þeir skilað góðum árangri. Þó er starf-
ræksla Bataskóla viðamikið verkefni og krefst uppbygging
hans samhents átaks fjölda fólks. Margir innan og utan geð-
sviðs, jafnt notendur sem fagfólk, hafa komið að þessari
vinnu og enn aðrir veitt honum veglegan styrk. Má þar
nefna ELKO sem gaf skólanum tæki til kennslunnar.
Upptaka batamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er viðamikið
verkefni og snertifletirnir margir. Innan geðsviðs starfar
fjölbreyttur hópur starfsfólks sem þegar hefur mikla hæfni,
reynslu og ríka þekkingu á hugmyndafræðinni og það auð-
veldar upptöku hennar. Upp að einhverju marki er nú þegar
byggt á hugmyndafræðinni innan ólíkra fagstétta og stakra
eininga á geðsviði, svo sem í samfélagsgeðteyminu og á
Laugarási. Á meðal starfsfólks og yfirmanna er þó almennt
ríkur vilji til að vinna frekar að þróun stefnunnar á sviðinu
og er vinna í þá átt víða í fullum gangi. Vonir standa til að
Bataskólinn veiti skjól fyrir myndun fræðasamfélags og sam-
vinnu fólks um aukinn bata þess og afrakstur menntunar-
innar verði aukin lífsfærni, von og hamingja,“ segir Hjalti.
B
atamiðuð heilbrigðisþjónusta er sérsniðin að persónu-
legum þörfum notenda og þeirra eigin skilningi á
veikindum sínum. Mikilvægi batamiðaðrar nálgunar
er ótvíræð í ljósi þess að ekki er til meðferð við öll-
um geðröskunum eða forsenda fyrir fullum bata ekki fyrir
hendi. Því þarf að veita þeim sem þjakaðir eru af lang-
vinnum andlegum veikindum viðunandi lífskilyrði í ljósi
þeirra.
Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem upptaka bata-
hugmyndafræðinnar á geðsviði hefur í för með sér er starf-
ræksla fræðslumiðstöðvar um bata. Bataskólinn, sem byggð-
ur er á erlendri fyrirmynd, er staðsettur í gamla bókasafninu
á Kleppi. Ætlunin er að bjóða upp á úrval námskeiða sem
hentar fjölbreyttum hópi notenda. „Batahugmyndafræðin er
rakin til notendasamtaka sem gerðu tilkall til ríkari þátttöku
í eigin meðferðarstarfi og vildu stuðla að aukinni mannúð í
meðferð. Bataskólinn er því hugsaður sem viðbót við hefð-
bundna meðferð samkvæmt læknisfræðilíkaninu þar sem
höfðað er í auknum mæli til áhuga notenda. Trú er á vilja
þeirra til þátttöku í eigin meðferð. Líta má á þá sem koma
að fræðslu í bataskólanum sem leiðbeinendur eða aðstoð-
armenn í bataferlinu,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnisstjóri
innleiðingar batahugmyndafræði á geðsviði, og bætir við að
hugmyndafræðin gangi þvert á stofnanir og faglega sérþekk-
ingu og byggist á ríku samstarfi fjölda ólíkra aðilla.
Hjalti Einarsson er
verkefnisstjóri innleiðingar
batahugmyndafræði
á geðsviði LSH.
Morgunblaðið/Ómar
BATASKÓLINN KOMINN AF STAÐ
Aukin
vellíðan
óháð
einkennum
UNNIÐ ER AÐ INNLEIÐINGU HUGMYNDAFRÆÐI
UM BATAMIÐAÐA NÁLGUN Á GEÐSVIÐI
LANDSPÍTALA. NOTANDI GEÐHEILBRIGÐIS-
ÞJÓNUSTU ER TALINN HAFA SÉRÞEKKINGU
Á EIGIN STÖÐU VEGNA SJÚKDÓMSREYNSLU
SINNAR OG TEKUR ÞVÍ RÍKAN ÞÁTT Í EIGIN
MEÐFERÐARVINNU EÐA BATAFERLI. BATA-
SKÓLINN ER LIÐUR Í ÞESSARI NÁLGUN.
Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is
*Heilsa og hreyfingLandsliðsmaðurinn Jóhann Berg vill íslenskt nammi en heldur sig við einn nammidag í viku »23
Foreldrar ættu að tryggja að tæknibúnaður á borð við tölvur og
snjallsíma sé ekki í svefnherbergjum barna og unglinga. Niðurstöður
nýlegrar rannsóknar benda til þess að tækjanotkun í svefnherbergjum
geti aukið á kvíða barna og haft áhrif á svefn. Rannsakendur, sem birtu
niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Journal of Pediatric Pshycology,
komust meðal annars að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni á svefn-
venjum barna að það að vera með sjónvarp, tölvur, leikjatölvur eða
önnur tæki í svefnherbergjum „forriti“ heilann til að sjá herbergið
sem afþreyingarsvæði fremur en hvíldarstað. Þá segja rannsakendur
að það að spila ofbeldisfulla tölvuleiki í svefnherbergjum gefi heila
barna þau skilaboð að herbergið sé hættulegur staður þar sem þau
þurfi að vera á varðbergi. Það geti svo leitt af sér svefnleysi og kvíða
og dregið úr getu til náms.
„Tækni er ein helsta ástæðan fyrir ónógum og trufluðum svefni.
Nægur svefn leiðir til betra andlegs jafnvægis, jákvæðara skaplyndis
og aukinnar athygli, en allir þessir þættir eru líklegir til að bæta náms-
getu,“ segir dr. Jennifer Vriend í samtali við Telegraph um rannsókn-
ina.
Rannsóknin var gerð með því að rannsaka svefnvenjur 32 barna á
aldrinum 8-12 ára sem fengu að jafnaði níu klukkustunda svefn. Í viku
fengu hóparnir sinn vanalega svefntíma en vikuna á eftir var svefntími
helmings hópsins skorinn niður um klukkustund fjórar nætur í röð og
hinn helmingurinn látinn fara að sofa klukkustund fyrr. Foreldrar og
rannsakendur merktu mikinn mun á hegðun barnanna og var frammi-
staða þeirra sem fengu meiri svefn mælanlega betri en hinna. Þá töldu
rannsakendur að tækjabúnaður í svefnherbergjum hefði mikið að
segja um það hversu vel þau ná að sofa.
„Margir unglingar sofa til að mynda með símana sína hjá sér og
vakna reglulega yfir nóttina við það að síminn gefur frá sér hljóð eða
titrar þegar þau fá sms, tölvupóst eða skilaboð á Facebook,“ bendir
Vriend á. Betur fari á að svefnherbergið fái að vera griða- og hvíld-
arstaður.
Tölvur og símar eiga ekki heima í svefnherbergjum
samkvæmt rannsókninni. Tækjanotkun í her-
bergjum hefur neikvæð áhrif á svefn barna og ung-
linga og getu þeirra til náms.
Morgunblaðið/Ernir
KANADÍSK RANNSÓKN Á SVEFNI BARNA
Tölvur í barnaherbergjum geta aukið á kvíða