Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 28
FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Dirk Lange, yfirmaðursamninganefndar Evr-ópusambandsins vegnaaðildarviðræðna Íslands, segir að framkvæmdastjórn sam- bandsins kunni að þurfa að uppfylla ákveðna samninga sem gerðir hafa verið í tengslum við IPA-styrkina, en ESB tilkynnti í byrjun vikunnar að það hygðist ekki veita að fullu þá styrki sem voru á landsáætlun fyrir árið 2011. Styrkir fyrir árin 2012 og 2013 höfðu þegar verið felldir niður. Ákvörðunin kom íslenskum stjórn- völdum í opna skjöldu, en þau höfðu búist við að styrkir fyrir árið 2011 yrðu veittir að fullu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu hafa um 1,5 milljarðar af styrkj- um ársins 2011 verið greiddir, en ógreiddar séu tæplega 980 milljónir. Ekki sé komið á hreint hvort fé verði veitt til þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir að hlytu þessa styrki. Gætu þurft að efna hluta „Í samningunum sem fram- kvæmdastjórnin hefur gert við sína samningsaðila er ákvæði um upp- sögn samninganna þegar samnings- aðilar telja það viðeigandi,“ segir Lange. „Þegar þessi uppsagn- arákvæði virkjast geta verið ákveðnar skyldur á framkvæmda- stjórninni til að halda áfram greiðslum í tiltekinn tíma.“ Hann segir ákvörðun um hvort þessi skylda sé áfram til staðar vera tekna í hverju tilfelli fyrir sig. „Það er skýrt að framkvæmdastjórnin mun standa við samningsskuldbindingar sínar og greiða það sem samningsað- ilar okkar eiga að fá.“ Í þessu segir hann ekki endilega felast skyldu til að greiða alla samningsupphæðina, heldur velti það á hverjum samningi fyrir sig. „Niðurstaðan í þeim efnum veltur á hverjum samningi fyrir sig,“ segir hann. Umdeildir styrkir Nokkrar umræður sköpuðust þegar IPA-styrkir voru kynntir til sögunnar á Íslandi. 17. ágúst 2010 var haldinn ráðuneytisstjórafundur þar sem m.a. var fjallað um stuðn- ingsaðgerðir Evrópusambandsins í umsóknarferli Íslands sem sam- þykkt var á síðasta fundi ráðherra- nefndar um Evrópumál. Í framhaldi af fundinum sendi Ragnhildur Arn- ljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsæt- isráðuneytinu, tölvupóst á sam- starfsfólk sitt þar sem hún kallaði eftir verkefnaumsóknum um IPA- styrki. Jón Bjarnason benti á í viðtali við Morgunblaðið í ágústlok sama ár að aðlögunarferli Íslands að ESB væri þar með hafið, þar sem verið væri að flytja inn erlenda sérfræð- ingar til að aðlaga landslög að reglu- verki sambandsins. Þetta hefði verið gert án þess að spyrja þjóðina hvort henni á annað borð hugnaðist inn- ganga í ESB. Steingrímur J. Sigfús- son, þáverandi fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í nóvember 2010 að stjórnvöld teldu sig hafa fullvissu fyrir því að ekki væri um að ræða fyrirfram aðlögun Íslendinga að Evrópusambandinu. Ráðgert var í september 2011 að 4,6 milljarðar króna yrðu veittir frá sambandinu til Íslands í styrkjum á árinum 2011 til 2013. Ártölin segja til um hvenær verkefni fara í gang hjá ESB, ekki innanlands. Morgunblaðið greindi svo frá því í desember 2011 að gert væri ráð fyrir IPA-styrkjum frá í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 að upphæð 596 milljónir króna, og að gert væri ráð fyrir því að ríkissjóður greiddi þær fjárhæðir út að miklu leyti og fengi þær síðan end- urgreiddar þegar IPA-styrkirnir bærust frá sambandinu. Gæti þurft að greiða hluta styrkja fyrir 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Peningar Evrópusambandinu gæti verið skylt að greiða hluta þeirra IPA- styrkja sem búist hefur verið við að féllu niður. Það ræðst af samningum. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísland er landsamsteypu-stjórnanna. Hlutfallskosningar til þjóðþingsins og reglur sem tryggja að flokkar fái þingsæti í góðu samræmi við úrslit kosninga, ráða mestu um þetta. Kjós- endur, sem hlusta á loforð ein- stakra framboða fyrir kosn- ingar, hafa lært að takmarka væntingar sínar um efndir við þessa staðreynd, auk annarra fyrirvara sem þeir kunna að hafa. Víða erlendis geta flokk- ar, sem fá meirihluta þingsæta jafnvel þótt verulega vanti upp á meirihlutastuðning hjá þjóð- inni, ekki haft tillit við sam- starfsmenn í ríkisstjórn sem af- sökun fyrir slælegum efndum loforða. Lögmál samsteypustjórn- anna þýðir að flokkar fá ekki allt sitt fram og fyrirætlanir einstakra flokka í eru því iðu- lega þynntar verulega út í verki. En sú óskráða regla gild- ir einnig að flokkar forðast að gera tilraun til að svínbeygja samstarfsflokk í stjórnarmynd- unarviðræðum. Eftir fall fjármálakerfisins tók stjórnarflokkurinn Sam- fylking, sem bar ekki síðri ábyrgð á því hvernig fór, að gera margvíslegar kröfur á hendur hinum stjórnarflokkn- um svo samstarfi yrði haldið áfram. Lítill vafi er þó á að Samfylkingin hefði rofið samstarfið, hvort sem hún hefði áður náð til fulls að niðurlægja samstarfsflokkinn eða ekki. Alveg jafnöruggt er að Samfylkingin ætlaði sér að tryggja sér áfram setu í rík- isstjórn hvað sem það kostaði og koma þaðan, með nýjum samstarfmönnum allri sök á Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna hafði Steingrímur J. Sig- fússon enga afsökun fyrir því, að svíkja flokksfólk sitt og kjós- endur með þeim hætti sem hann gerði. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, rifjaði upp í merkri grein í blaðinu í gær, að „í sjónvarpsumræðum flokksformanna kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 2009 þvertók Steingrímur fyrir að til greina kæmi að hefja undirbún- ing að því að sækja um aðild að ESB. Orðrétt sagði hann við al- þjóð: „Það samrýmist ekki okk- ar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.“ Hálfum mán- uði síðar var búið að gera aðild- arumsókn að Evrópusamband- inu að leiðarljósi nýrrar ríkisstjórnar og lagt að þing- mönnum VG að styðja tillögu þar að lútandi.“ Það má mikið vera ef þarna er ekki getið þáttar sem á eftir að verða klassískt kennsluefni í íslenskum stjórnmálavísindum. Bók réttlætingar ræður ekki við slíkan blett} „Við höfum ekkert umboð til þess“ Yingluck Shina-watra, for- sætisráðherra Taí- lands, opnaði ormagryfju þegar hún reyndi að fá samþykkt lög um sakaruppgjöf. Á meðal þeirra mörg þúsund manna sem hefðu fengið uppreist æru sam- kvæmt lögunum var bróðir hennar, Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem herinn henti úr embætti árið 2006. Thaksin er mjög um- deildur í landi sínu og varð frumvarpið til þess að hleypa af stað fjölmennum götumótmæl- um. Síðast þegar fjöldamótmæli voru í Taílandi árið 2010 voru það stuðningsmenn Thaksins sem fóru út á göturnar, íklædd- ir rauðum treyjum. Nú eru það andstæðingar hans sem mót- mæla, íklæddir svörtu og gulu, en gult er litur konungsins. Þegar rýnt er í fylkingarnar sést að munurinn á milli þeirra á sér mesta rót í félags- og efnahagslegri skiptingu Taí- lands í fátækari norðurhluta og ríkari suðurhluta. Nú er það svo að Bhumibol kon- ungur er sá eini sem sameinar hin- ar tvær stríðandi fylkingar en virðing hans er mikil í Taílandi, eins og Íslend- ingar þekkja af kynnum sínum af Taílendingum sem hingað hafa flutt. Því reyna báðar fylk- ingar að vísa til hans í von um að auka stuðning við málstað sinn, en í orði kveðnu tekur konungurinn ekki þátt í stjórn- málum landsins. Reynt hefur verið að stilla til friðar með ýmsum hætti. For- sætisráðherrann skipaði lög- reglunni að taka ekki hart á mótmælendum og konungurinn nýtti sér 86 ára afmæli sitt til þess að hvetja til samstöðu í af- mælisræðu sinni í gær. Öld- urnar hefur því lægt nokkuð tímabundið, en enginn veit hvernig og hvort upp blossar á ný. Það hlýtur þó að vera mikið áhyggjuefni fyrir Taílendinga þegar stjórnarfarið er orðið þannig að tíð götumótmæli taki stað lýðræðisins sem vett- vangur skoðanaskipta. Stjórnarfar landsins rambar á barminum}Tekist á í Taílandi M erkileg skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir regnhlíf- arsamtök íslenzkra Evrópu- sambandssinna, Já Ísland, um Evrópumálin var birt á dögunum. Það voru þó ekki niðurstöður könn- unarinnar sem vöktu athygli, enda sýndu þær líkt og fyrr mikinn meirihluta þjóðarinnar andvígan inngöngu í Evrópusambandið, held- ur sú staðreynd að ráðist hefði verið í gerð hennar með tilheyrandi ærnum tilkostnaði þrátt fyrir að því hefði ítrekað verið haldið fram úr þeirri áttinni að ekkert væri að marka slíkar kannanir nema samningur um inn- göngu í sambandið lægi fyrir. Fyrr vissi fólk einfaldlega ekkert hvað það væri að tala um. Þess má þó geta að samningsleysið hefur ekki komið í veg fyrir að Evrópusambandssinnar sjálfir hafi fyrir löngu tekið afstöðu til málsins enda hefur alltaf leg- ið fyrir í öllum grundvallaratriðum hvað innganga í Evr- ópusambandið hefði í för með sér. Þessi málflutningur hófst að vísu ekki fyrr en skoð- anakannanir um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusam- bandið fóru ítrekað að vera málstað Evrópusambands- sinna mjög óhagstæðar. Með einhverjum hætti þótti nauðsynlegt að bregðast við því og það var einkum gert með þessum hætti. Fyrir daga þessa málflutnings höfðu slíkar kannanir enda verið gerðar árum saman án slíkra athugasemda úr þeirri áttinni. Raunar er það svo að spurningin um afstöðu fólks til inngöngu í Evrópusam- bandið er sú eina sem raunverulega skiptir einhverju máli í þessu sambandi. Aðrar spurningar sem stundum hefur verið spurt í skoðanakönnunum tengdum Evrópumál- unum hafa þannig enga sjálfstæða þýðingu nema þá hugsanlega ef spurt er hvort vilji sé til þess að taka upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið. Sé það raunveru- lega fær leið sem má deila um og hefur verið gert. Sé hins vegar spurt um upptöku evru í kjölfar inngöngu í sambandið er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að aðskilja hana frá af- stöðunni til inngöngunnar sjálfrar. Önnur spurning sem stundum hefur verið spurt varðar afstöðuna til þess hvort sækja eigi um inngöngu í Evrópusambandið og eftir að sótt var um hvort halda eigi umsókninni til streitu. Stundum hefur þó einungis verið spurt um af- stöðuna til viðræðna við sambandið í þeim efnum. Skemmzt er þó frá því að segja að niðurstöður slíkra kannana hafa verið vægast sagt mjög misvísandi á und- anförnum árum. Hitt er svo annað mál að óháð því sem og orðalagi slíkra spurninga geta þær ekki heldur staðið einar og sér án afstöðunnar til inngöngu í Evrópusam- bandið. Þetta hefur sambandið sjálft ítrekað bent á. Þannig sagði til að mynda Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins, í ágúst síðast- liðnum að vildi ríki ganga í sambandið sendi það umsókn. Ef ríkið vildi það hins vegar ekki þá annaðhvort sendi það ekki umsókn eða drægi hana til baka. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Eina spurningin sem máli skiptir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Vigdís Hauksdóttir viðraði í Morgunblaðinu í gær áhyggjur af því að ESB myndi end- urkrefja ríkið um IPA-styrki. Erik Lange rekur ekki minni til þess að það hafi verið gert. „Á þessari stundu er þetta ekki fullkomlega ljóst. Ég þekki ekki til þess í stóra samheng- inu að þetta hafi verið gert, þó svo að þetta kunni að hafa verið gert í einstökum samn- ingstilvikum af öðrum ástæð- um. Hins vegar veit ég ekki um aðstæður sem svipar til þeirra sem eru uppi á Íslandi sem stendur.“ Íslensk stjórnvöld hafi upp- lýst framkvæmdastjórnina um að þau hygðust setja aðildar- umsókn landsins að samband- inu á ís. „Við skiljum og virðum ákvörðun íslenskra stjórnvalda fullkomlega, en þurftum að endurskoða hvern- ig við verjum þeim fjármunum sem er ætlað að hjálpa löndum að ganga í sambandið.“ Ekki fordæmi um endurkröfu IPA-STYRKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.