Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Verkskipting á heimilinu hefur orðið jafnari milli kynja með tím- anum, aðallega vegna þess að kon- ur hafa dregið úr heimilisverkum og eyða minni tíma í þau en áður. Hins vegar eyða þær að meðaltali rúmlega helmingi meiri tíma í heimilisstörf en karlar og verk- skiptingin mjög kynbundin. Grundvall- armunur á störf- unum er sá að karlastörfin eru síður áríðandi. Sprungna peran í útiljósinu má frekar bíða en kvöldmaturinn. Eins er ekki eins viðurkennt að útvista hefðbundnum verkum kon- unnar eins og þvottinum, þrifum eða matargerð. Það er eðlilegra að borga fyrir viðgerð á bílnum eða hringja á pípara. Þá eiga konur mögulega erfitt með að hleypa körlum í sín hefðbundnu heim- ilisstörf sökum þess að félagslega bera þær meiri ábyrgð á heimilinu og eru mun frekar dæmdar fyrir ásýnd þess. „Það sem gleymist í umræðunni er það að ásýnd heim- ilisins er eitthvað sem konur eru dæmdar fyrir af utanaðkomandi aðilum þar sem heimilisverkin til- heyra kvenhlutverkinu. Það skipt- ir í raun ekki máli hvor aðilinn geri heimilisverkið sem slíkt, eins og til dæmis það að brjóta saman handklæði í handklæðaskápinn eða bjóða upp á kræsingar í barna- afmæli. Hvort sem verkið er gert vel eða illa eða hvort karl- maðurinn eða konan geri það, þá er það konan sem er metin út frá því. Það er því eðlilegt að hún hafi meiri áhyggjur af heim- ilisverkum og því að þau séu gerð vel. Konur eru frekar verkstjórar á heimilinu vegna þess að heim- ilisstörfin eru þeirra svið. En ef til vill væru þær það ekki ef ábyrgðin væri ekki félagslega þeirra.“ Ábyrgð á uppeldi og heimilisverkum liggur frekar á herðum kvenna. AFP Karlarnir eru síður dæmdir Þóra Kristín Þórsdóttir Jafnréttisþing var haldið fyrstaþessa mánaðar á Nordica hót-el þar sem fjallað var um fjöl-margar hliðar jafnréttismála en var áhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Meðal þeirra sem héldu erindi á þinginu var Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í fé- lagsfræði, en hún fjallaði um kyn- bundna verkaskiptingu á heimilum. Viðfangsefnið hefur ekki mikið ver- ið rannsakað hér heima en Þóra Kristín ásamt Kolbeini Stefánssyni, sérfræðingi hjá Hagstofunni, hafa unnið skýrslu með gögnum um kyn- bundna verkskiptingu sem nefnist Vinna og heimili fyrir og eftir bankahrun fyrir Velferðarvaktina og er útgáfa væntanleg á þessu ári. Heimilið grundvöllur fyrir breytingar Hvert sem við lítum er verkum skipt eftir kyni og er Ísland nokkuð samstiga öðrum löndum hvað skipt- ingu á heimilisstörfum varðar. Sam- eiginlegar niðurstöður með Íslandi og öðrum löndum eru þær að konur sjá nánast alfarið um þrif og þvotta en karlar sjá um viðhaldið. Elda- mennsku er meira deilt, þó kon- urnar eldi oftar. Eins er með inn- kaupin. „Karlar vinna lengri vinnuviku en konur vinna lengur ef allt er tekið saman,“ segir Þóra Kristín. Þegar fólk í hjúskap er skoðað sýnir tölfræði að konur eyða að meðaltali um 14 klst. í heim- ilisstörf á viku en karlar eyða að meðaltali um 7 klst. á viku í heim- ilisstörf og ábyrgðin liggur mun meira hjá konunni. „Staða kvenna er verri en karla ef þær bera meiri ábyrgð en karlar á uppeldi og heim- ilisstörfum. Töluverður tími er tek- inn frá þeim á viku á meðan karlar eru frjálsari til að gera ýmislegt annað, eins og að sinna áhuga- málum.“ Þóra Kristín telur að grunnurinn að breytingum hvað jafnrétti á vinnumarkaði varðar sé innan veggja heimilisins. „Í umræðunni um jafnrétti er alltaf minnst á laga- legt jafnrétti, hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og annað en það er aldrei talað um heimilið,“ segir Þóra Kristín. „Það er atriði sem skortir í umræðuna. Það þykir einkamál hvernig fólk skiptir með sér verkum á heimilinu og sam- kvæmt því ætti ekki að vera að ræða það í samfélagi þar sem allir eru frjálsir. En það er svo augljóst að á heimilinu hafa kynin mjög sterk hlutverk sem eru hamlandi.“ Hugmyndafræðin gölluð Verkaskipting ákvarðast snemma í sambúð. Hún er að sjálfsögðu sí- breytileg og fer eftir aðstæðum hverju sinni en Þóra Kristín segir að venjan sé ekki sú að ákveða fyr- irfram hver geri hvað á heimilinu. „Það er ekki venjan að fólk setj- ist niður og ákveði hlutverka- skiptingu á heimilinu heldur þróast það,“ segir Þóra Kristín. „Það er ekkert að því að það sé verkaskipt- ing á heimilinu, það er eðlilegt eins og með aðrar vinnur. Hins vegar þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Þegar fólk byrjar í sambúð í dag þá er það yfirleitt jafn hæfileikalaust í heimilisverkunum. Margir hafa t.d. ekki sett í þvottavél. Fólk ætti að nýta sér eða tileinka sér tækifærið til að byrja á byrjun.“ Heimilið sé vinnustaður sem gleymist oft en líkt og með aðra vinnustaði fái fólk sér- hæfingu og ábyrgð þar sem dæmt er eftir verkunum. Sama gildi um heimilið. „Hugmyndakerfið sem við búum við er gallað, þar sem við ákveðum frá byrjun að fólk hugsi á ákveðinn hátt og hafi ákveðna hæfni út frá kyni. Á þessu tapa all- ir. Þó karlar hafi hærri laun tapa þeir líka á þessu. Þeir hafa meiri fyrirvinnuábyrgð og fá færri tæki- færi til að eyða með börnum sínum. Stóra málið er að stytta vinnuvik- una og byggja kerfið út frá fjöl- skyldunni en ekki út frá vinnumark- aðnum og hagkerfinu. Það er hagkvæmt að fólki líði vel.“ Verkaskipting hér á landi er mjög kynbundin líkt og annars staðar í heiminum. Konur sjá heldur um þrif og þvott en karlar sjá um viðhald. Morgunblaðið/Rósa Braga Lykillinn að jafnrétti innan veggja heimilisins ALLS STAÐAR ER VERKUM SKIPT EFTIR KYNI OG ER HEIMILIÐ ÞAR ENGIN UNDANTEKNING. KONUR VERJA UM 14 KLST. AÐ MEÐALTALI Á VIKU Í HEIMILISSTÖRF EN KARLAR EYÐA 7 KLST. Á VIKU. DOKTORSNEMI Í FÉLAGSFRÆÐI TELUR AÐ GRUNNURINN AÐ BREYTINGUM HVAÐ JAFNRÉTTI VARÐAR SÉ INNAN VEGGJA HEIMILISINS. HUGMYNDAKERFIÐ ÞURFI AÐ HUGSA UPP Á NÝTT. Tími sem hjón og sambúðarfólk ver til heimilisstarfa í ýmsum löndum Frá 2002 (Ísland 2005) Þý sk al an d - v es tu r Írl an d U ng ve rja la nd Sp án n Bú lg ar ía Sl óv ak ía Té kk la nd Be lg ía Á st ra lía Pó lla nd Po rt úg al Sl óv en ía Le ttl an d A us tu rr ík i Sv iss Þý sk al an d - a us tu r H ol la nd Ký pu r N ýja -S já la nd N or ðu r Írl an d Sv íþ jó ð Ísl an d Br et la nd D an m ör k Ba nd ar ík in Fi nn la nd Fr ak kl an d N or eg ur K lu kk ut ím ar á vi ku 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Þegar fólk í hjúskap er skoðað skiptist tíminn sem hjónin verja til heimilisstarfa að meðaltali þannig að konan vinnur 70%, karlinn 30%. * „Ásýnd heimilisins er eitthvað sem konur erudæmdar fyrir af utanaðkomandi aðilum.“ Þóra Kristín Þórsdóttir.ÞjóðmálGUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.