Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 V HAPPDRÆTTI! Poolborð í vinning. Allir sem kaupa Milwaukee vél fá að setja nafn sitt í pottinn. Dregið verður 28. febrúar 2014. Poolborðið afhendist eins og myndin sýnir með fylgihlutum. HLEÐSLUFJÖLNOTAVÉL TILBOÐ KR. 79.900,- TILBOÐ KR. 59.900,- C12 MT-32B Mótor: 12 Volt Haldari: Allar gerðir Vinnuhraðar: 5.000-20.000 Rafhl: 2x3,0 Ah Li-ion Þyngd: 1,0 Kg MW 4933 4271 77 HLEÐSLUSLÍPIROKKUR HD 18 AG 115 402C Hleðsluslípirokkur Rafhlöður: 2 x 4.0 Li-ion Skífur: 115mm Sn/mín: 9000 Þyngd: 2,4 Kg M Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899. Heimasíða: www.vfs.is TILBOÐ KR. 19.900,- W 4933 4413 00 HLEÐSLUHÖGGBORVÉL M12 BPD-202C Mótor: 12 Volt Patróna: 10 mm Sn/mín: 0-400/0-1.500 Rafhl: 2x2,0 Ah Li-ion Þyngd: 1,2 Kg MW 4933 4419 40 SLÍPIROKKUR AG 750-125 Mótor: 750 W Skífur: 125mm Sn/mín: 10.000 Þyngd: 1,8 Kg MW 4933 4191 80 TILBOÐ KR. 16.900,- HLEÐSLUHÖGGBORVÉL M12 CPD-402C Mótor: 12 Volt Patróna: 13 mm Sn/mín: 0-450/0-1.700 Rafhl: 2x4,0 Ah Li-ion Þyngd: 1,5 Kg MW 4933 4403 75 TILBOÐ KR. 59.900,- TILBOÐ KR. 44.900,- SLÍPIROKKUR AG 10 - 125 Mótor: 1000W Skífur: 125mm Sn/mín: 11.000 Þyngd: 2,1 Kg MW 4933 4403 30 HLEÐSLUVÉLASETT Í TÖSKU M12 BPP2D Hleðsluborvél M12 CPD-402C Hleðslufjölnotnavél C12 MT-32B Rafhl: 2x4,0 Ah Li-ion MW 4933 4412 50 ÚTVARP 12 Volt C12 JSR-0 Spenna: 12 Volt / 22 Afl: 10 Wött Rafhl: 0 (12 Volt Li Stærð: 267x102x17 MP3 tenging: Já Þyngd: 1,8 Kg MW 4933 4163 65 0-240 Volt -ion) 8 TILBOÐ KR. 69.900,- TILBOÐ KR. 19.900,- 8 LLAB H- A8 P E PE A K D U R A Æ W TLI TIM == === Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lést í gær, 95 ára að aldri. Mandela var forseti frá 1994- 1999 og var fyrsti svarti maðurinn til að gegna því embætti í landinu. Heilsu hans fór hrakandi undanfarin ár og var hann lagður inn á spítala í Pretoríu vegna lungnasýkingar hinn 8. júní sl. Mandela fæddist 18. júlí 1918 og fékk þá nafnið Rolihlahla Mandela. Þegar hann hóf skólagöngu sína gaf kennslukonan öllum nemendunum enskt nafn og eftir það var hann allt- af kallaður Nelson. Mandela var einn helsti andstæðingur kynþáttaað- skilnaðarstefnunnar (apartheid), var í Afríska þjóðarráðinu (ANC) og barðist fyrir auknum réttindum blökkumanna, m.a. með því að brjóta gegn ákvæðum kynþáttalöggjaf- arinnar, brenna vegabréf sín og fara í verkföll. Hann var einn stofnenda herskáu samtakanna Umkhonto we Sizwe (Spjót þjóðarinnar) sem stóðu fyrir nokkrum sprengjutilræðum á opinberar byggingar. Árið 1962 var hann handtekinn og dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir skipulögð skemmdarverk og fyrir að ætla að steypa ríkisstjórninni af stóli. 46664 Mandela sat inni í alls 27 ár. Lengst af dvaldi hann í fangelsi á Robben-eyju og þar var hann fangi númer 46664. Númerið notaði hann síðar í viðamikilli baráttu gegn al- næmi. Meðan á afplánuninni stóð var honum nokkrum sinnum boðið að verða frjáls maður á ný gegn því skil- yrði að hann léti af baráttu sinni en hann neitaði alltaf. Hann sagði að á meðan aðskilnaðarstefnan væri enn við lýði væri hann ekki frjálsari utan veggja fangelsisins en innan þeirra. Mandela var í hámarksgæslu í Robben-fangelsinu og sætti illri meðferð fangavarða. Hann greindist með berkla og glímdi við veikindi í lungum æ síðan. Mál Mandela og barátta hans vakti sífellt meiri at- hygli og urðu raddir sem kröfðust þess að hann yrði látinn laus æ há- værari. Alþjóðlegri herferð var hrundið af stað og var Mandela sleppt árið 1990. Mandela varð formaður ANC, gaf út ævisögu sína og leiddi samninga- viðræður við F.W. de Klerk, forseta hvíta minnihlutans, um að leggja nið- ur aðskilnaðarstefnuna. Hann og de Klerk fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1993 en eflaust hefur foreldrum Mandela þótt hann heldur ólíklegur til slíks afreks þar sem nafnið Roli- hlahla, sem honum var gefið við fæð- ingu, þýðir vandræðagemsi eða frið- arspillir. Á lífsleiðinni hlaut hann yfir 250 verðlaun. Í fyrstu lýðræðislegu kosningum landsins árið 1994 var Mandela kos- inn forseti, fyrstur blökkumanna. Hann gegndi embættinu til ársins 1999 og í stjórnartíð hans var stjórn- arskrá landsins breytt á þann veg að svartir öðluðust sömu réttindi og hvítir. Madiba, faðir þjóðarinnar Mandela naut mikillar virðingar, ekki aðeins í Suður-Afríku, heldur um heim allan. Heimamenn lýstu honum sem föður þjóðarinnar og kölluðu hann gjarnan Madiba, sem er nafn sem Xhosa ættflokkur hans gaf honum. Er það mat margra að hann hafi með framgöngu sinni komið í veg fyrir að blóðug átök brytust út í Suð- ur-Afríku eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Hann faðmaði fanga- verðina sem níddust á honum árum saman, fyrirgaf höfundum aðskiln- aðarstefnunnar og bauð m.a. ekkju eins þeirra í te. Ástandið var víða eldfimt og hvítir óttuðust um framtíð sína í landinu þar sem svartir voru í meirihluta en Mandela sefaði þjóðina og vann öt- ullega að því með ríkisstjórninni, sem eingöngu var skipuð hvítu fólki, að leggja aðskilnaðarstefnuna niður og bæta réttindi blökkufólks. Mandela var þrígiftur og átti sex börn. Mandela-dagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2009 á afmælisdegi Mandela, 18. júlí. Seinna sama ár lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að framvegis yrði dagurinn al- þjóðlegi Nelson Mandela-dagurinn. Ástkær frelsishetja fallin frá  Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lést í gær  Talinn hafa komið í veg fyrir blóð- ug átök  Hlaut friðarverðlaun Nóbels  „Friðarspillir“ varð faðir þjóðar  Virtur um allan heim EPA Elskaður Mandela var kallaður Madiba, faðir, af íbúum Suður-Afríku en hann færði ómældar fórnir til þess að koma á friði og jafnrétti í heimalandi sínu. Hann barðist einnig öttulega gegn fátækt og alnæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.