Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frosthörkur síðustu daga hafa stór- aukið notun á heitu vatni á höf- uðborgarsvæðinu. Í gærmorgun, þegar mælar Veðurstofunnar sýndu 12 gráða forst í Reykjavík, var rennsli inn á heitavatnsæðar Orku- veitu Reykjavíkur 15.400 tonn á klukkustund, eða um 4,3 tonn á sek- úndu. Fyrir viku, þegar hitastig í höfuðborgarsvæðinu var gjarnan í kringum fimm gráður í plús, var notkun um 10 þúsund tonn á hverj- um klukkutíma. Kuldakastið nú hef- ur því aukið notkunina um 54%. Meiri orka en Kárahnjúkar Sé notkun heitavatns nú umreikn- uð í afl í vöttum, svipað og virkjanir, þá svarar hún til um 900 megavatta, sem er talsvert meira en afl Kára- hnjúkavirkjunar. „Hitakerfi í flestum húsum eru sjálfvirk og taka inn vatn í sam- ræmi við hitastigið,“ segir Eiríkur Hjálm- arsson, upplýsinga- fulltrúi OR. „Fólk getur þó reynst að bregðast við og sparað heita vatn- ið með því að gæta að því að húsgögn eða þykk gluggatjöld byrgi ekki ofna, hafa ekki opið út, draga fyrir glugga og svo fram- Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Ásdís Halla Bragadóttir, stjórn- arformaður EVA consortium ehf., tilkynnti á blaðamannafundi í gær að aðstandendur fyrirtækisins hygðust breyta skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík í lækna- og heilsumiðstöð og þróa hótelið Park Inn í sömu byggingu í heilsuhótel. Fjárfestingin hljóðar upp á vel yfir tvo milljarða króna. Fyrirtækið hefur rekið sjúkra- hótel í húsakynnum Park Inn en þegar Arion banki tók yfir rekstur þess nýverið, var leigusamningi vegna sjúkrahótelsins sagt upp. Ásdís sagði að þá hefði verið ákveðið að láta á það reyna að út- víkka starfsemina í húsinu í átt að víðtækari þjónustu á heilbrigð- issviði. Þjónusta á þremur hæðum Miðstöðin mun spanna alls 9 þús- und fermetra en hótelið telur 119 herbergi. „Hér verður á þremur hæðum ýmiss konar læknisþjón- usta og heilsustarfsemi. Við ætlum hérna í raun og veru að tryggja að einstaklingur sem labbar hérna inn og er að glíma við einhverja til- tekna kvilla, geti fengið allt það sem hann þarf hér í þessari þjón- ustu,“ sagði Ásdís. Þar yrði ekki aðeins um að ræða þjónustu sérfræðilækna, heldur ýmiss konar hjúkrunarþjónustu, aðhlynningu, stuðning, ráðgjöf, næringu, aðstoð við lífsstílsbreyt- ingu, endurhæfingu, hreyfingu o.s.frv. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra ávarpaði fundinn og sagði mikils um vert að eiga ein- staklinga sem þyrðu að leggja í hann og taka slaginn. „Ég vænti þess og vona að þetta frumkvæði, þetta verkefni, verði til þess að við sjáum aukin gæði, fag- mennsku, nýsköpun á því sviði sem allir Íslendingar tengjast. Því að hvað sem um okkur annars má segja í daglegu lífi, þá eigum við það öll sameiginlegt að fæðast inn í heilbrigðiskerfið og við deyjum þar líka. Þannig að við erum með því allt okkar líf,“ sagði ráðherrann. Broadway verður alhliða lækna- og heilsumiðstöð  Öll heilbrigðisþjónusta á einum stað  Einstaklingar sem þora að taka slaginn Morgunblaðið/Golli Þjónusta Ásdís Halla tilkynnti breytingarnar á Broadway í gær. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rétt ríflega helmingur þátttakenda segist styðja ríkisstjórnina í nýrri netkönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Munurinn á þeim sem styðja ríkisstjórnina og þeim sem segjast ekki gera það er vel inn- an skekkjumarka. Könnunin var gerð fyrir Morgun- blaðið í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti sl. laugardag boðaðar aðgerð- ir í skuldamálum. Könnunin var send á 1.950 manns og höfðu 811 svarað klukkan fjögur síðdegis 3. desember, eða 42% úr- taksins. Af þeim 811 sem tóku þátt í könnuninni tóku 577 afstöðu til spurningarinnar „styður þú ríkis- stjórnina?“ Jafngildir það því að 71% þátttakenda hafi tekið afstöðu. 18% gaf ekki upp afstöðu sína Já sögðu 290 eða 50,3% og nei sögðu 287 eða 49,7%. Alls sögðust 89 ekki vita svarið og 145 sögðust ekki vilja gefa upp afstöðu sína. Jafngildir þetta 11% og 18% þátttakenda. Vik- mörk, eða skekkjumörk, eru 3,3% og er munur á hópunum innan þeirra. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir þetta í fyrsta skipti eftir síðustu alþingiskosningar sem stofnunin spyrji beint um stuðn- ing við ríkisstjórnina. „Það má segja að stuðningsmenn og þeir sem ekki styðja ríkisstjórn- ina skiptist í jafn stórar fylkingar. Það er sem sagt ekki marktækur munur á þessum tölum.“ Naumur meirihluti styður stjórnina  50,3% þátttakenda í nýrri netkönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segjast styðja rík- isstjórnina  Litlu færri, eða 49,7%, styðja ekki stjórnina  Munurinn er vel innan skekkjumarka Nýjar kannanir » Stuðningur við ríkisstjórn- ina mældist 43,1% í könnun MMR í nóvember en var 44,6% í mælingu MMR í lok október. » Þá sögðust 44,84% þátttak- enda í síðasta Þjóðarpúlsi Gall- ups styðja stjórnina en 62% þegar hún var mynduð. Morgunblaðið/Golli Ríkisstjórn Könnunin var gerð eftir að skuldaaðgerðir voru kynntar. Í kortum veðurfræðinga er tíu stiga gaddur til sunnudags. Margir komu því á bensínstöðvar og verkstæði í gær til að láta huga að bílum sínum. „Allur er varinn góður þegar spáin er svona,“ sagði Árni Magnússon bíl- stjóri sem Morgunblaðið hitti suður í Kópavogi í gær. Hann var þá að huga að rútubílum sem hann gerir út. „Maður fer yfir þessi almennu atriði: setur ísvara í eldsneyti og rúðu- piss ef þess þarf. Athuga styrk frostlagar á vatnskassann því ef kæli- vatnið frýs er hætta á skemmdum, svo sem á vélarblokkinni sem í versta falli getur sprungið. Svo er ágætt að draga fram hleðslutækin og skerpa aðeins á rafgeymum sem geta orðið slappir fari frost í hæstu hæðir. Þá er loftkerfi rútubíla viðkvæmt, því raki í því getur fros- ið og skemmt út frá sér.“ Ísvara í tank og hlaða geyminn MIKILVÆGT AÐ ATHUGA BÍLINN Í FROSTINU Árni Magnússon vegis. Ef ofnarnir ná samt ekki að halda kuldabola úti má hækka still- ingu á þrýstijafnaranum í tengi- grindinni um 0,7-1 á meðan á kulda- kastinu stendur. Hvernig mál þróast fer líka svolítið eftir vindstyrk, eftir því sem hann er meiri verður kald- ara og þá gæti heitavatnsnotkun rokið upp.“ Kalt á götufólkinu Forstið hefur alls staðar áhrif. Í Reykvík er nokkur fjöldi fólks, gjarnan í vímu eða sjúkt með öðru móti, á götunni og frostið bítur fast- ar í það en aðra. Fjöldi þess sveiflast til, rétt eins og flóð og fjara, en stundum hefur verið skotið á að þetta séu 50 til 100 manns. „Álagið eykst alltaf í veðráttu eins og þess- ari,“ sagði sr. Karl V. Matthíasson, prestur hjá Samhjálp, í samtali við Morgunblaðið. „Gistiskýlið við Þingholtsstræti, sem tekur 20 manns, hefur verið fullt út úr dyrum að undanförnu. Að- faranótt fimmtudags þurfti að vísa nokkrum frá. Að jafnaði koma um 200 manns á dag í kaffistofu okkar í Borgartúni. Þegar kólnar leiðir af sjálfu sér að fleiri leita skjóls og þá leggjum við meira á borð og setjum meira í pottana. Þá hugsar fólk til okkar. Margir koma með t.d. hlý föt og þau eru útigangsfólkinu lífs- nauðsyn,“ segir Karl. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Andstæður Mælir í Garðabæ sýndi þrettán stiga gadd og á sama skilti voru auglýsingar um ferðir í sól og hita. Heitavatnsnotkunin hefur aukist um 54%  Kuldi í kortum fram á helgina og allur er varinn góður  Álagið eykst hjá Samhjálp og meira er sett í pottana Beðist er velvirðingar á þeimóþægindum semþetta kann að valda. Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál. Lokað föstudaginn6. desember vegna starfsmannafundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.