Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 VINNINGASKRÁ 33595 36598 42628 63192 4249 14105 19438 30627 55151 73170 6875 15252 21509 43415 61987 73721 11941 16020 26890 46692 68895 73989 13462 18527 30461 46942 71455 79299 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) Aðalvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 9 5 4 3 Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 32. útdráttur 5. desember 2013 196 10683 20700 28414 39149 51760 61426 72094 299 10934 20901 28722 39750 52284 61620 72203 493 11440 20988 28955 40191 52348 63101 72615 844 11560 22128 28967 40377 52448 63253 73746 1184 11703 22995 29035 41735 52603 63388 73772 1244 12045 23113 29274 42481 52778 63628 74197 1348 12471 23286 29295 43131 52878 63687 74212 1476 12477 23716 29681 43536 53536 64494 74967 2324 12740 24067 29900 44126 53598 64513 75304 2694 12937 24877 30715 44364 53743 64636 75386 2912 12996 24956 31346 44693 54504 65097 75425 4058 13013 25104 31438 45588 55286 65197 75783 4214 13102 25297 31535 46373 55813 66206 75925 4503 13306 25457 31717 46442 55830 66261 75976 4600 14240 25932 32685 46676 56813 66861 76225 4631 14520 26124 32831 46903 56840 66927 76560 5020 14868 26369 33331 46928 56866 67088 77066 5457 14949 26613 34250 46951 57029 67202 77299 5913 15117 26701 35845 47013 57087 67873 77333 6034 15123 26731 36227 47986 57615 68317 77346 6068 15486 26884 36375 48086 57796 68805 77543 6351 15946 26893 36508 48206 58072 69169 78450 6814 17065 27011 36511 48666 58619 69239 78468 8097 17155 27100 36740 49370 58762 69252 78550 8467 17344 27548 36846 49376 58831 69889 78661 8705 17364 27642 36912 50245 58916 69987 79394 8848 18585 27741 36922 50318 59000 70323 9458 18936 28057 37660 50475 60525 70437 9598 18966 28128 37703 50549 60734 70439 9882 19763 28179 37822 50561 60765 70790 10307 20316 28245 38237 50686 60794 71822 10663 20467 28404 38394 50722 60895 71881 467 10837 20713 30711 39088 51384 60745 71856 533 11422 21867 32540 39483 51847 60999 73065 569 12041 23380 34579 39540 53396 61036 74061 1931 12512 24024 35582 40455 53487 61083 75057 2051 13097 24126 35720 41026 55849 62819 75626 4149 13356 24710 35935 42686 56482 64626 76111 4183 14059 27097 36811 44179 56620 66427 76666 4243 15010 27797 36822 45089 56878 66578 77998 4269 17801 28754 37034 45166 58249 66956 79923 5315 18740 28832 37461 46865 58290 67276 8951 19405 29132 37512 49106 58468 71140 9401 19706 29169 37965 49417 58685 71440 9506 19731 30171 38006 50439 60486 71672 Næstu útdrættir fara fram 12. - 19.og 27. des. 2013 og 2. jan. 2014 Heimasíða á Interneti: www.das.is Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Vinningur Kemur það ein- hverjum á óvart, sem lætur sig lestur barna og ungmenna varða, að 30 prósent fimm- tán ára pilta geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt nýju PISA-könn- uninni? Þróunin hefur verið í þessa veru undanfarin ár og í hvert sinn sem niðurstöður liggja fyrir rísa „forkólfar“, sem gætu vissulega gripið í taumana, upp á afturlappirnar og tíunda mikilvægi þess að skrifaðar séu vandaðar bækur fyrir börn og ungmenni, að halda verði bókum að börnum og lestur verði að fá aukið vægi í skólum sem og heimafyrir. Skiptir eitthvað meira máli á Ís- landi en okkar ástkæra, ylhýra tungumál? Munu nýjar kynslóðir eingöngu tala ísl-ensku þegar fram líða stundir? Ef það væri raunverulegur vilji til að styðja við bakið á barnabók- menntum myndi ríkið kaupa nýút- gefin verk barna- og unglinga- bókahöfunda, hugsanlega þúsund eintök, og dreifa þeim á skóla- bókasöfnin eins og tíðkast víða er- lendis. Raunveruleikinn hér á landi er hins vegar sá að hníf er stungið í hjarta skólanna – skóla- bókasöfnin – með því að draga úr starfshlutfalli bókasafnsfræðinga. Eða þeim hreinlega sagt upp. Mikilvægasta athvarfi nemenda er lokað, nema hluta úr degi. Og bókasöfnin kaupa hugsanlega örfáar nýútkomnar bækur. Ef það væri raunverulegur vilji til að styðja við bakið á barna- bókahöfundum myndu þeir fá hærri upphæð en 45 krónur þegar bók er tekin á leigu á bókasöfnum. Afsakið, en samkvæmt fjárlögum 2014 verður upphæðin væntanlega um 30 krónur, eða lægri. Ef það væri raunverulegur vilji til að styðja við bakið á barnabók- menntum væri stjórn Rithöfunda- sambandsins og/eða mennta- málaráðuneytið fyrir löngu búið að fyrirskipa að ákveðið hlutfall úr launasjóði rithöfunda rynni til höf- unda barna- og ung- lingabóka. Um þetta má helst ekki tala því öll umræða gæti ekki eingöngu ruggað bátnum heldur stung- ið gat á hann þannig að einhverjir gætu misst spón úr aski sínum. Alls voru 555 mán- uðir til úthlutunar fyrir starfsárið 2013 og barnabókahöf- undum voru úthlut- aðir 69 mánuðir sem eru um 12% af því sem var í boði. Og hafa ber í huga að sumir þeirra sem til- heyra þessum 12% skrifa líka ann- ars konar bókmenntir. Hvar er vilji hinna „valdamiklu“ til að hafa áhrif á hina ógnvæn- legu þróun um minnkandi læsi? Hvort skiptir meira máli að hafa áhrif á lesvitund og þroska barna eða daðra við fullorðna? Hvort skilar sér í hærra menntunarstigi þegar fram líða stundir? Skiptir kannski mestu máli að þekkja rétta fólkið, sem heldur um pyngj- una? Sumir rithöfundar hafa kennt skapandi skrif í skólum og tel ég, í ljósi minnar reynslu, að slíkt sé al- gjörlega óplægður akur. Að veita börnum innsýn á persónusköpun, söguþráð, uppbyggingu verks í heild sinni og hvað beri að hafa í huga við bókaskrif. Slíkt kveikir í krökkum og þau taka sér bók í hönd með öðru hugarfari. Og það að kenna þeim sjálfum að skapa, skrifa, virkja ímyndunaraflið er mikilvægast til að efla íslenska tungu. Ég sé fyrir mér rithöfunda fóstra skóla (ákveðna bekki) og leggja sína reynslu á vogarskál- arnar með íslenskukennurum – þótt ekki væri nema í tilrauna- skyni einn vetur. Engu þarf að bylta, aðeins virkja þá sem kunna virkilega til verka. Í þessu felst lítill kostnaður en ávinningurinn gæti orðið gríðarlegur. Ég tel langflesta skóla standa sig vel hvað varðar yndislestur en væri ekki dásamlegt ef allir grunnskólar myndu hefja hvern skóladag á lestri, kannski í 20 mínútur, og síðan færu seinni 20 mínúturnar í að skrifa þau orð upp á töflu sem nemendur skildu ekki og þau krufin til mergjar? Með þessum hætti væri hægt að kveikja enn meiri áhuga á ís- lenskri tungu og bókum almennt. Hugsanlega erum við foreldrar mesta vandamálið, höldum bókum allt of lítið að börnunum. Það þarf að halda okkur öllum á tánum hvað þetta varðar en hvenær hef- ur herferð verið sett á laggirnar til að hvetja okkur foreldra til að auka lestur heimavið? Ætti menntamálaráðuneytið að setja slíka herferð af stað, sveit- arfélögin, rithöfundasambandið eða bókaforlög? Hver er sam- félagsleg ábyrgð fjölmiðla? Ég viðraði þessa hugmynd við risa- fjölmiðil á á dögunum en fékk litl- ar undirtektir. Hvers vegna? Lík- lega nennir enginn að taka af skarið. Kostnaðurinn gæti verið of mikill, undirbúningur krefjandi, árangurinn ekki nógu sýnilegur strax. Kannski enginn fjárhags- legur gróði? Satt að segja upplifi ég þjóðfé- lagið sofandi hvað þetta varðar. Hvar eru leiðtogarnir sem hafa völd og fjármagn til að hrinda málum í framkvæmd? Fólk tapar sér í einhverjum ómerkilegum titt- lingaskít sólarhringum saman á meðan íslenskan lognast hægt og bítandi út af. Ætlum við að gefast upp eða blása til sóknar? Hverjir taka núna frumkvæðið? Ráðu- neytin, rithöfundasambandið, skólastjórnendur, fjölmiðlar, einkafyrirtæki eða fólkið í land- inu? Hugsanlega enginn, fyrr en næsta PISA-könnun verður kynnt eftir örfá ár og sýnir enn lakari árangur í lestri. Er ekki kominn tími til að berja í borðið, segja hingað og ekki lengra og gefa ís- lenskunni almennilegt svigrúm af fullum þunga? Hvar er viljinn til að vakna? Eftir Þorgrím Þráinsson »Hvort skiptir meira máli að hafa áhrif á lesvitund og þroska barna eða daðra við fullorðna? Þorgrímur Þráinsson Höfundur er rithöfundur og þriggja barna faðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.