Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 23
VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Íbúar í Tacloban á Filippseyjum sem varð illa úti þegar fellibylurinn Ha- iyan gekk þar yfir í nóvember eru enn mjög varir um sig og kviksögur geta auðveldlega valdið mikilli skelf- ingu. Fyrir nokkrum dögum komst sú saga á kreik að von væri á annarri flóðbylgju og brugðust margir við með því að keyra eða hlaupa í ofboði frá sjávarsíðunni og upp í hæðir í kring. Svona lýsir Karl Júlísson, örygg- isráðgjafi hjá Alþjóðasamtökum Rauða krossins í Genf, andrúmsloft- inu í borginni. Hann er nýkominn aftur til Genfar í Sviss eftir að hafa verið að störfum á hamfarasvæð- unum í rúmar tvær vikur. Hann var að störfum á eyjunni Leyte en á þeirri eyju er borgin Tac- loban. Þar varð tjónið mest, hvort sem það er mælt í mannslífum eða fjármunum, þegar ógnarstór flóð- bylgja skall á þéttbýlli eyjunni. Einnig starfaði hann á eyjunni Cebu. Á Cebu fylgdi ekki flóðbylgja með fellibylnum en fellibylurinn olli engu að síður mikilli eyðileggingu. Mikið verk óunnið Karl var líka við hjálparstörf á Srí Lanka og Indónesíu eftir að tsu- nami-flóðbylgja skall þar á árið 2004 og hann segir aðstæður á Leyte að ýmsu leyti vera svipaðar. Þar var þó ekki um tsunami-bylgju að ræða heldur ýtti fellibylurinn upp gríðar- stórri öldu sem skall á eyjunni og er talið að hún hafi verið 5-6 metra há. Tsunami-bylgjan hafi sogað mikið af braki á haf út en það hafi ekki gerst á Leyte og því sé brakið meira og svæðið erfiðara yfirferðar. Karl segir að hjálparstarfið sé far- ið að ganga betur og samfélagið sé hægt og bítandi að ná sér á strik. Það sjáist m.a. á því að fólk sé byrjað að setja upp sölubása með fisk og önnur matvæli. Gríðarlegt verk sé óunnið og endurbyggingin í Taclob- an muni standa mun lengur en á öðr- um svæðum Filippseyja. Ekki aðeins hafi byggingar gjöreyðilagst heldur hafi einnig orðið miklar skemmdir á holræsakerfi og vatnslögnum. „En fólk var mjög jákvætt. Maður heyrði margar hörmungarsögur en fólk leit uppbyggingarstarfið samt björtum augum,“ segir hann. Leyte er ekki aðeins hamfara- svæði heldur er það líka átakasvæði en þar hafa uppreisnarmenn á veg- um NPA-samtakanna herjað und- anfarin ár. Vegna hamfaranna boð- uðu samtökin til eins mánaðar vopnahlés. Karl segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af öryggismálum að öðru leyti en því að ýmislegt geti komið upp á þegar 500-600 starfs- menn Rauða krossins starfi við erf- iðar aðstæður. Stígandi í hjálparstarfi Erfiðar samgöngur hafa háð mjög hjálparstarfi og í upphafi gekk erf- iðlega að koma hjálpargögnum frá útlöndum til þeirra sem þurftu á þeim að halda. Flugvellir og vegir skemmdust og þeir flugvellir sem eru starfhæfir eru litlir. Lítið var um vörubíla, vöruskemmur fáar og ferjurnar sem ganga á milli eyjanna hæg- gengar. Því þurftu inn- fæddir að reiða sig mjög á þær birgðir sem filipp- seyski Rauði krossinn hafði safnað. Hjálpargögn hafi ekki skemmst, held- ur borist seint. „Og það er stíg- andi í þessu núna,“ segir Karl. Skelfingu lostin vegna orðróms  Íslenskur starfsmaður Rauða krossins lýsir erfiðum aðstæðum á Filippseyjum  Mikið óöryggi  Gríðarlegt uppbyggingarstarf framundan í Taclobon þar sem holræsi og vatnsleiðslur eyðilögðust Ljósmynd/Rauði krossinn Neyð Karl segir einna mikilvægast að útvega fólkinu húsaskjól og huga að heilsugæslumálum. Myndin er frá Tac- loban en þar eru samgöngur erfiðar, enda skemmdirnar miklar. Rauði krossinn á Íslandi safnar fyrir hjálparstarfi. FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Starf Karls Júlíssonar fyrir Rauða krossinn felst einkum í að meta áhættu fyrir hjálpar- starfsmenn Rauða krossins – gera áhættugreiningu, eins og það heitir – og ferðast hann víða um heim vegna starfa sinna. Á Filippseyjum aðstoðaði hann auk þess m.a. við að setja upp fjarskiptamiðstöð en fjarskipti hafa verið mjög erfið á svæðinu og aðstoðaði við samskipti við her og lögreglu. Hann skipulagði einnig hvern- ig fylgst er með ferðum starfsmanna Rauða krossins, viðbrögð við áföllum, s.s. veik- indum eða slysum. Karl var í lögreglunni hér á landi í um áratug en fór síðan á vegum Íslensku friðar- gæslunnar til Srí Lanka 2002- 2004. Hann starfaði fyrir Rauða krossinn í Níger, Pak- istan, Srí Lanka og Indónesíu á árunum 2004-2005 og hefur verið hjá Alþjóðasamtökum Rauða krossins frá 2006. Hann býr í Genf með konu sinni og átta mánaða gömlum syni þeirra og á Íslandi á hann níu ára strák. Löggan fór í friðargæslu MIKIL REYNSLA Karl Júlísson ford.is Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 losun 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 losun 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinnmynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.450.000 KR. 2.790.000 KR. KOMDUOGPRÓFAÐU FORDFIESTA ERBESTI SMÁBÍLLINNÁRIÐ 2013 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er bíllinn því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingumeins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Hann er útbúinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Síauknar vinsældir Fiesta koma ekki á óvart því nýtt útlit hans er sérstaklega rennilegt, hann er útbúinn snilldarbúnaði og svo er hann bara svo flottur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.