Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 ✝ Guðfinna ErlaJörundsdóttir fæddist 21. desem- ber 1927 á Hellu á Selströnd í Stein- grímsfirði. Hún lést á Landakoti fimmtudaginn 28. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Elín Sig- ríður Lárusdóttir frá Álftagróf í Mýrdal, f. 1900, d. 1983, og Jör- undur Gestsson, bóndi á Hellu í Steingrímsfirði, f. 1900, d. 1989. Systkini Guðfinnu Erlu voru Ingimundur Gunnar, f. 1922, d. 1979, Ragnar Þór, f. 1924, d. 2005, Lárus Örn, f. 1926, d. 2010. Eftirlifandi eru Vígþór Hrafn, f. 1932, og Guð- laugur Heiðar, f. 1936. Hálf- bróðir, samfeðra var Magnús Gunnar, f. 1918, d. 1997 og fóst- ursystir Elenóra Jónsdóttir, f. 1930, d. 2005. Guðfinna Erla giftist 21. des- ember 1952 Jóni Sigurðssyni, f. 1930, d. 2010. Foreldrar Jóns voru Vigdís Anna Gísladóttir, f. 1893, d. 1972, og Sigurður Jóns- son, f. 1894, d. 1938, bæði úr V- Skaftafellssýslu. Guðfinna og Jón bjuggu um fimm ára skeið á Hólmavík en Styrmir og Maren Erla. c) Andri Már, f. 1991, sambýlis- kona Jóhanna Runólfsdóttir. Barn hans er Bríet Sunna. 4) Þorbjörg Elenóra kennari, f. 1970, sambýlismaður Árni Gunnarsson, kvikmyndagerð- armaður, f. 1967. Börn þeirra eru a) Helga Sól, f. 1998, b) Áróra, f. 2000, c) Helena Erla, f. 2003 og d) Jörundur Örvar, f. 2006. Guðfinna ólst upp á Hellu í Steingrímsfirði í stórum systk- inahópi og tók snemma þátt í heimilis- og bústörfum. Hún fór í Húsmæðraskóla Akureyrar veturinn 1948-49. Guðfinna vann ýmis störf um ævina, m.a. við saumaskap og ræstingar. Lengst af vann hún í mötuneyt- um á Landspítala, í Iðnskól- anum og, þar til hún fór á eft- irlaun, í Landsbankanum á Laugavegi 7. Guðfinna var mik- il fjölskyldukona. Hún var stolt af sínu fólki sem átti hug henn- ar og óskipta væntumþykju. Æskuheimilið á Hellu var henni hjartfólgið og þangað þótti henni ávallt gott að koma. Hún var mikil saumakona og hafði ánægju af fatasaumi. Guðfinna hafði gaman af útilegum og ferðalögum og naut þess meðan heilsan leyfði. Hún hafði áhuga á ljósmyndun og eftir hana liggja ótal myndir af fólki og náttúru. Útför Guðfinnu Erlu fer fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík í dag, 6. desember 2013 og hefst athöfnin kl. 13. lengst af í Reykja- vík. Þau slitu sam- vistir. Börn Guð- finnu og Jóns eru: 1) Elín hár- greiðslumeistari, f. 1952, maki Ólafur Hallgrímsson, um- sjónarmaður fast- eigna, f. 1951. Börn þeirra eru a) Halla Rúna, f. 1972, sam- býlismaður Bjarni Stefánsson, f. 1963. Börn Höllu Rúnu eru Oddrún Anna og Arn- ar Bergmann. Barn Höllu Rúnu og Bjarna er Elín Rut. b) Jón Grétar, f. 1975, sambýliskona hans er Elísa D. Björnsdóttir. c) Ólafur Erling, f. 1981, sambýlis- kona hans er Guðrún B. Gísla- dóttir. 2) Anna Sigríður, iðju- þjálfi, f. 1957, maki Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt, f. 1958. Börn þeirra eru a) Ólafur, f. 1981, maki Sigrid Tangen. Barn þeirra er Eivind Örn. b) Stella Sif f. 1987. 3) Jörundur Jóns- son, öryggisvörður, f. 1960, maki Sigrún Erla Þorleifs- dóttir, verslunarstjóri, f. 1960. Börn þeirra eru a) Guðlaugur Kristján, f. 1981, unnusta Inga Lind Vatnsdal. b) Guðfinna Erla, f. 1986, unnusti Almar Viðarsson. Börn þeirra eru Ari Söknuður Þungt er að skilja. Skapadægur skáru bönd, benjar vöktu. Bliknar rós við reiðarslag. Þraut sár þeim er syrgja. Hug hefjum hæða til. Yljar sólarsýn Ódáins akurlönd rósar rót hlúir. Mikla stund mikillar sorgar. Moldar til mold hnígur. Mesta stund mestrar gleði ljóshaf ljós heimtir. Vakir of vonum manna alvalds náð undursamleg. Lýtur allt lifandi og dautt ljósi ljósvakans. Hryggðin hjartað sker. Huggun hug friðar. Kærleikur kristins manns gleymir gröf og dauða. (Jör.Gestsson frá Hellu) Með þökk fyrir allt, elsku systir og mágkona. Guð geymi þig. Guðrún og Guðlaugur (Bíbí og Laugi). Elsku systir og mágkona. Systir mín góða – nú signi þig Guð. Hér síðast í heimi var skilnaðarstuð. Ljósmyndir teknar – það lýsti þér vel, léttleiki í orði – þó lægir nær hel. Velvilji og hjálpsemi átti þinn hug. Þeim helgaðir lífið – af djörfung og dug. Varst börnunum mínum – sem best væru þín. Þig blessi Guð allt það – systirin mín. Ég í bernsku var rellinn og ráðvana skinn, þá reyndist þú alltaf bjargvættur minn. Mér hampaðir telpa á höndum þér tveim. Nú horfin – en eilíf – á leiðinni heim. Vígþór og Sjöfn. Amma var einstök kona. Eins og svo margar ömmur var hún besta amman. Hún var ósérhlífin, hugsaði um hag annarra umfram eigin þarfir. Hún var einstaklega gestrisin, enda alin upp á Hellu við Stein- grímsfjörð. Hún þreyttist ekki að hvetja fólk til að heimsækja sig og það var gott að sækja hana heim. Ekki þýddi að fara öðruvísi en pakksaddur af flatkökum, vöfflum eða pönnukökum. Ávallt skyldi svo rita í gestabókina. Hún var dugleg að taka mynd- ir og alltaf var fólki stillt upp fyr- ir myndatöku. Oft urðum við nú reyndar þreytt á þessu standi hjá ömmu, en nú búum við öll að miklum fjársjóði mynda og minn- inga sem hún skilur eftir sig. Hún var þessi ekta saumandi og bakandi amma. Hún saumaði föt á börnin og barnabörnin. Hún fór stolt með þær ungar, nöfnu sína og dótturdóttur, í göngutúr um miðbæinn í nýsaumuðum fal- legum bleikum fötum. Sjaldgæft var að sjá svo vel tilhöfð börn í miðbænum. Amma bakaði bestu flatkökurnar og kleinurnar. En þegar ég var strákur bar ég ekki traust til ömmu er kom að því að elda hefðbundinn kvöldverð. Hún kunni lítil skil á hamborgurum og „pissum“. Hún amma tók aldrei bílpróf og notaði því mikið strætisvagn- ana. Eitt skiptið er við barna- börnin gistum hjá ömmu þá fór hún með okkur í Perluna. Við tókum strætó ofan úr Breiðholti og man ég að hún samdi nú eitt- hvað við vagnstjórann um gjaldið sem ömmur þyrftu að greiða fyr- ir ungana sína. Við áttum svo góðan dag í Perlunni, en seinna fattaði ég að strætó hafði aldrei stoppað beint fyrir utan Perluna, nema akkúrat þennan dag. Amma var sjálfstæð og ákveð- in. Á stundum afskiptasöm, en þannig breiddi hún út umhyggju sína til okkar allra. Hún snerti marga og eiginlega fannst mér hún vera amma allra barnabarna systkina sinna. Hún var sjálf- bjarga og gat verið heima hjá sér allt undir það síðasta. Hún ætlaði ekki að deyja strax, hún átti þrjár fermingar eftir og auðvitað kom- andi jól sem hún ætlaði ekki að slá í neinu slöku við með undir- búning. Hún fór með bænir og bað fyrir okkur þegar við áttum í erfiðleikum. Hún hefur vafalaust verið bænheyrð og fengið alla blessun drottins þegar hún fékk í gjöf góðan síðasta dag ævi sinnar þar sem við gátum svo mörg komið, kvatt hana og gantast. Hún fór ekki fyrr en öll börnin hennar voru komin. Þá gat hún sátt kvatt heiminn. Þakklætið getur ekki verið stærra fyrir það líf sem hún gaf okkur öllum sem eftir lifum og fyrir það að við fengum að njóta þess að hún hélt fullri andlegri heilsu allt til enda. Hún átti það reyndar til alla tíð að rugla smá og gat ómögulega farið með stórar tölur. Amma var jólabarn og var það hluti af jólunum að fara í afmæl- iskaffi til ömmu og svo hittist stórfjölskyldan öll iðulega um miðnætti á aðfangadagskvöld. Við munum auðvitað öll halda áfram að hittast, því við erum svo gott, flott og fallegt fólk. Það tók hún amma sérstaklega fram áður en hún kvaddi. Ég gæti ekki ver- ið ánægðari með stórfjölskylduna mína. Takk fyrir allt, amma. Guðlaugur Kr. Jörundsson. Við systkinin ólumst upp við heimsins bestu ömmu, aldrei þekktum við neitt annað en að eiga „bara“ eina ömmu, en það var ekkert „bara“ ein amma í okkar huga því hún var á við allar heimsins ömmur og gott betur. Við slitum barnsskónum á Akra- nesi en amma bjó í Reykjavík líkt og hún og afi höfðu gert megnið af sínum búskap áður en til skiln- aðar kom. Faxaflóinn var því oft heldur stór og mikill er við horfð- um yfir á fjarlæg ljósin í Reykja- vík og hugsuðum til hennar. Minnisstætt er þegar hringt var yfir flóann á gamlárskvöldum og amma sagðist hafa séð flugeld- ana okkar alla leið frá Reykjavík og við systkinin hæstánægð með kveðju okkar til himins, bara fyr- ir ömmu frá okkur. Seinna flutt- umst við til Reykjavíkur og þótt viðskilnaðurinn við vini væri erf- iður þá var eftirvæntingin mikil því nú værum við nær ömmu og styttra að fara í heimsókn og fá pönnukökur og vöfflur sem engin gerði betur. Óhætt er að segja að Kollý okkar sem ömmu þótti svo vænt um var ansi ánægð með þá flutninga. Nú verður ekki meira um slíkar heimsóknir því hetjan okkar og fyrirmynd hefur kvatt okkur í hinsta sinn og eftir sitja dýrmætar minningar sem gott verður að ylja sér við í komandi framtíð. Kært er okkur að hafa upplifað með þér þína síðustu Helluhelgi í Steingrímsfirðinum, í uppeldissveitinni í faðmi fjöl- skyldunnar þar sem þér leið svo vel og fannst alltaf gaman að heimsækja. Það verður einkenni- legt að sækja Helluna heim næsta sumar og þú ekki með, amma. Ljúft og gaman var að hlýða á þig segja sögur af liðinni tíð úr sveitinni en nú er það okk- ar að halda heiðri þeirra sagna hátt á lofti jafnt því að skapa okk- ar eigin sem við segjum þér frá í hljóði. Jólin eru á næsta leiti, sá árstími sem þér þótti hvað vænst um, í huga okkar eru flatkökurn- ar þínar með hangiketinu jafn- mikilvægur hluti hátíðarinnar og malt- og appelsínblandan. Eftir situr uppskriftin og vonandi kunnáttan til að njóta þeirra áfram. Við gerum okkar besta, við höfðum jú, besta kennarann. Arahólarnir verða kannski ekki skreyttir í ár en það er allt í lagi, amma, þú hefur skreytt hjörtu okkar allra svo lengi, svo vel og það skraut verður aldrei tekið niður. Við söknum þín svo sárt og elskum. Við sendum þér falleg- asta og skærasta flugeldinn í ár, sem og öll næstu ár. Halla Rúna, Jón Grétar og Ólafur Erling. Daginn sem amma kvaddi grétu himnarnir með okkur. Kveðjustundin var erfið enda var að myndast stórt skarð í fjöl- skylduna sem verður aldrei fyllt. Hins vegar mun minningin um ömmu lifa með okkur og halda áfram að veita okkur hlýju og gleði. Þó var amma ekki rólynd- ismanneskja, hún sat ekki á skoð- unum sínum og var sérlega dygg- ur jafnaðarmaður frá blautu barnsbeini. Oft reyndu margir í fjölskyldunni að æsa hana upp á fjölskyldusamkomum til að krydda upp stemninguna. Það var aldrei lognmolla í kringum hana ömmu og ófá gullkornin sem hún lét falla. Þrátt fyrir að amma hafi feng- ið litla menntun þá vissi ég að hana langaði að mennta sig meira, en þá voru tímarnir öðru- vísi og ungar stúlkur fengu bara að fara í húsmæðraskólann. Amma nýtti tímann sinn þar samt greinilega vel enda voru fá- ir jafn góðir í höndunum og hún. Hún saumaði mikið og fylgdist alltaf vel með tískunni í Burda- blöðunum. Hún heklaði líka ótrú- legustu hluti og eftirminnilegust eru öll fötin sem hún heklaði á leikföng barnabarnanna en þau voru agnarsmá en samt falleg og pössuðu fullkomlega. Daginn sem hún dó sátum við Erla frænka við rúmið hennar og hún skrafaði við okkur um fallegu bleiku dragtirnar sem hún saum- aði á okkur þegar við vorum litlar og gaf okkur hvíta hatta í stíl. Svo var haldið niðrí bæ til að spássera og taka myndir. Amma var alltaf dugleg að fara með okkur barna- börnin að gera eitthvað skemmti- legt og það að hún var ekki með bílpróf hindraði hana sko ekki. Hún dró allan barnaskarann með sér í strætó og fór með okkur í Perluna að kaupa ís. Við fengum oft að gista hjá ömmu Guff og þá fengum við dýrindis kræsingar í hvert sinn, Royal-búðing í ýms- um útfærslum, djúsklaka, klein- ur, vöfflur og pönnukökur. Hjá ömmu var alltaf gott að vera og hægt að leika sér með slæðurnar hennar og alla hattana hennar langömmu. Seinni árin, reyndi ég að vera dugleg að heimsækja ömmu enda sótti hún mikið í að ég kæmi í heimsókn og aldrei mátti gleyma að skrifa í gestabókina. Á þessum tíma varð amma meira en bara amma mín, við urðum trúnaðar- vinkonur, ég gat alltaf treyst á Guðfinna Erla Jörundsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG LILLÝ ÁGÚSTSDÓTTIR lyfjafræðingur úr Hafnarfirði, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 2. desember. Útförin auglýst síðar. Gunnar Einarsson, Guðrún S. Kristjánsdóttir, Hjörleifur Einarsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þóra Einarsdóttir, Rúnar Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURGEIR HALLDÓRSSON, áður bóndi, Öngulsstöðum, Eyjafjarðarsveit, sem lést föstudaginn 29. nóvember, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju laugardaginn 7. desember kl. 13.30. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Sigríður Ása Harðardóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir, Lúðvík Gunnlaugsson, Snæbjörg Sigurgeirsdóttir, Friðrik Friðriksson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG E. SIGVALDADÓTTIR, Gógó, áður Austurbergi 38 og Þórsgötu 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. desember kl. 13.00. Guðrún R. Rafnsdóttir, Tryggvi Kárason, Örn Rafnsson, Þórdís Þórarinsdóttir, Rannveig Rafnsdóttir, Rafn Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, BÖÐVAR JÓNSSON bóndi í Norðurhjáleigu, Álftaveri, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarklausturs- kirkju laugardaginn 14. desember kl. 13.00. Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JAKOBSDÓTTIR, áður að Digranesvegi 80, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 3. desember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00. Bent Bjarnason, Helga Helgadóttir, Anna Þórdís Bjarnadóttir, Stefán R. Jónsson, Jakob Unnar Bjarnason, Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GRÖNDAL sellóleikari, 113 Polo Park Drive, Bellingham, WA 98229, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu að morgni 1. desember eftir erfið veikindi. Minningarathöfn mun fara fram síðar. Sigríður Gröndal, Kristinn Gestsson, Kristrún E. Gröndal, Jim Watkins, Sigurlaug B. Gröndal, Rafn Gíslason, Steinunn B. Gröndal, Bjarni R. Gröndal, Nalini Dandunnage, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.