Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason
segir sögu sína af glímu við sjúk-
dóminn alkóhólisma í opinskáu
viðtali í blaðinu í dag. Sjúkdóm-
urinn og afleiðingar hans fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og sam-
félagið allt var til umfjöllunar í
vikunni eftir að bók um ævi Her-
manns Gunnarssonar kom út.
Ævisöguritarinn, fjölskylda og
vinir Hemma tóku í sameiningu
þá ákvörðun að í bókinni kæmi
sannleikurinn um þróun sjúk-
dómsins og dánarorsök Hemma
Gunn fram. Ekki er endilega víst
að Hemmi hefði kosið sjálfur að
greina frá þessu, en ljóst er að
með ritun eftirmála bókarinnar
hafa þeir sem eftir lifa kosið að
láta sögu Hemma af baráttunni
við sjúkdóminn standa eins og
hún var í raun, ekki eins og hún
átti að líta út fyrir að vera.
Eins og Rúnar Freyr bendir á í
viðtalinu eru alkóhólistar gjarnan
búnir að brenna allar brýr að baki
sér þegar þeir átta sig á vand-
anum og fá styrk til að biðja um
aðstoð. Og það kann að hljóma
undarlega en hann segir að hans
nánustu hafi hjálpað sér með því
að loka á hann. Þegar hann fann
að ákveðnar dyr voru að lokast í
lífi hans fór hann að taka ábyrgð á
sínum lífshættulega sjúkdómi og
taka hann alvarlega.
Þeir sem koma fram og segja
sögu sína líkt og Rúnar Freyr
gerir í viðtali í blaðinu gera það
jafnan í þeirri von að sagan geti
hjálpað einhverjum. Það sama bjó
augljóslega að baki hjá þeim sem
standa að bókinni um Hemma
Gunn. Það að segja söguna skiptir
einfaldlega meira máli en hver
sagan er. Batasögur skipta máli
því þær veita von. Sögur af bar-
áttu sem er töpuð eru líka mik-
ilvægar því sannleikurinn getur
aldrei gert annað en að auka
skilning og efla okkur í baráttu
gegn fordómum.
RABBIÐ
Sagan sögð
Eyrún Magnúsdóttir
Drottning lenti hér á landi síðdegis á þriðjudag og snæddi hátíðarkvöldverð
með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum sama kvöld. Á
matseðli kvöldsins var reyktur áll í forrétt, sunnlenskur lax með íslensku rót-
argrænmeti í aðalrétt og súkkulaðikaka með jarðarberjum í eftirrétt. Þegar
Margrét kom til Íslands árið 1973 hafði hún verið drottning í eitt ár og kom
hingað til lands með skipinu Dannebrog. Kristján Eldjárn og kona hans Hall-
dóra tóku á móti hjónunum og snæddu þau kvöldverð að Bessastöðum. Þar
var reyktur lax, steiktar endur og perumaringe í eftirrétt. Margrét Þórhildur
er 73 ára og hefur verið drottning í 41 ár. Hún hefur komið hingað til lands
nokkuð oft, til dæmis 1986 þegar hún ferðaðist um landið. Þá var hún við
lýðveldishátíðina árið 1994 og kom svo tvisvar árið 1998.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Golli
MARGRÉT OG HEIMSÓKNIRNAR
MARGRÉT ALEXANDRA ÞÓRHILDUR INGIRÍÐUR,
DROTTNING DANMERKUR, ER STÖDD Á ÍSLANDI
ÞESSA DAGANA Í TILEFNI AF 350 ÁRA AFMÆLI ÁRNA
MAGNÚSSONAR HANDRITASAFNARA. FYRIR 40 ÁRUM,
Í JÚLÍ 1973, KOM MARGRÉT ÁSAMT MANNI SÍNUM HIN-
RIKI PRINS Í OPINBERA HEIMSÓKN HINGAÐ TIL LANDS
OG VAR FAGNAÐ AF ÞÚSUNDUM Á MIÐBAKKA.
Morgunblaðið/Kristinn Ben
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Degi íslenskrar tungu fagnað.
Hvar? Árnagarði Háskóla Íslands, stofu
201, á móti Árnastofnun.
Hvenær? Laugardag kl. 15-18.
Nánar: Fjölbreytt erindi um íslenska
tungu auk léttra veitinga.
Dagur íslenskrar tungu
Hvað? Jólabasar.
Hvar? Waldorfskól-
anum Lækjarbotnum.
Hvenær? Laugardag kl.
12-17.
Nánar: Árlegur jólabas-
ar Waldorfskólans haldinn en þar verða
eldbakaðar pitsur og skemmtiatriði.
Árlegur jólabasar
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Kauphallardagurinn.
Hvar? Háskólanum í Reykjavík.
Hvenær? Laugardag kl. 13-16.
Nánar: Ókeypis örnámskeið og
fræðsla um fjármálalæsi og ýmisleg mál-
efni fyrir allan aldur. Andlitsmálning og
fleira fyrir börnin. Tilvalið fyrir fjöl-
skylduna.
Fræðsla og fjör
Hvað? Jólahátíð
Skoppu og Skrítlu.
Hvar? Borgarleik-
húsið.
Hvenær? Sunnudag
kl. 13 og 14:30.
Nánar: Skoppa og
Skrítla bjóða jólasveininn velkominn til
byggða. Frumsýning er á laugardeginum
en enn eru til miðar á sunnudeginum.
Verð: 2.700 kr.
Skoppa og Skrítla
Hvað? Fyrirsætuleit
fyrir Reykjavik Fas-
hion Festival 2014.
Hvar? Ármúla 21.
Hvenær? Sunnudag
kl. 13.
Nánar: Elite model á
Íslandi leitar að einstaklingum fyrir RFF
en einnig ýmis önnur verkefni.
Leita að fyrirsætum
Hvað? Ganga um Hafnarfjarðarhöfn.
Hvar? Hefst í menningar- og lista-
miðstöð Hafnarfjarðar.
Hvenær? Sunnudag kl. 15.
Nánar: Kristinn Aadnegard yfirhafn-
leiðsögumaður leiðir gönguna.
Sagan rifjuð upp
* Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.