Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lést eftir fall 2. Lögreglan leitaði skjóls hjá … 3. Útvarpskonan segir upp 4. Broadway breytt í læknamiðstöð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómplata Tómasar R. Einarssonar kontrabassaleikara, Bassanótt, hlýt- ur afar jákvæða gagnrýni í kólumb- íska vefritinu Solarlatinclub.com sem mun vera helsta vefsíðan þar í landi helguð latíntónlist spænskumælandi landa. Í gagnrýninni segir m.a. að Tómas sé framúrskarandi lagahöf- undur og platan líklega sú besta sem hann hafi sent frá sér. Latínsveit Tómasar er nýkomin aftur til Íslands eftir að hafa leikið á djasshátíð í Par- ís og norrænu menningarhátíðinni Les Boréalis í Caen. Tónleikarnir í Caen fá jákvæða gagnrýni í franska vefritinu Musicology og segir m.a. í henni að norðrið og suðrið mætist í tónlist Tómasar. Gagnrýnandi nefnir sérstaklega lagið „Janúar“ af Bassa- nótt og segir að áheyrendur hafi farið í ferð með kontrabassanum um hinn íslenska vetur í stígvélum, úlpu og með þykka ullarhúfu. Morgunblaðið/Einar Falur Bassanótt lofuð í Kól- umbíu og Frakklandi  Tónlistarhátíðin Bergmál á Dalvík fer fram í dag og á morgun en hún hefur verið haldin að sumri til und- anfarin þrjú ár. Í kvöld kl. 21 mun Ragnheiður Gröndal koma fram með hljóðfæraleikurum Bergmáls og flytja hlýlega vetrartónlist, nýleg lög í bland við efni af plötu sinni, Vetr- arljóð. Á laugardaginn verður boðið upp á tónleikana Jólakonfekt en á þeim flytja Hallveig Rúnarsdóttir sópran og fleiri tónlistarmenn að- ventutónlist, m.a. verk eftir Bach. Verður Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari sér- stakur gestur á tónleikunum. Bergmál á Dalvík Á laugardag Austan- og norðaustan 5-15 m/s, hvassast og snjó- koma sunnanlands, en yfirleitt bjartviðri norðantil. Frost 2 til 12 stig, en sums staðar kaldara norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari og úrkomuminna norðan- og aust- antil en austlæg átt 5-10 m/s og þykknar upp sunnan- og vest- antil. Hvessir syðst og fer að snjóa í kvöld. Frost víða 5 til 15 stig. VEÐUR Valsmenn og Haukar sneru blaðinu við í seinni hálfleik leikja sinna í Olísdeild karla í handknattleik í gærkvöld. Valsmenn voru marki undir gegn ÍR en unnu að lokum átta marka sigur. Haukar voru í mun verri stöðu, sex mörkum undir gegn Fram, en náðu að skora fjögur síðustu mörk leiksins og tryggja sér sigurinn. Ak- ureyri vann HK örugglega. »2-3 Valur og Haukar sneru blaðinu við Stefán Rafn Sigurmannsson, lands- liðsmaður í handknattleik, óttast ekki samkeppnina við einn besta hornamann heims, Uwe Gensheimer, og hefur skrifað undir nýjan samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Lö- wen. „Ég hef aldrei hræðst sam- keppnina. Hún gefur mér aukinn kraft og verður til þess að ég verð að leggja harðar að mér við æfing- ar,“ segir Stef- án. »1 „Ég hef aldrei hræðst samkeppnina“ KR og Keflavík færðust fjær öðrum liðum á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. KR-ingar eru enn með fullt hús eftir stórsigur á Skallagrími en Keflavík vann Ís- landsmeistara Grindavíkur og hefndi þar með fyrir tapið í bikarleik liðanna á mánudagskvöld. Grindavík er í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Keflvík- ingum. »4 Keflavík skildi meist- arana eftir í 3. sæti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Í Jónshúsi í Kaupmannahöfn kemur saman stór hópur íslenskra barna og unglinga á hverjum laugardegi og lærir íslensku í þrjá tíma í senn. „Ég vildi helst veita unglingunum viðurkenningarskjal. Þau eru rosa- lega dugleg að mæta og leggja hart að sér. Mörg hver koma sjálf með lest hingað á laugardögum þegar úr svo mörgu öðru skemmtilegra er að velja,“ segir Halla Benediktsdóttir, íslenskukennari í Jónshúsi. Nemendurnir eru yfir 50 talsins. Fyrir hádegi koma nemendur frá 1. til 3. bekk og eftir hádegi er eldri hópurinn. Þar sem yngri hópurinn er fjölmennari er Harpa Hafliða- dóttir kennari Höllu til aðstoðar. Fari glöð út í daginn „Börnin eru öguð, stillt og prúð. Það er rosalega gaman að vinna með þeim,“ segir Halla. Merkilega vel gengur að finna námsefni við hæfi en þau kunna mismikið í ís- lensku, segir hún. Farið er eftir viðamikilli námskrá. Mörg börnin eru jafnvel þrítyngd og sum eiga eitt danskt foreldri. Halla segist reyna að stilla kennsl- unni upp með þeim hætti að í seinni hluta tímans sé slegið á létta strengi. Þá er ýmist sungið, íslensk tónlist kynnt og jafnvel horft á bíó- mynd. Hún finni fyrir því að þegar krakkarnir þurfa að tjá sig á ís- lensku um eitthvað annað en t.d. það sem er í matinn þá hiksta þau og þurfa að hugsa sig betur um. Fyrir vikið sé áhersla lögð á talað mál. „Ég legg mikið upp úr því að þau fari glöð út. Þetta er nú einu sinni laugardagur,“ segir Halla og hlær. Halla flutti til Kaup- mannahafnar árið 2009 og er nú að ljúka námi í textílhönnun. Hún seg- ist ná að tvinna vel saman þetta tvennt í kennslunni. Henni líkar vistin í Danmörku vel og getur ekki sagt til um hvort eða hvenær hún flytji til Íslands. Áður kenndi hún í Keflavík í fjölda ára. Endurgjaldslaus kennsla Íslenskukennslan er endurgjalds- laus því samkvæmt dönskum skóla- lögum er skylt að bjóða tvítyngdum nemendum í grunnskóla upp á kennslu í móðurmáli sínu. Boðið er upp á íslenskukennslu víðs vegar um Danmörku. Íslensk stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að kennslan fari fram í Jónshúsi. Íslenska kennd í Jónshúsi  Koma saman í Kaupmannahöfn á laugardögum Kennslustund í Jónshúsi Hópur íslenskra nemenda í kennslustund hjá Höllu Benediktsdóttur. Starfsemin í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn er margvísleg. Húsið er fyrst og fremst rammi um fé- lagsstarfsemi þeirra fjöl- mörgu Íslendinga sem búsett- ir eru á Kaupmannahafn- arsvæðinu. Skrifstofu- og vinnuaðstaða er fyrir félög Íslendinga en fjöldi félaga nýtir sér aðstöðu í húsinu til funda og samkomu- halds af ýmsum toga. Þar er einnig gott safn íslenskra bóka og minningarstofur Jóns Sigurðs- sonar. Húsið hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er á Øster Voldgade 12. Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Margvísleg starfsemi í húsinu GAF HÚSIÐ Í MINNINGU JÓNS SIGURÐSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.