Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is KAFFI & TE Í NESPRESSOVÉLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Einn af þeim afþreyingarkostum sem erlendum ferðamönnum og inn- fæddum stendur til boða í höfuðborginni er útsýnisflug í þyrlu með fyr- irtækinu Norðurflugi. Ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að fljóta með í gær og fangaði Reykjavík í frostköldum vetrarskrúða á stafræna filmu. Úr lofti blasir við, auk náttúrufegurðarinnar, mynd af því hvernig borgin vex og dafnar og teygir anga sína þangað sem rými leyfir. Sveimað yfir frostkaldri höfuðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsýnisflug nýtur vaxandi vinsælda Tilraun með háhyrningatóngjafa til að smala saman síld í Kolgrafafirði var framkvæmd í gær. Að sögn Sigmars Guðbjörnssonar hjá Stjörnu-Odda, sem þróaði hugmynd- ina, tókst tilraunin vel en ekki verði hægt að nýta tóngjaf- ann einan og sér til að smala síld í Kolgrafafirði. „Nið- urstaðan er sú að við notum ekki hljóðbylgjur til þess að smala fjörðinn […] Við höfum hins vegar áhrif á síldina umhverfis bátinn í um 30 metra radíus,“ segir Sigmar. Hann segir það ljóst að ekki verði hægt að nota hljóð- bylgjurnar til þess að smala síldinni úr firðinum nú. Hins vegar gefi niðurstöður tilraunarinnar til kynna að mögu- lega verði hægt að mynda eins konar hljóðbylgjuvegg nærri brú í Kolgrafafirði til þess að fyrirbyggja að síldin fari inn í fjörðinn. Til þess að skoða áhrif háhyrnings- hljóðanna á síldina voru notaðir tveir bátar auk mæli- tækja. „Við byrjuðum á því að senda út hljóðbylgjur, svo tekur það smátíma að hafa áhrif á síldina en eftir smá- tíma var hún alveg horfin fyrir neðan bátinn og í um 30 metra radíus,“ segir Sigmar. Súrefnismettun í Kolgrafa- firði minnkaði í gær úr 85% niður í 76%. Bjarni Sig- urbjörnsson, bóndi á Eiði, sagði í samtali við mbl.is í gær að þetta væri afleiðing kuldans sem nú gengur yfir land- ið. Miklu frosti er líka spáð í dag. Eins og fram hefur komið fór súrefnismettun niður í 20% í fyrra þegar síldin drapst í stórum stíl. Bjarni segir að mettunin geti minnk- að hratt, sérstaklega ef fjörðinn fari að leggja og því aldr- ei að vita hvað gerist. vidar@mbl.is Háhyrningatóngjafi gæti nýst síðar til forvarnar Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Síldardauði Súrefnismettun hefur minnkað í firðinum.  Nýtist ekki til smölunar nú Hæstiréttur þyngdi í gær refsingu yfir 24 ára karlmanni sem réðst inn til eldri manns á Þórshöfn og veittist með ofbeldi að honum. Sló hann manninn, sparkaði í og barði ítrekað með þungum stól. Mað- urinn hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsi og var refsingin þyngd um eitt ár. Maðurinn, Gústaf Reynir Gylfason, er tengdur fórn- arlambinu fjölskylduböndum. Hann sagði að um skyndihugdettu hefði verið ræða en hana mætti rekja til ætlaðra misgjörða brota- þola gagnvart móður árás- armannsins er hún var á barns- aldri. Hæstiréttur þyngdi dóm Karlmaður um fimmtugt, sem féll í stiga á skemmtistað við Lauga- veg um ellefuleytið að kvöldi mið- vikudags, lést á Landspítalanum í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu var tilkynnt um slys á veitingahúsi við Laugaveg á miðvikudagskvöld en þar hafði maður fallið í stiga og lent á höfð- inu. Hann var mikið slasaður og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlög- regluþjónn sagði í gær að málið væri í rannsókn en frekari upplýs- ingar yrðu ekki veittar að svo stöddu. Lést eftir fall í miðbænum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Alþýðusamband Íslands sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök at- vinnulífsins um aðfarasamning þar sem freista átti þess að auka kaup- mátt og tryggja litla verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmálum. ASÍ hafði lagt áherslu á að farin yrði blönduð leið krónutöluhækkunar lægstu launa og prósentuhækkun- ar fyrir aðra, en Samtök atvinnu- lífsins töldu þann valkost óhæfan. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að hug- myndir ASÍ um launaliðinn hafi verið á pari við þær hækkanir sem komu til framkvæmda um síðustu áramót og að SA hefðu ekki verið tilbúin til að samþykkja frekara verðbólguskrið. „Það er alveg ljóst að þessi að- ferðafræði sem hefur verið farin síðastliðin sex ár er komin að endi- mörkum. Við sjáum að þessar krónutöluhækkanir, sem eru að skila 5-6% á lægstu laun, virðast einfaldlega fara upp allan launa- stigann, með tilheyrandi aukningu í verðbólgu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að SA muni í fram- haldinu setjast niður með aðild- arfélögum ASÍ en enn sé stefnt að því að ná samkomulagi um skammtímasamning. Djúpstæður ágreiningur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það hafi lengi legið ljóst fyrir að sambandið vildi fara blandaða leið og að álitlegur grunnur hafi verið lagður að við- ræðum. „Svo kemur bara í ljós í dag að það er mjög mikill munur á milli okkar varðandi krónutölu- hækkanirnar og áhrif þeirra og hann er einfaldlega svo djúpstæð- ur að við sjáum engar forsendur til að halda þessu áfram á þessum nótum,“ sagði Gylfi í gær. Hann segir litla prósentuhækk- un lægstu launa óviðunandi og hvað varðar áhrif krónutöluhækk- ana sé það á ábyrgð fyrirtækjanna að standa við gerða kjarasamn- inga. „Áður en við förum að beina spjótunum að almennum launa- hækkunum í kjarasamningum finnst mér lágmarksatriði að fyr- irtækin fari að vinna eftir kjara- samningunum,“ segir Gylfi. „Við getum ekki borið ábyrgð á launa- skriðinu og við neitum að láta lág- tekjufólk bera byrðarnar af því, það kemur bara ekki til greina,“ segir hann. ASÍ og SA stranda á launaliðnum  Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum á milli ASÍ og SA  Blandaða leiðin komin á endastöð, segir framkvæmdastjóri SA  Ófært að láglaunafólk gjaldi fyrir launaskriðið, segir forseti ASÍ Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.