Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 12

Morgunblaðið - 03.12.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.iswww.facebook.com/solohusgogn Eldhúsborð og stólar Íslensk hönnun í gæðaflokki Hönnuður: Sturla Már Jónsson Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagn kki) Aria Nýja Aría borðalínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslum. Verð frá kr. 91.000 Almar stóll, verð frá 34.000 Máni Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali. Verð frá kr. 85.000 E60 stóll, verð frá 24.300 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Við ákvörðun á aflamarki í Austur- Atlantshafs-bláuggatúnfiski koma í hlut Íslands rúmlega 30 tonn á næsta ári, en í ár veiddist túnfiskur hvorki á línu né stöng hér við land. Hins vegar fengust tæplega fjögur tonn af túnfiski sem meðafli á mak- rílveiðum í ár. Austur-Atlantshafsstofn bláugga- túnfisks er heldur talinn hafa rétt úr kútnum og er ákvörðun um 13.400 tonna heildaraflamark á næsta ári í samræmi við álit vísindamanna, að sögn Brynhildar Benediktsdóttur, sérfræðings í auðlindanýtingu í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu. Túnfiskur er víða eftirsóttur og hátt verð fæst fyrir bestu vöruna á mörkuðum, einkum í Japan. Fjölmennasta fiskveiðinefndin Atlantshafstúnfiskveiðráðið, IC- CAT, fjallar um veiðar á túnfiski allt frá suðurodda Afríku norður fyrir Ísland, en einnig í innhöfum eins og Miðjarðarhafi og Svartahafi. 47 þjóðir eiga aðild að ráðinu og er það sennilega fjölmennasta fisk- veiðinefnd sem starfar í heiminum og hagsmunir þjóðanna mjög mis- munandi. Ráðið fjallar ekki aðeins um bláuggatúnfisk, heldur einnig um aðrar túnfisktegundir og stofna sem falla undir tegundir langförulla og stórra uppsjávarfiska, sem fara yfir margar lögsögur. Einnig er verk- efnið að fjalla um veiðar á ýmsum meðaflategundum, s.s. hákörlum og háfum, en þrýstingur hefur verið á að banna veiðar á nokkrum þeirra, vegna þess að stofnarnir eiga undir högg að sækja. Víða tíðkast að veiða hákarl, skera og hirða af honum uggana til súpu- gerðar, en henda fiskinum sjálfum aftur í sjóinn. Bann við slíkum veið- um var ekki samþykkt, m.a. vegna þess að það var talið tæknilega erfitt í framkvæmd. Hér við land er óheimilt samkvæmt lagaákvæðum um brottkast að henda veiddum fiski aftur í sjóinn. Vildu banna sölu á hámeri Hvorki hefur verið rætt um að banna veiðar á háfi né Græn- landshákarli á vettvangi ráðsins, að sögn Brynhildar. Hins vegar var rætt um bann við að hafa um borð, landa eða selja hámeri, en tillaga þess efnis náði ekki fram að ganga. Íslendingar hefðu ekki getað fram- fylgt slíku banni þar sem hámeri kemur sem meðafli í veiðum við landið og bannað er að henda afla eins og áður segir. Samkvæmt tillög- unni hefðu þær þjóðir sem banna brottkast því þurft að banna beinar veiðar á hámeri, sem og sölu hámer- arafla. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu hafa verið veidd 5,8 tonn af háfi í ár, 619 kíló af hámeri og rúm 6 tonn af hákarli, en lítið er um að stundaðar séu beinar veiðar á há- karli hér við land. Bláuggatúnfiskur að rétta úr kútnum  Rúm 30 tonn í hlut Íslands á næsta ári  Þrýstingur á að banna veiðar á nokkrum tegundum hákarla Morgunblaðið/Golli Stórfiskur Bláuggatúnfiskur verkaður í Norðurfiski á Akranesi. Fiskurinn vó hvorki meira né minna en 200 kíló. Hátt verð fæst fyrir túnfisk. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók utan í níu ára gamla stúlku á Eiríksgötu í Reykjavík á þriðja tímanum í gær- dag. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bíl sinn til að kanna líðan stúlkunnar heldur hraðaði sér af vettvangi. Stúlkan slasaðist á handlegg í ákeyrslunni. Hún var flutt á slysadeild Land- spítalans og var haft samband við forráðamenn hennar. Ók á barn og stakk af  Níu ára stúlka slasaðist á handlegg Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Menn eru að þreifa fyrir sér varð- andi framkvæmd kjarasamnings. Menn hafa unnið að textagerð og hvernig skuli vinna að næsta kjara- samningi á samningstíma þessa samnings,“ segir Björn Snæbjörns- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins, um stöðu kjaraviðræðna. Samninganefnd Starfsgreinasam- bandsins kemur saman í dag og segir Björn að rætt verði um framhaldið. „Það er verið að skoða málin. Maður veit það eftir fundinn hverju fólk er að velta fyrir sér. Þetta verður stuttur samning- ur. Menn hafa verið að greina stöðuna. Menn eru ekki komnir í neina launaumræðu.“ Fram kemur á vef Alþýðusam- bands Íslands að samninganefndir landssambanda og félaga innan ASÍ fari nú yfir þær hugmyndir sem hafa verið ræddar innan samninganefnd- ar ASÍ og í samskiptum við Samtök atvinnulífsins um nýjan samning. „Ef baklandið gefur grænt ljós á áframhaldandi vinnu á þeim grunni má búast við að viðræður við SA fari á fulla ferð seinni hluta vikunnar og að þá hefjist jafnframt viðræður um launaliði,“ segir á vef ASÍ. Spurður um líkur á því að grænt ljós fáist á framhald viðræðna segir Björn það munu skýrast í dag. En skyldu boðaðar aðgerðir í skuldamálum hafa áhrif í þessu efni? „Því hef ég ekki trú á. Þetta er já- kvætt en það eru margir sem fá ekk- ert út úr þessu og svo eru menn ekki að tala um neinar stórkostlegar upp- hæðir í komandi samningum. Útspil- ið í skuldamálum þýðir ekki að menn fari að gefa afslátt í kjarasamnings- gerðinni. Þetta er jákvætt innlegg en breytir engu varðandi viðræðurnar.“  Aðildarfélög ASÍ funda um kjaraviðræður Björn Snæbjörnsson Framhaldið ræðst í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.