Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Í skoðanapistli sem birtist í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær, „Skattakönnun?“, var sagt að lögmæti svonefnds auðlegðarskatts hefði verið staðfest af Hæstarétti Íslands. Svo er ekki. Hið rétta er að samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll hinn 24. október sl. þá var íslenska ríkinu heimilt að leggja á slíkan skatt. Niðurstöðu héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og reiknað er með að dómur falli á næsta ári. Ágrein- ingsefnið er lögmæti auðlegðarskatts sem var lagður á Guðrúnu Lárusdóttur, eigenda Stálskipa, á árunum 2010, 2011 og 2012. Þetta leiðréttist hér með og beðist er velvirðingar á mistökunum. Skatturinn aðeins verið staðfestur af héraðsdómi ● Félag atvinnurekenda vill að stjórn- völd bregðist við eignarhaldi fjármála- fyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Samkvæmt lögum mega fjár- málafyrirtæki ekki eiga hlut í félögum í óskyldum rekstri lengur en í tólf mán- uði en Fjármálaeftirlitið (FME) getur þó veitt undanþágu og lengt þennan frest ef umsókn um slíkt berst. Í samtali við mbl.is segir Almar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að samkvæmt sam- antekt FME hafi einungis fjögur af 72 fyrirtækjum í óskyldum rekstri í eigu bankanna verið í þeirra eigu í minna en tólf mánuði. FME hafi því veitt 68 und- anþágur um aukinn frest. Nánar á mbl.is Telur FME veita of margar undanþágur vegna eign- arhalds banka á fyrirtækjum í óskyldum rekstri Um þriðjungur Íslendinga getur ekki ráðið við einfaldan vaxtaút- reikning. Þetta kemur fram í könn- um sem markaðsrannsóknafyrir- tækið MMR gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og voru niður- stöður könnunarinnar kynntar á SFF-deginum, sem var í gær í Arion banka í Borgartúni. SFF létu gera könnunina í tilefni þess að SFF-dag- urinn var tileinkaður fjármálalæsi. „Spurningarnar í könnuninni voru byggðar á spurningakönnun sem gerð hefur verið í fjölda vestrænna ríkja og eru því niðurstöðurnar sam- anburðahæfar. Tæplega 70% að- spurðra gátu svarað spurningu um hversu mikil ávöxtun verður á fimm árum á sparifjárreikningi sem ber 2% ársvexti. Er þetta sambærileg niðurstaða og fékkst þegar sama spurning var borin upp í bandarískri könnun,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF). Þeir yngri eru betur að sér í vaxtaútreikningum „Meira en 80% aðspurðra gátu svarað spurningunni rétt í könnun- um sem voru gerðar í Hollandi og Þýskalandi. Athygli vekur að það er sama hlutfall og þegar niðurstaða könnunarinnar fyrir aldurshópinn 18-29 hér á landi er skoðuð. Hlut- fallið er hærra en hjá þeim sem eldri eru.“ Hafa ágæta tilfinningu fyrir raunvöxtum og verðbólgu „Íslendingar virðast hinsvegar hafa ágæta tilfinningu fyrir raun- vöxtum og verðbólgu samkvæmt könnuninni. Um 80% gátu svarað rétt að virði peninga á bankareikn- ingi rýrnar þegar verðbólga er hærri en vextir á reikningnum. Um 78% aðspurðra svöruðu slíkri spurn- ingu rétt þegar kannanir voru gerð- ar í Þýskalandi og Hollandi. Um 60% svöruðu rétt í sambærilegum könnunum í Bandaríkjunum og Jap- an. Einnig var spurt um áhættu. Um 55% aðspurða töldu áhættuminna að fjárfesta í hlutabréfasjóði frekar en í hlutabréfum einstaka fyrirtækis. Er þetta sambærileg niðurstaða og fékkst í Bandaríkjunum og í Hol- landi. Í Þýskalandi var hlutfallið 62% en 40% í Japan,“ segir enn- fremur í tilkynningunni frá SFF. agnes@mbl.is Þriðjungur Íslendinga ræð- ur ekki við vaxtaútreikning  Hafa á hinn bóginn góðan skilning á verðbólgu og raunávöxtun Fjármálalæsi SFF-dagurinn að þessu sinni var tileinkaður fjármálalæsi og af því tilefni var könnunin gerð, sem kynnt var á SFF-deginum í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spurningarnar » 67,2% þeirra sem svöruðu voru með rétt svar við fyrstu spurningunni, sem var um mjög einfaldan vaxtaútreikn- ing. » Það var svipað hlutfall og Bandaríkjamenn voru með, en þeir voru með 65% hlutfall réttra svara. » Þýskaland var með 82% rétt svar við spurningunni, Holland 85% og Japan með 71% hlut- fall réttra svara. » Rétt svör Íslendinga um raunávöxtun og verðbólgu voru mun fleiri en hjá öðrum.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+, +,.-/0 +++-1+ 2+-/3, +,-214 +0-21, +42-31 +-+1/. +02-01 +1+-,/ ++,-./ +,5-25 +++-,. 2+-//4 +,-42 +0-424 +42-.4 +-+/30 +04-. +12-.2 2+5-0+5. ++,-/5 +,5-/2 ++2-2/ 2+-04/ +,-4// +0-4// +42-0 +-+/.2 +04-,. +12-0/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á – –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Pöntunartími Auglýsinga: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 20. desember Skólar & námskeið Þann 4. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað um skóla og námskeið SÉRBLAÐ Munið að slökkva á kertunum Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.